Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 18
18 Miðvikudagur 10. mars 2004 ðalfundur Samtaka af- urðastöðva í mjólkuriðnaði var haldinn fimmtudaginn 4. mars síðastliðinn og sóttu hann fulltrúar mjólkursamlaga og fjöldi gesta. Miklar og mál- efnalegar umræður urðu um stöðu íslensks mjólkurbúskap- ar og framtíðarhorfur. Fundar- stjóri var kosinn Egill Sigurðs- son og fundarritari Karl Stef- ánsson. Viðburðaríkt ár Formaður samtakanna, Magn- ús H. Sigurðsson, flutti ítarlega skýrslu stjórnar, en hún hélt níu bókaða fundi. Árið var við- burðaríkt og starfsemi SAM að venju umfangsmikil, krefjandi og tímafrek. Til umræðu voru til dæmis málefni undirbún- ingsnefndar nýs búvörusamn- ings, en skýrsla hennar var rædd sérstaklega síðar á fund- inum. Formaður nefndi gildi þess að sameiginleg niðurstaða ólíkra hagsmunaaðila næðist um stefnumótun varðandi starfsskilyrði greinarinnar. „Það er afar mikilvægt,“ sagði hann, „að ríkisvald og aðilar vinnumarkaðar taki þátt í slíkri stefnumótun svo að breiðari sátt náist um innihald og fram- kvæmd nýs búvörusamnings. Þó má ekki líta á sem svo að allt sé fast í hendi í framtíðinni hvað varðar starfsskilyrði greinarinnar. Enn ríkir rétttar- óvissa um starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins sem ekki hefur verið leyst úr. Allt bendir til þess að lagabreytingar þurfi að eiga sér stað til að svo megi verða. Einnig má sjá í skýrsl- unni vísbendingar um að mjólkuriðnaðurinn þurfi enn frekar að grípa til hagræðingar- aðgerða. Mikilvægt er í þeim efnum að reyna að búa svo um hnúta við samningsgerð, að það verði viðfangsefni sem mjólkuriðnaðurinn fái að takast á við með samræmdum og skipulegum hætti, eins og á undangengnum áratug. Það hefur ótvírætt verið til hagsbóta fyrir alla hagsmunaðila, það er bændur og fyrirtæki þeirra, neytendur og hið opinbera.“ Engin hækkun Magnús ræddi um verðlagsmál og sagði að þar bæri helst að nefna að afurðastöðvar hefðu tekið á sig 2,4% hækkun til mjólkurframleiðenda um síð- ustu áramót, auk þess sem engin hækkun átti sér stað á vinnslu og dreifingarkostnaði mjólkur á sama tíma. „For- senda þessarar ákvörðunar byggir á góðri afkomu afurða- stöðva undangengin ár,“ sagði hann, „þótt hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar hafi í öllum tilvikum verið lægri en almenn varðlagsþróun í land- inu.“ Einnig ræddi formaður um störf Markaðsnefndar, sem stóð fyrir vel heppnuðum skólamjólkurdegi, lét hanna sérstakar jólamjólkurumbúðir og stóð fyrir MUU-auglýsinga- herferð sem vakið hefur mikla athygli en fengið misjafna dóma. Loks sagði hann að á- kveðið hefði verið að ráða sér- stakan fjölmiðlafulltrúa og að öllum líkindum yrði Einar Karl Haraldsson fyrir valinu. Áhrif aðildar að ES Í skýrslu Pálma Vilhjálmsson- ar, framkvæmdastjóri SAM, kom meðal annars fram að málefni tengd opinberri verð- lagningu og væntanlegum breytingum vegna WTO- samninga voru fyrirferðamikil á síðasta ári. Einnig sagði hann frá starfi nefndar, sem utanrík- isráðuneytið skipaði á miðju árinu 2002 til að kanna áhrif hugsanlegrar aðildar að ES á íslenskan landbúnað. Í nefnd- inni áttu sæti fulltrúi SAM á- samt fulltrúum frá utanríkis- ráðuneyti, landbúnaðarráðu- neyti og bændasamtökum. Yf- irgripsmikilli áfangaskýrslu hefur nú verið skilað til utan- ríkisráðherra. „Segja má að nú hafi af okkar hálfu verið unnin ákveðin grunnvinna við kort- langningu aðstæðna landbún- aðar í Evrópu,“ sagði Pálmi, „og munu þær upplýsingar nýtast við frekari samanburð á aðstæðum okkar samanborið við aðrar þjóðir í Evrópu.“ – Í ágústmánuði var Bjarni R. Brynjólfsson, mjólkurverkfræð- ingur, ráðinn til starfa hjá SAM, og eru starfsmenn þá orðnir þrír. Þessi ráðstöfun var löngu orðin tímabær þar sem tveir starfsmenn voru hættir að anna öllum þeim viðfangsefn- um sem leyst eru á vettvangi samtakanna. Verðákvarðanir Vilhelm Andersen gerði grein fyrir starfsemi verðlagsnefndar búvöru en hún hélt sex fundi á árinu auk funda í undirnefnd- um. Helstu þættir í störfum nefndarinnar voru að fylgjast með kostnaðarbreytingum á verðlagsgrundvelli kúabús og einnig vinnslu- og dreifingar- kostnaðar og leita leiða til að minnka þörf á verðtilfærslu þannig að hún gæti rúmast innan ramma lögbundinnar verðtilfærslu. Miklar umræður urðu um hverju nefndin þyrfti að ljúka fyrir þann tíma að heildsöluverðlagning yrði gef- in frjáls. Áhersla var lögð á að athuga rekstrarafkomu afurða- stöðva. Samkvæmt skýrslu kom fram hagnaður án upp- bótaagreiðslu pr. lítra mjólkur, og var hann kr. 4.35 pr. lítra á árinu 1999, kr. 3,09 árið 2000, kr. 0,92 árið 2001 og kr. 3,58 árið 2002. Mikil hagræðing Að loknu kaffihléi var rædd hin efnismikil og vandaða skýrsla, sem nefnd um stefnu- mótun í mjólkurframleiðslu skilaði landbúnaðarráðherra nýverið; hún ber heitið Stöðu- mat og stefnumótun í mjólkur- framleiðslu – og hefur verið fjallað um hana ítarlega í fjöl- miðlum. Framsögumenn voru Pálmi Vilhjálmsson og Þórólfur Sveinsson, formaður Lands- sambands kúabænda. Pálmi benti á að þróunin síðastliðinn áratug sýndi að mikill og góður árangur hefði náðst í hagræð- ingu innan mjólkuriðnaðarins. Afurðastöðvum hefði fækkað og fjárhagslegur ávinningur af því væri um 300 milljónir króna á kostnaðargrunni. Nú A ð a l f u n d u r S A M 2 0 0 4 : Starfsskilyrði mjólkur- vinnslunnar verði tryggð A væri stefnt að afnámi opinberr- ar verðlagningar vegna skuld- bindinga við WTO, en heild- söluverð yrði ekki afnumið fyrr en réttaróvissu væri eytt og til þess yrðu lagabreytingar að koma til. Pálmi lýsti þeirri skoðun sinni að ef frekari kröf- ur um hagræðingu yrðu bornar fram væri betri kostur að reyna að verða við þeim en láta lækka innflutningstolla. – Þórólfur sagði að undirtektir á fundum við kynningu skýrsl- unnar hefðu verið góðar og margar athyglisverðar athuga- semdir komið fram. Nú þyrfti að ákveða heildarstuðning við mjólkurframleiðsluna og greiðslumarkið yrði væntan- lega áfram stjórntæki til að tryggja jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Þórólfur ræddi einnig um hámarksbústærð sem notið geti beinna greiðslna en til greina kæmi að setja hámark á bústærð, eink- um út frá öryggissjónarmiðum. Mun verra væri að lækka stuðning í þrepum með vax- andi bústærð; ef það yrði gert skipti öllu máli við hvaða bú- stærð yrði miðað og hver skerðingin yrði. – Um bústærð- ina urðu fjörugar umræður og sýndist sitt hverjum. • Fundarstjóri var Egill Sigurðsson. Magnús H. Sigurðsson, formaður SAM, og Pálmi Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri SAM, en báðir fluttu ítarlegar skýrslur um starfsemi samtak- anna á aðalfundinum. Séð yfir fundarsalinn á alfundi SAM 2004.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.