Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. mars 2004 13 ruð þið túristar?“ spyrja glaðlegir krakkar, sem eru nýstignir út úr skólabíln- um, þegar blaðamann og ljós- myndara Mjólkurfrétta ber að garði á Skálpastöðum í Borgar- firði. Það er fallegur febrúar- dagur, ofurlítið snjóföl á jörðu og hreinviðri. Við hittum Guð- mund bónda Þorsteinsson á hlaðinu; hann býður okkur að ganga í bæinn, og í bjartri og vistlegri stofu berst talið fyrst að því, hversu lengi hafi verið búið á Skálpastöðum. „Ég var eitt sinn spurður að þessu þeg- ar útlendir skólanemar voru í heimsókn,“ segir Guðmundur. „Ég sagði að það væri nú ekki ýkja langur tími, því að elstu heimildir um búsetu hér væru frá fimmtándu öld. Þá hlógu krakkarnir. En auðvitað viljum við Íslendingar búa á land- námsjörðum. Það dugar ekkert minna.“ Félagsbú „Ég er Borgfirðingur í föður- ætt,“ segir Guðmundur, þegar hann er beðinn um að segja lít- illega frá ætt sinni og uppruna. „Ég er af svokallaðri Grundar- ætt sem rakin er til Vigfúsar Gunnarssonar en hann flutti að Grund í Skorradal á fyrrihluta nítjándu aldar. Sonarsonur hans keypti jörðina Skálpa- staði árið 1902, og síðan tók faðir minn, Þorsteinn Guð- mundsson, við af honum 1930. Móðir mín, Þórunn Vigfúsdótt- ir, er hins vegar Vestfirðingur; hún var frá Tungu í Valþjófs- dal í Önundarfirði. Ég fæddist hér 18. ágúst 1937 og hef hvergi átt lögheimili annars staðar. Ég hóf búskap með föð- ur mínum um 1960 og með okkur bjó einnig Þorsteinn bróðir minn sem er fjórum árum eldri en ég. Hann er ný- hættur en Bjarni sonur minn og Hildur kona hans keyptu af honum svo að við búum hér nú saman tvenn hjón. Nei, þetta telst ekki stórt bú nú á dögum; við stundum eingöngu mjólk- urbúskap, erum með 45-50 kýr og höfum fáein hross okkur til gamans. Tvennir tímar Foreldrar mínir bjuggu hér í þrjátíu ár. Þau hófu búskap sinn þegar kreppan var í aðsigi og fyrstu árin voru erfið; pabbi hafði blandað bú en var svo heppinn að byggja stórt fjós á sinnar tíðar mælikvarða, 22 bása – og flaut á því þegar mæðiveikin kom. Tímarnir hafa sannarlega breyst þegar litið er yfir liðna tíð. Ég kynnt- ist heyskap með orfi og ljá og rámar í heybandslest og að hafa setið ofan í milli. Og stríðsárin man ég vel. Á fimmta ári kom ég í fyrsta skipti til Reykjavíkur; ég fékk botn- langabólgu og þurfti að skera mig upp. Að því loknu dvaldi ég hjá frænku minni og man glöggt þegar ég sat á tröppun- um hjá henni og virti fyrir mér hermenn ganga í fylkingu fram hjá. Síðan kom ég ekki aftur til höfuðstaðarins fyrr en ég var sautján ára. Stríðsárin voru sannkölluð veltiár og umskipt- in sem fylgdu þeim gríðarleg; en ætli breytingarnar teljist ekki enn meiri á síðari hluta tuttugustu aldarinnar en hin- um fyrri? Kennari á Núpi Hvað menntun mína varðar hætti ég í barnaskóla á tólfta ári en notfærði mér kennslu út- varpsins og Bréfaskóla SÍS og tók landspróf í Reykholti 1955. Að því búnu settist ég í Menntaskólann á Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1959. Eitt misseri stundaði ég nám í Þýskalandi og einn vetur kenndi ég við héraðs- skólann á Núpi í Dýrafirði. For- eldrar mínir kynntust á Núpi, og það var fyrir tilstuðlan tveggja vina þeirra að ég fór vestur, séra Eiríks J. Eiríksson- ar, sem var um árabil skóla- stjóri þar og forustumaður ung- Séð heim að Skálpastöðum á fögrum febrúardegi. Mjaltir að hefjast á Skálpastöðum. ➝ Stefna ber að hagkvæmni í sátt við samfélagið M j ó l k u r f r é t t i r h e i m s æ k j a G u ð m u n d Þ o r s t e i n s s o n á S k á l p a s t ö ð u m „E

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.