Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 10. mars 2004 15 aldrei reynt að berjast á móti fækkun kúabænda, en þeim hefur fækkað um einn á viku síðustu áratugina. Auðvitað er þetta dapurleg þróun, en það er óhjákvæmilegt skilyrði að menn framleiði ódýrari vörur og bæti afkomuna. Forsenda þessarar þróunar hefur verið framsal á framleiðsluréttinum, greiðslumark á mjólk og versl- un með það; í sauðfjárræktinni var hins vegar þar til fyrir ári greiðslumarkið fastbundið við hverja jörð. Sauðfjárbændur gátu því hvorki bætt við sig né selt og hætt búskap. Ég tel að stjórn bændasamtakanna hafi ekki treyst sér til að horfast í augu við grisjun byggðar en hjá henni verður ekki komist. Búgrein sem ekki skilar af- komu, hún á sér enga framtíð. Brýnasta verkefni okkar kúa- bænda um þessar mundir er að halda áfram sókn til hagræð- ingar og betri reksturs í mjólkuriðnaðinum; en þess verður að gæta vel að hún sé í sátt við samfélagið, því að við komumst ekki lengra en það getur samþykkt. Erfið ákvörðun Árið 1981 var kosið sérstakt ráð fyrir Mjólkursamlag Borg- firðinga, svonefnt Samlagsráð, og ég var skipaður formaður þess. Ég átti frumkvæðið að því að samlaginu var lokað; það var óhjákvæmilegt að mín- um dómi. Ég hafði unnið í nefnd um hagræðingu í mjólkuriðnaðinum (Gula skýrslan 1991) og fékk þar mikilvæga undirstöðu til að átta mig á málinu. En þetta var erfið ákvörðun og kostaði mig mikil heilabrot og einhverjar andvökur, en ég fékk mjög sterka sannfæringu fyrir því að þetta yrði að gera. Nokkur hópur framsýnna bænda hér í héraðinu lagðist svo á þessa sveif og að lokum samþykkti meirihluti framleiðenda á svæðinu lokunina. Að sjálf- sögðu var þetta afar umdeilt og er jafnvel enn, en ég tel að þró- unin síðan hafi sýnt að þetta var rétt ákvörðun. Pálmi Vil- hjálmsson hjá SAM metur það svo að þessi aðgerð ein og sér sé að skila 157 milljónum króna á ári í sparnaði, sem allir framleiðendur á Samsölusvæð- inu njóta nú, eða rúmlega 2 krónum á hvern lítra.“ Lék séra Sigvalda Það var bolludagur, þegar við heimsóttum hjónin á Skálpa- stöðum, og yfir rjúkandi kaffi og rjómabollum berst talið að metnaðarfullu leikstarfi Ung- mennafélagsins Dagrenningar sem hefur sýnt leikrit á borð við Íslandsklukkuna og Sjálf- stætt fólk Laxness, Púntila og Matta og fleiri meistaraverk. Guðmundi er margt til lista lagt; hann hefur til dæmis oft flutt skemmtiþætti á samkom- um við góðar undirtektir og því liggur beint við að spyrja hvort hann hafi ekki líka stigið á leiksvið. „Ég sneiddi hjá því að taka þátt í leikstarfseminni lengi vel,“ svarar hann. „Ég bjó mér til kenningu, sem gott var að nota við slík tækifæri, og hún er svona: Menn þurfa að vera klikkaðir til að stunda kúabúskap og líka til að taka þátt í leikstarfsemi áhuga- manna, en það er brjálæði að gera hvort tveggja! En líklega hef ég brjálast eitthvað, því að ég tók í vetur þátt í sýningu á Manni og konu eftir Jón Thoroddsen; það var í fyrsta skipti sem ég steig á leiksvið undir leiðsögn leikstjóra; ég lék séra Sigvalda – og hafði gaman af.“ – Borgarfjörðurinn hefur alið fleiri skáld en nokk- urt annað byggðarlag – og skyldi Guðmundur ekki einnig fást við að yrkja? Hann neitar því harðlega og segir: „Varðandi skáldskapinn tek ég undir við Hjálmar Frey- steinsson sem segir í þessari ágætu vísu: Ég hef lögmál aðeins eitt í öllu vísnastriti, og það er að yrkja aldrei neitt af alvöru né viti.“ • étt og laggott í grænum umbúðum var sú vöru- nýjung hjá okkur sem mestra vinsælda naut á síðasta ári,“ sagði Ólafur E. Ólafsson fram- kvæmdastjóri hjá Osta- og smjörsölunni í stuttu spjalli við Mjólkurfréttir. „Annars ein- kenndi árið mikill fjöldi nýj- unga, en vöruþróun er fyrir löngu orðinn dýr en afar mikil- vægur og ómissandi þáttur í starfsemi mjólkuriðnaðarins. Létt og heilsusamlegt Nýja viðbitið er létt og heilsu- samlegt og býr yfir öllu því besta sem einkennir mataræði Miðjarðarhafsbúa. Í því eru 40 g. af mjólkurfitu en olíuhlutinn er olífuolía og það aðgreinir þetta nýja viðbit frá Léttu og laggóðu í rauðu umbúðunum. Einnig er í því mjólkurprótein, A og D-vitamín og fleira. Hið græna L&L hlaut góðar undir- tektir strax og það var sett á markaðinn; það selst nú til jafns við hið rauða, og við höf- um samkvæmt könnun Gallup aukið hlutdeild okkar í sölu á viðbiti í verslunum um allt að 5%. Einnig jókst sala á smjöri um 2,5% og er ástæða til að fagna því. Fyrir sanna sælkera Hvað ostanýjungar varðar gerðist margt á síðasta ári sem auðgar íslensku ostaflóruna og gerir hana enn fjölbreyttari. Fyrst vil ég nefna Gullgráða- ost, sem er lúxusútgáfa af hefð- bundna gráðaostinum; hann mun vera fyrsti íslenski sérost- urinn en framleiðsla hans hófst árið 1939 í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Gullgráðaost- urinn hentar vel til hvers kyns matreiðslu og gefur til dæmis salötum, sósum og ofnréttum höfðinglegt bragð. Af sérsost- um kom einnig á markaðinn nýr hvít- og blámygluostur frá Mjólkurbúi Flóamanna; það er Blár kastali, desertostur sem kemur til móts við þá neytend- ur sem vilja mildari og mýkri blámygluost en þá sem fyrir eru. Hvort tveggja eru þetta öndvegisostar sem eiga áreið- anlega eftir að gleðja alla sanna sælkera. Grill- og samlokuostur Fjölskylduostur í rauðum pakkningum hefur hlotið góða dóma en þar er um að ræða bragðmildan fastan ost í stór- um einingum, eða um það bil 1,2 kg. Hann er framleiddur hjá Mjólkursamlaginu á Sauð- árkróki, þykir sérlega hag- kvæmur og á að höfða til allra í fjölskyldunni. Fyrst fastir ostar eru nefndir vil ég geta þess að í júnímánuði síðastliðnum kom á markað Grillostur í sneiðum og seldist geysilega vel. Í október- mánuði tókum við hann af markaðnum, enda voru menn þá að mestu hættir að grilla úti. Í staðinn buðum við upp á Samlokuost í sneiðum og ráð- gert er að hafa þennan háttinn á framvegis. Einnig vil ég minnast á tvær nýjar tegundir af kryddsmjöri sem hlutu góðar viðtökur: Dalakryddsmjör með pestó, sem gefur öllum réttum þetta gómsæta bragð sem ítölsk matargerð er fræg fyrir, og Hvítlaukssmjör með stein- selju; hið síðarnefnda er í glasi en það er nýjung sem hefur fallið fólki vel í geð. Nýjungar á Mat 2004 Af nýjungum sem eru að koma um þessar mundir er rifinn gráðaostur fyrir stórnotendur, 500 grömm í pakka. Gráðaost- ur er mikið notaður á veitinga- húsum og matsölustöðum. Hingað til hafa menn þurft að rífa hann sjálfir og þess vegna hafa matreiðslumenn beðið eftir þessari nýju vörutegund og munu taka henni fagnandi. Á sýningunni Matur 2004, sem haldin var í Fífunni í Kópavogi 26. til 29. febrúar, kynntum við rifna gráðaostinn og fleiri nýj- ungar, til dæmis Ítalskan ost með sólþurrkuðum tómötum. Það er bræddur lúxusostur sem höfðar til allra sem kunna að meta matarmenningu Miðjarð- arhafsins. Loks fengu sýning- argestir að bragða á nýrri osta- köku, Ostaköku með blóðapp- elsínum, og ennfremur kynnt- um við létta kotasælu. Menn hafa ef til vill álitið að kotasæl- an væri nógu létt fyrir; hún er 4% feit – en þessi nýja afurð er aðeins 1,5% feit.“ • Mjólkur- básinn bestur M a r g a r n ý j u n g a r á s í ð a s t a á r i Aukin markaðshlutdeild í viðbiti ýningin Matur 2004 fór fram í Fífunni í Kópavogi dagana 26. til 29. febrúar; fyrstu tvo dagana var kaupstefna og síðan var sýningin opin almenn- ingi. Aðsókn var mjög góð, og bás Markaðsráðs mjólkuriðnaðarins, en þar voru sýndar afurðir og nýj- ungar frá Osta- og smjör- sölunni og Mjólkursamsöl- unni, þótti í senn áhuga- verður og smekklegur. Í lokin var hann valinn besti bás sýningarinnar og tók Ólafur E. Ólafsson við við- urkenningunni. • Dorrit forsetafrú var meðal gesta en alls sáu sýninguna 24 þúsund manns eða 17% fleiri en síðast. S „L

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.