Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 20
20 Miðvikudagur 10. mars 2004 Ost- bitar Offituvandi meðal danska barna Mejeriforeningen í Danmörku hefur í sam- ráði við heilbrigðisyfirvöld og neytendasam- tök gefið út leiðbeiningar til hjálpar börnum sem eiga við offitu að stríða, en offituvandi meðal danskra barna hefur aukist eins og víða annars staðar í hinum vestræna heimi. Um er að ræða leiðbeiningar sem varða mataræði og líkamsrækt og lífsstílinn í heild. Börnin setja sér markmið í samráði við foreldra og skólahjúkrunarkonu, ákveða hvað þau ætla að léttast mikið á ákveðnu tímabil og skrá það í meðfylgjandi bók. Fylgst er reglubundið með árangrinum. Samstarf við stórnotendur Fimm stórfyrirtæki í danska matvælaiðnað- inum, þar á meðal mjólkurfyrirtækið Arla Foods, stofnuðu nýlega Catering Forum, þar sem umsjónarmenn stóreldhúsa geta fengið faglegar upplýsingar og nýjar hugmyndir varðandi mat og matargerð. Fólk borðar í æ ríkara mæli tilbúinn mat í vinnu, skóla og víðar, og matarinnkaup færast æ meir frá heimilum til stórnotenda. Það er því mjög mikilvægt fyrir matvælafyrirtæki að eiga gott samstarf við þá. Hrun ítalska mjólkurrisans Hrun ítalska mjólkurrisans Parmalat og hneykslið því samfara er mikið áfall fyrir ítalskt efnahagslíf og sjálfsmynd ítölsku þjóðarinnar. Parmalat var áttunda stærsta fyrirtæki Ítalíu og hið sjöunda í röðinni með- al mjólkurfyrirtækja í heiminum. Velta þess var um 680 milljarðar íslenskra króna á ár- inu 2002 og starfsmenn voru 36 þúsund í 30 löndum. Um 5000 mjólkurframleiðendur lögðu inn mjólk hjá Parmalat; þeir hafa ekki fengið greitt fyrir mjólkina síðustu sex mán- uðina og ramba því flestir á barmi gjald- þrots. Skuldin við bændur nemur um 9 millj- örðum króna. Ítalska ríkið hefur sótt um undanþágu hjá ES til að aðstoða bændurna með ódýrum lánum auk þess sem þeir verða undanþegnir greiðslu ýmissa gjalda næstu tólf mánuðina. Calisto Tanzi, eigandi Parmalat, tók við litlu matvælafyrirtæki föð- ur síns árið 1961. Hann tók brátt að kaupa hrámjólk og vinna úr henni mjólkurvörur, einkum jógúrt, en smátt og smátt jukust um- svif hans og hann keypti hvert mjólkurfyrir- tækið á fætur öðru, fyrst á Ítalíu en síðan víðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann sit- ur nú á bak við lás og slá sakaður um gríðar- leg fjársvik. Mjólkurvörur eru grennandi Jyllandsposten vitnar í rannsókn, sem danski landbúnaðarháskólinn vinnur að, og bendir til þess að kalk í mjólkurafurðum dragi úr myndun fitu í þörmunum og sé því grennandi. Bandarískar rannsóknir, til dæmis Cardia-rannsóknin og rannsóknir dr. Zemel við háskólann í Tennessee, benda í sömu átt. Sambandið á milli mjólkur og offitu er talið býsna flókið, en þessi nýja uppgötvun er vissulega uppörvandi fyrir mjólkurframleiðendur. Matreiðslukeppni mjólkurframleiðenda Svensk Mjölk stendur fyrir árlegri keppni matreiðslumeistara í Svíþjóð og hefur gert það síðan árið 1983. Keppnin vekur jafnan athygli og fjölmiðlar fylgjast með henni. Í ár var aðal verkefni úrslitakeppninnar að mat- reiða kjúkling og máttu þátttakendur nota mjólkurafurð að eigin vali í réttinn. Forrétt- urinn átti að vera úr sjávarfangi en ostur skyldi vera hluti af honum. Forráðamenn Svensk Mjölk telja mikilvægt fyrir ímynd mjólkurafurða að tengjast slíkri keppni og hún geti haft stefnumótandi áhrif varðandi matargerð. Ostadagar í Smáralind Ostadagar verða haldnir 1., 2. og 3. október næstkomandi og verða að þessu sinni ekki í Perlunni heldur Smáralind í Kópavogi. Vetr- argarðurinn þar býður upp á mikla mögu- leika, og standa vonir til að Ostadagarnir í ár verði glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Vatnsskortur í heiminum Vatnsskortur er að verða eitt mesta vanda- mál mannkyns. Talið er að 2/3 hlutar þess muni lifa við skort á hreinu drykkjarvatni eða skorti á nægu magni vatns til áveitu í landbúnaði upp úr 2025. Vatn mun því hækka í verði vegna umfram eftirspurnar og hafa áhrif á verð landbúnaðarafurða þegar til lengri tíma er litið. ið tókum í notkun fyrir nokkru nýjar pökkunar- vélar sem stuðla í ríkum mæli að bættri nýtingu á hráefni og umbúðum,“ sagði Snorri Ev- ertsson mjólkurbússtjóri hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, þegar Mjólkur- fréttir slógu á þráðinn til hans í leit að fréttum. „Hér er bæði um að ræða endurnýjun gam- alla véla og nýjung varðandi pökkun á smjörva sem við höf- um ekki annast fyrr. 2500 dósir á klukkustund Við keyptum vélasamstæðu, sem pakkar osti bæði í geymslu- og neytendapakkn- ingar, og einnig vél sem pakk- ar smjörva og afkastar liðlega 2500 dósum á klukkustund. Eftir að hún var tekin í notkun hefur smjörvi verið fluttur frá Mjólkursamlaginu á Blönduósi og honum pakkað hér hjá okk- ur. Kostnaður við vélakaupin nam um 15 milljónum króna, en þau eru aðeins einn þáttur í stöðugri endurnýjun á tækja- búnaði sem staðið hefur yfir í nokkur ár og hófst með mark- vissu átaki í byrjun tíunda ára- tugarins. Tækjakostur okkar er nú í hæsta máta nútímalegur og hefur átt sinn þátt í bættri afkomu mjólkursamlagsins síð- ustu ár.“ Ferskur Mozzarella-ostur „Mig langar til að minnast á Mozzarella-ostinn okkar en við höfum lagt mikla vinnu í fram- leiðslu á honum,“ sagði Snorri ennfremur. „Sérstaklega hefur ferski Mozzarella-osturinn átt velgengni að fagna. Nýlega hófst hjá okkur framleiðsla á slíkum osti sem er eins og litlar kúlur í laginu og við stefnum að því að hann komi á markað í neytendaumbúðum þegar líð- ur á árið. Við erum líka farnir að framleiða ost í laginu líkt og slöngur eða pylsur. Það er stöðugt vaxandi sala í Mozzarella-ostinum, sérstak- lega hinum ferska. Pizzustað- irnir kaupa aðallega hinn sí- gilda Mozzarella-ost en ferska ostinn kaupa neytendur til jafns við veitiungastaði og aðra stórnotendur.“ • N ý j a r p ö k k u n a r v é l a r á S a u ð á r k r ó k i Bætt nýting á hráefni og umbúðum Snorri Evertsson Nýju pökkunarvélarnar hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. „V

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.