Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 1
5. tölublað 10. árgangur Miðvikudagur 9. mars 2004 ISSN 1025-5621 Upplag: 11.250 eintök Kalskemmdir gætu valdið tjóni í ár Tíðarfar hefur verið nokkuð rysjótt undanfarið og hafa skipst á snjókoma og veruleg hláka með rigningu. Víða hefur verið mikil hálka á veg- um. Bændablaðið fýsti því að vita hvort þetta veðurfar gæti leitt til svella og kalskemmda á túnum og hafði því samband við Bjarna E. Guðleifsson, starfsmann Rala á Möðru- völlum. Bjarni taldi að þetta tíðarfar gæti leitt af sér staðbundnar kal- skemmdir. "Kalskemmdir verða svo sem menn vita þegar svell liggja lengi, helst upp undir þrjá mánuði á túnum. Svellin myndast helst þegar snjórinn bráðnar í vetrarhlákum og hleyp- ur í krapa og svell. Mér skilst að sums staðar inn til landsins á Norðurlandi hafi svell myndast fyrir áramót en á mínum slóðum mynduðust þau fyrst um 10. janúar og við þau bættist síðan í hláku um 10. febrúar. Febrúar- hlákan varð sem betur fer það mikil að svellin hurfu að mestu hér um miðbik Eyjafjarðar og töldu sumir sig þá finna svo- nefnda kallykt. Svellin hurfu þó ekki alls staðar við Eyjafjörð og eru þau enn sums staðar og gætu valdið kali ef þau leysir ekki í tæka tíð. Einnig veit ég af svella- lögum á túnum í Þingeyjar- sýslum og á Austurlandi," segir Bjarni. Hvernig er „kallyktin“ til komin og er hún ekki merki um að kalskemmdir séu þegar orðnar? "Lyktin er af efnum sem plöntur og örverur mynda við loftfirrðar aðstæður undir svell- inu en lyktin er ekki órækur vott- ur um kalskemmdir, einungis merki um að plönturnar hafi verið loftlausar undir svellinu." Hvernig er útlitið annars staðar á landinu? "Ég þekki nú bara til á norðanverðu landinu en svo virðist sem ástandið sé einna verst í innsveitum og útsveitum um miðbik Norðurlands, í Eyja- firði og Suður-Þingeyjarsýslu. Betra og snjóléttara hefur verið bæði vestar og austar enda þótt þar séu líka svell á stöku stöðum. Ég vona hins vegar að fljótlega komi dugleg hláka og leysi landið úr þeim klakaböndum sem það er í sums staðar þannig að engar kalskemmdir verði á túnum í vor," segir Bjarni E. Guðleifsson. Svellalög á túnum í janúar á Möðruvöllum Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur í hyggju að hefja vinnu við gerð þess sem hann hefur kosið að kalla grænbók landbúnaðarins, stefnumótunarbók um almenna þróun starfsumhverfis landbúnaðarins og opinbers stuðnings við hið fjölþætta hlutverk hans á næstu 15-20 árum. „Það er fleira landbúnaður en ær og kýr. Landnotin breytast og Íslendingar sem ætla að gera ferðaþjónustu og afþreyingu að atvinnuvegi framtíðarinnar þurfa að huga að rótgrónum búgreinum, hvernig þær þróast og lifa af um leið og nýjar búgreinar skjóta rótum og fá aðhlynningu. Meginmarkmiðið hlýtur að þurfa að vera að auka sveigjanleika í íslenskum landbúnaði og landnýtingu almennt, með áherslu á aukna aðlögunar- og samkeppnishæfni landbúnaðarins, bæði í samfélagslegu og alþjóðlegu samhengi. Ég tel farsælast að nálgast viðfangsefnið út frá heildarstefnumörkun fyrir landbúnaðinn, þar sem einstakir hlutar hans ganga í takt og í samræmi við skilgreind heildarmarkmið,“ sagði ráðherra í ræðu á búnaðarþingi. "Framsókn landbúnaðar felst ekki síst í þekkingu. Vil ég stuðla að öflugri landbúnaði með því að sameina krafta Landbúnaðarháskólans að Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Með aukinni samþættingu rannsókna og menntunar færast hvoru tveggja nær atvinnuveginum og þörfum hans á hverjum tíma. Lít ég á þetta sem mikilvægt fyrsta skref í endurskipulagningu stofnanaumhverfis landbúnaðarins. Þarna verður til aðdráttarafl og kraftur sem mun laða til sín aðra starfsemi, landbúnaðinum til heilla. Sé ég til dæmis fyrir mér að með þessari endurskipulagningu skapist jákvæður grundvöllur til endurskoðunar á fyrirkomulagi leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Ég er ennfremur að leggja drög að endurskipulagningu á stjórnsýslu- og eftirlitsverkefnum landbúnaðarins og hef kynnt í þeim efnum hugmyndir mínar um Landbúnaðarstofnun. En það er ekki nóg að einungis hið opinbera hugi að endurskipulagningu sín megin. Bændur þurfa sjálfir að styrkja sína stöðu og stilla saman strengi. Á það ekki síst við í markaðsmálum landbúnaðarins, heima og heiman.“ Ræða ráðherra er birt í heild á heimasíðu Bændasamtakanna www.bondi.is Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestri-Reyni í Innri- Akranes- hreppi og formaður Búnaðar- samtaka Vesturlands var í gær, þriðjudag, kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands á búnað- arþingi sem nú stendur yfir. Haraldur er fæddur 23. janúar 1966 og giftur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur frá Kaldaðarnesi í Flóa. Hann er tveggja barna faðir og hefur stundað blandað- an búskap frá 1984. Haraldur tekur við af Ara Teitssyni, sem ekki gaf kost á sér til formennsku áfram, en hann hefur verið for- maður BÍ síðastliðin níu ár. Tveir menn gáfu formlega kost á sér til formennsku. Annars vegar Haraldur og hins vegar Þórólfur Sveinsson, bóndi á Ferjubakka II í Borgarfirði og formaður Landssambands kúa- bænda. Þingfulltrúar eru 49 og hlaut Haraldur 30 atkvæði en Þórólfur 19. Eftir að úrslit formannskjörsins voru kunn sagði Haraldur Benediktsson: ,,Ágætu þingfulltrúar. Ég vil þakka ykkur fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér. Ég geri mér grein fyrir því að í þetta sinn er það meiri vandi að sigra en að tapa. Ég þakka þeim mönnum sérstaklega sem hvað harðast hafa stutt mig í formanns- kjörinu. Ég þakka Þórólfi Sveins- syni fyrir drengilega baráttu og á milli okkar hefur ekki borið neinn skugga." Í örstuttu spjalli við Bbl. sagði Haraldur að það kæmi honum kannski ekki alveg á óvart að hafa náð kjöri, en samt væri það dálítið óvænt að vera nú kominn í þessa stöðu. Þórólfur Sveinsson ávarp- aði þingheim og sagðist vilja þakka þeim sem greiddu honum atkvæði í formannskjörinu. ,,Við náðum því miður ekki þeim árangri sem við ætluðum, en við því er ekkert að gera. Um líkt leyti og ég ákvað að gefa kost á mér til formennsku rakst ég á spakmæla- bók og las í henni: Á mikil- vægustu krossgötum lífsins eru sjaldnast nokkrir vegvísar. Þetta á nokkuð vel við um okkur sem erum að stússast í félagsmálum." Þórólfur sagði baráttuna hafa verið málefnalega og sagðist hann vonast til að eftir þingið geti menn haldið eðlilegu samstarfi innan Bændasamtakanna. Að lokum óskaði hann Haraldi velfarnaðar í störfum og að starfið gangi farsællega hjá samtökunum næstu þrjú árin. Landbúnaðarráðherra vill stefnumótun í landbúnaðinum Haraldur Benediktsson kjörinn formaður Bændasamtakanna Strax og úrslit urðu ljós hringdi Haraldur í konu sína og lét hana vita. Á innfelldu myndinni er Haraldur að ávarpa þingheim og þakka fyrir sig.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.