Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 10. mars 2004 Jónas Helgason, formaður Æðar- ræktarfélags Íslands Ekki verið hægt að anna eftirspurn eftir æðardún Gott útlit er með sölu á æðardún á þessu ári eins og í fyrra og eftirspurn er vaxandi. Japansmarkaður hefur aftur tekið við sér eftir efnahagsþrengingar þar í landi síðustu misserin. Þá dró örlítið úr eftirspurn eftir æðardún um tíma en markaðurinn náði sér fljótt. Jónas Helgason, formaður Æðarræktarfélags Íslands, segir að Japanir séu langstærstu kaupendur æðardúns frá Íslandi. Verulegt magn sé flutt héðan beint til Japan og eins er nokkuð flutt þangað í gegnum Þýskaland. Verðið hefur verið mjög gott að undanförnu. Jónas segir mikið spurt um æðardún um þessar mundir en ekki sé hægt að anna eftirspurn þar sem nánast öllum æðardún frá fyrra ári er ráðstafað nú þegar. Á undanförnum árum hefur dúntekja hér á landi numið um þrjú þúsund kílóum á ári. Jónas segir að í fyrra hafi dúntekja verið eitthvað minni en árin á undan. Vegna hagstæðs veðurfars í fyrra var nýtingarhlutfall á dún með því besta sem gerist. En minna var af fugli en vanalega og segir Jónas að svo hafi virst sem hann vantaði æti. ,,Fugl kom eðlilega að sl. vor en víða fór hann aftur til sjávar til að fita sig betur og var því seinni í varp en venjulega. Þetta er einhver spurning um lífríkið sem maður veit ekki hvað var. Ég hef ekki trú á því að vargur í varpi eigi sök á því að minna var um fugl í fyrra en venjulega. Aftur á móti er ég mjög hræddur við grásleppunetin fyrir ströndum landsins. Sögur gengu um mikinn æðarfugl í grásleppunetum í Faxaflóa í fyrra hvað sem rétt er í því. Fugl sem lendir í netum kemur aldrei aftur. En fugl sem ekki verpti í fyrra vegna þess að hann var ekki nógu feitur getur skilað sér aftur í vor ef skilyrði verða eðlileg," segir Jónas. Hann bendir á að margt sé að gerast í lífríkinu sem geti raskað því svo sem hlýnandi sjór. Menn viti ekki hvaða afleiðingar það kann að hafa. Sömuleiðis bendir Jónas á að mikið af svartfugli hafi drepist í fyrra og var talað um ætisskort í því sambandi og vel má vera að æðarfuglinn hafi skort æti. ,,En ef allt fer vel í vor er útlitið heldur bjart hjá æðarbændum," segir Jónas Helgason. Bændasamtökin hafa selt orlofsíbúð þá við Bogahlíð sem þau hafa rekið undanfarin tvö ár. Í stað hennar hefur verið tekin í notkun nokkru stærri íbúð við Sólheima. Umsjónarmaður er eins og áður Katla Sigurgeirsdóttir, s. 821 4840. /JÓ Landbúnaðarráðu- neytið staðfestir gæða- handbók í sauðfjárrækt Landbúnaðarráðuneytið hefur staðfest að gæðahandbók í sauð- fjárrækt uppfylli öll helstu ákvæði laga og reglugerðar um gæðastýr- ingu í greininni. Gæðahandbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skrá skuli upplýsingar um þá þætti sem gæðakerfið tekur til, s.s. grunnupplýsingar um býlið, atburði, skýrsluhald, land- notkun og beit, jarðrækt og fóður- öflun, fóðrun, aðbúnað og um- hverfi, heilsufar og lyfjanotkun. Ennfremur öll eyðublöð sem þarf til að skrá ofantalda þætti, auk ýmissa gagnlegra upplýsinga. Útgáfa, viðhald og dreifing handbókarinnar er á ábyrgð Bændasamtaka Íslands. Nánari upplýsingar um gæðastýringu í sauðfjárrækt má finna á vef BÍ, www.bondi.is Þann 17. apríl næstkomandi ætlar Bútækniklúbbur skólafélags Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri að standa fyrir dráttar- véladegi. Að sögn Sigurðar Þórs Guðmunds- sonar, sem er annar tveggja talsmanna þessarar skemmtunar, er hún í samvinnu við UMF Ís- lending sem ætlar að nota tækifærið og standa fyrir undankeppni í dráttarvélaakstri fyrir Landsmót UMFÍ í sumar. Sömuleiðis er ætlunin er að halda keppni í dráttarvélaakstri milli nem- enda á Hvanneyri. Eins verður haldin þrauta- keppni á vélum fyrir gesti og gangandi í sam- vinnu við Bútæknideildina á Hvanneyri og ráðsmann staðarins. Öllum vélaumboðunum á Íslandi er boðið að halda sýningu á dráttarvélum sínum og jarð- vinnslutækjum þennan dag að Hvanneyri. Haldin verður dráttarkeppni milli bænda í sveitunum í nágrenni við Hvanneyri. Dráttar- vagn fullhlaðinn áburði, alls um 50 tonn, verður á staðnum og eiga bændur að koma með dráttarvélar sínar og draga vagninn ákveðna vegalengd undir tímamælingu. Fleiri átaks- mælingar eru fyrirhugaðar. Búvélasafnið verður með sérstaka sýningu þennan dag á vélum safnsins. Í lokin verður haldin grill-pylsuveisla. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni þurfa að láta skrá sig eigi síðar en 11. mars. Sigurður Þór Guðmundsson og Hjalti Steinþórsson gefa allar nánari upplýsingar í símum 473-0062, 895-6003 og 868-0083. Netfang þeirra er nem.sigurdurthg@hvanneyri.is og nem.hjaltis@hvanneyri.is Dráttarvéladagur á Hvanneyri 17. apríl "Þetta er elsta starfandi hrossa- ræktarfélag landsins svo vitað sé þó sennilega hafi fyrsta hrossaræktar- félagið verið stofnað 1903 norður í Húnvatnssýslu en það félag leið síðar undir lok, „ sagði formað- urinn, Bergur Pálsson í Hólmahjá- leigu. Hrossaræktarfélag A-Landeyja hefur starfað óslitið í hundrað ár, af mismiklum krafti þó. Upphaflega var fyrirkomulagið þannig að bændur hér útbjuggu stóðhesta- girðingu sem var talin "fjörutíu engja dagsláttur" að stærð og hélt þar stóðhesta og hryssur. Félagið var mjög öflugt í starfssemi sinni oft á tíðum, t.d. á árunum 1930 til 1945, þá átti félagið sjálft alltaf stóðhesta og lengi vel átti það tvo hesta, þá Húna frá Hindisvík og Börk frá Efra-Seli og þeir voru í notkun í u.þ.b. fimmtán ár. Stóðhestar helguðu sér svæði „Fyrirkomulagið var þannig að ekki var um stóðhestagirðingar að ræða eins og við þekkjum nú á dögum heldur gengu stóðin bara út um allt og stóðhestunum var ein- faldlega sleppt í hópinn. Þeir helguðu sér svo svæði og hryssu- hóp og þegar hópur hvers hests lá fyrir komu bændurnir og skráðu hvaða hryssur voru hjá hverjum hesti og þannig var ættfærslan sett á blað. Auðvitað eru vinnubrögðin önnur nú en þarna höfðu menn ekki önnur ráð og það er ljóst að þegar hestarnir höfðu skipt merunum á milli sín þá var ekkert um það að þær flökkuðu á milli, þær ein- faldlega tilheyrðu þeim hesti er hafði valið þær. Svona var þetta alveg framundir 1960 en þá gekk félagið í Hrossaræktarsamband Suðurlands og hefur haldið hesta alla götur síðan, í sérstökum stóð- hestagirðingum,“ sagði Bergur. Ungfolasýning tókst vel Félagið tilheyrir nú Hrossa- ræktarsamtökum Suðurlands og stundar enn stóðhestahald í Austur- Landeyjum. Meðal hesta sem félagið hefur boðið upp á eru Gauti frá Reykjavík, Garpur frá Auðs- holtshjáleigu, Víkingur frá Voð- múlastöðum og margir fleiri. Hátt í þrjátíu manns eru nú í félaginu og starfsemin fer vaxandi. "Við höfum bryddað upp á þeirri nýbreytni undanfarin ár að verðlauna þá fé- lagsmenn sem eiga hæst dæmdu kynbótahrossin á svæðinu það árið og svo höfum við farið í skemmti- og fræðsluferð sem notið hefur vinsælda. Í fyrra héldum við svo ungfolasýningu þar sem ráðunautar komu og tóku út tveggja, þriggja og fjögurra vetra fola og það tókst mjög vel." Bergur segir það reginmis- skilning að hrossarækt í Landeyjum gangi út á kjöt- og blóðframleiðslu þó auðvitað sé slíkt ágætis aukabúgrein. "Vissulega eru hér bændur sem hafa sínar tekjur úr hrossarækt í gegnum þessa þætti, en það er algerlega sér og tengist annarri hrossarækt ekki neitt. Hér er hópur manna og kvenna sem ræktar prýðishross og af þessu svæði hefur komið fjöldinn allur af feikna góðum hrossum. Hrossaræktar- félagið hefur metnað til að halda slíku starfi áfram og við munum bjóða upp á góðan fyrstu verðlauna stóðhest í sumar eins og fyrri sumur." Spennandi ráðstefna Metnaður félagsins nær einnig út fyrir stóðhestahaldið því ráð- stefnan sem félagið stendur fyrir verður spennandi og má lesa nánar um dagskrá hennar í auglýsingu hér í blaðinu. Að kvöldi ráðstefnu- dagsins mun félagið svo blása til fagnaðar og sjálfsagt munu ein- hverjir leggja þar drög að ræktun ársins í ár og jafnvel hafa hestakaup eins og góðra manna er siður í góðu teiti. /HGG Hundrað ár í hrossarækt Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja er elsta starfandi hrossaræktarfélag í landinu en félagið fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni stendur félagið fyrir ráðstefnu í Gunnarshólma föstudaginn 19. mars nk. Bergur Pálsson, formaður Hrossaræktarfélags A-Landeyja. Félagið stendur fyrir opinni ráðstefnu um sögu og þróun hrossaræktar í Gunnarshólma í A- Landeyjum, föstudaginn 19. mars nk. kl. 13. Vestfirðingar skeggræða við setningu búnaðarþings Því verður seint trúað að þarna hafi skort umræðuefni. F.v. Vestfirðingarnir Jónas Helgason, formaður Æðarræktarfélags Íslands, Guðmundur Grétar Guðmundsson, Kirkjubóli og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður. Myndin var tekin í við setningu búnaðarþings. 23.mars Útkomudagur næsta Bændablaðs. Þarftu að auglýsa? Síminn er 563 0300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.