Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 10. mars 2004 25 Í apríl opnar Hótel Saga 125 nýuppgerð herbergi. Í tilefni af því bjóðum við íslenskum bændum að vera fyrstir til að gista á nýju herbergjunum. Til að fagna þessum áfanga bjóðum við páskakokkteil í kaupbæti! Tilboðin gilda bæði á Hótel Sögu og Hótel Íslandi allan aprílmánuð. Bændaverð á Hótel Sögu: Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 7.740 Bændaverð á Hótel Íslandi: Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 5.900 Til að fá ofangreind verð þurfa bændur að framvísa Bændakorti sem fæst á skrifstofu Bændasamtaka Íslands. Hótel Saga og Hótel Ísland: Tilboð til bænda Radisson SAS Hótel Saga, Hagatorgi, 107 Reykjavík Sími 525 9900 / info.saga.rek@radissonsas.com Radisson SAS Hótel Island, Ármúla 9, 108 Reykjavík Sími 595 7000 / info.island.rek@radissonsas.com www.radissonsas.com Þann 19. mars n.k. verður haldin málstofa á Hótel Lof- tleiðum um erfðaauðlindir í landbúnaði. Skipuleggjandi málstofunnar er erfðanefnd landbúnaðarins. Í kjölfar samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem samþykktur var í Ríó fyrir rúmum áratug, skuld- bundu þjóðir heims sig til að vernda og viðhalda erfðaauð- lindum, bæði í villtum og ræktuð- um tegundum. Litið er á líf- fræðilega fjölbreytni sem sam- eiginlega auðlind alls mannkyns en jafnframt er lögð áhersla á um- ráðarétt þjóða yfir eigin erfðaauð- lindum og þar með ábyrgð á verndun þeirra ef þörf krefur. Hefðbundinn landbúnaður hér á landi byggist fyrst og fremst á nýtingu gamalla búfjárkynja. Með aukinni alþjóðavæðingu og opnun markaða er brýnna en oft áður að tryggja varðveislu þessara bú- fjárkynja. Erfðanefnd landbúnað- arins er ætlað það hlutverk að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í land- búnaði. Í starfi sínu á hún ekki ein- göngu að sinna búfé heldur einnig nytjajurtum, skógarplöntum og ferskvatnsfiski. Á málstofunni verður fjallað um stöðu þessa málaflokks hér á landi. Einnig verður gerð grein fyrir því starfi sem unnið er á nor- rænum og alþjóðlegum vettvangi. Loks verður fjallað um einstök rannsóknarverkefni sem unnin hafa verið í tengslum við erfða- breytileika í dýrum og plöntum. Deginum lýkur með móttöku í boði landbúnaðarráðherra. Málstofan er öllum opin. Þátttaka er ókeypis en óskað er eftir því að menn skrái sig eigi síðar en 18. mars í síma 591-1500 eða með tölvupósti (anna@rala.is) og tilkynni jafnframt hvort þeir hafi áhuga á því að snæða hádegis- verð á Hótel Loftleiðum (< 2000 kr). Málstofa um erfða- auðlindir í landbúnaði Málstofan er tileinkuð Stefáni Aðalsteinssyni, fyrrum sérfræð- ingi á Rannsóknastofnun land- búnaðarins og fyrsta forstjóra Norræna genbankans fyrir húsdýr í virðingarskyni vegna starfa hans á þessu sviði í áratugi. Myndin sem er úr safni Freys var líklega tekin laust eftir 1980. Árið 1998 hannaði og smíðaði Agnar Jónsson í Stykkishólmi rúllubaggaskera sem bændum líki svo vel að hann hefur vart undan að framleiða þá. Hann segir að sig hafi vantað svona áhald þar sem hann er tómstundabóndi eins og hann orðar það og eftir nokkra umhugsun varð útkoman þessi skeri. Hann segist vera búinn að selja mikið magn eftir að hann auglýsti rúllubaggaskerann í Bændablaðinu. Til að mynda bárust honum yfir 30 pantanir eftir að auglýsing birtist 27. janúar sl. Agnar segist vera búinn að selja einhver hundruð af þessu tæki og að hann hafi vart undan að framleiða. Rúllubaggaskerinn er mjög léttur eða 2,2 kg. Í skaftinu er hálf tommu rör og Badenhnífablöð soðin á. Agnar fæst við ýmislegt fleira en að smíða rúllubaggaskera. Hann rekur tjaldvagnaleigu yfir sumarið og þá er hann líka með ferðaþjónustu í félagsheimilinu Skildi við Stykkishólm. Þar eru tjaldstæði og aðstaða fyrir ættarmót og fleiri samkomur. Á haustin hefur Agnar ferðast um og aðstoðað bændur við heimaslátrun. Hann kaupir af þeim gærur, verkar þær og selur. Í haust segist hann hafa verkað á fjórða þúsund gærur. Það er því sitt af hverju sem þessi uppfinninga- og handverksmaður fæst við. Ef bændur vantar rúllubaggaskera er síminn hjá Agnari 438-1510 og 893-7050. Guðrún Bergmann, dóttir Agnars, situr hér á heyrúllu með rúllubaggaskerann góða í fanginu. Hannaði rúllubaggaskera og hefur vart undan að framleiða Um tvö tonn af folaldakjöti hafa verið flutt út í tilraunaskyni til Ítalíu til Heinz fyrirtækisins en það hefur mikinn hug á því að fara að framleiða barnamat fyrir ungabörn úr folaldakjötinu. Fyrst og fremst er verið að sækjast eftir hreinleika kjötsins. Það eru Kjötframleiðendur sem hafa séð um útflutninginn en að sögn Guðmundar Lárussonar stjórnarformanns er miklar vonir bundnar við að samningar náist við Heinz. Þá hefur fyrirtækið einnig áhuga á að fá íslenskt dilkakjöt í framleiðslu sína. Tveir sérfræðingar á vegum Heinz hafa verið hér á landi og skoðað sláturhúsið á Hvammstanga og hjá SS á Selfossi en uppfylla þarf nokkur tæknileg atriði í þessum húsum áður en slátrun getur hafist af alvöru. Folalda- og dilkakjöt í Heinz barnamat fyrir ungabörn

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.