Bændablaðið - 10.03.2004, Qupperneq 11

Bændablaðið - 10.03.2004, Qupperneq 11
Miðvikudagur 10. mars 2004 11 FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður með styrkjum og lánum verkefni til nýsköpunar og framleiðniaukningar í landbúnaði og við aðra eflingu atvinnu í dreifbýli, sbr. lög nr. 89/1966. Framleiðnisjóður leggur áherslu á að fjármagn sjóðsins verði til viðbótar framlögum frá ábyrgðaraðilum verkefnanna, bæði eigin fjár og því sem þeir kunna að afla frá öðrum. Framleiðnisjóður leggur á árinu 2004 áherslu á viðfangsefni sem hafi þessi markmið: a. að auka framleiðni búgreina með rannsókna- og þróunarverkefnum b. að styrkja tekjumöguleika á einstökum búum með nýsköpun í búrekstri c. að efla kunnáttu og færni í búrekstri d. að efla og styrkja markaði fyrir búvörur og þjónustu búanna e. að styðja hagræðingu í úrvinnslu búsafurða og efla atvinnufyrirtæki í dreifbýli Mikilvægt er að í umsókn sé markmið verkefnis sett fram með skýrum og mælanlegum hætti, sýnt fram á faglega og fjárhagslega möguleika umsækjanda til þess að leysa verkefnið af hendi, glögg grein gerð fyrir kostnaði við verkefnið og hvernig það skuli fjármagnað; einkum er mikilvægt að gera grein fyrir eigin framlagi umsækjanda til verkefnisins. sýnt fram á fýsileika verkefnis og áætlaðan ábata af því á fyrirsjáanlegum tíma. Framleiðnisjóður landbúnaðarins áskilur sér rétt til þess að meta með sjálfstæðum hætti getu umsækjenda til þess að standa undir fyrirætlunum sínum og taka tillit til hennar við úthlutun styrkja (einkum hvað snertir faglega kunnáttu/færni á sviðinu og fjárhagslega burði/möguleika/stöðu); að meta framvindu og árangur verkefnis, sem styrkur hefur verið veittur til og haga greiðslu hans samkvæmt niðurstöðu slíks mats. Í því sambandi er styrkþegum skylt að veita sjóðnum þær upplýsingar sem hann telur sér nauðsynlegar í allt að fimm ár frá lokaúthlutun. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 430-4300 / myndsími 430-4309 / netfang fl@fl.is Umsóknum skal skilað til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri - 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð fást einnig á skrifstofum búnaðarsambandanna og á heimasíðu sjóðsins, veffang: www.fl.is Stjórn Félags ferðaþjónustubænda hefur síðustu misseri rætt um mikilvægi þess að skilgreina betur stöðu ferðaþjónustubænda innan landbúnaðarins og hvaða hlutverki þeir eiga að gegna í landbúnaði framtíðarinnar. Undirritaður hefur velt þessu nokkuð fyrir sér og er hér ætlunin að fjalla örstutt um þetta málefni. Ferðaþjónusta hefur verið stunduð út til sveita frá örófi alda þó svo að framan af væru ekki vel skilgreindar viðskiptahugmyndir þar að baki. Gestrisni bænda var þannig mjög mikilvægur þáttur í samgöngusögu þjóðarinnar því á ferðalögum innanlands urðu ferðalangar að treysta á velvild gestgjafa um næturgreiða og aðra þjónustu. Eftir miðja síðustu öld tók að bera á nokkrum sveitabæjum sem auglýstu þjónustu sína og varð til vísir að félagsskap ferðaþjónustubænda á árunum 1960 - 1970. Árið 1971 ályktaði búnaðarþing fyrst um mikilvægi þess að styðja við þessa nýju búgrein bænda og nokkrum árum síðar var Félag ferðaþjónustubænda stofnað og ferðaskrifstofan Ferðaþjónusta bænda hf. varð til árið 1990. Nú eru um 30% af gistirými fyrir utan höfuðborgarsvæðið í eigu ferðaþjónustubænda. Langflestir eru í Félagi ferðaþjónustubænda og eru markaðssettir undir merkjum þess og ferðaþjónusta almennt sögð vera kröftugasti vaxtarbroddurinn í sveitum landsins. Í starfi mínu í stjórn Félags ferðaþjónustubænda síðustu tvö árin hef ég samt rekið mig á ýmislegt sem hefur látið mig efast um að ferðaþjónustubændur séu almennt viðurkenndir sem bændur. T.d. er ekkert atvinnugreinanúmer innan Hagstofu Íslands sem ferðaþjónustubændur lenda í. Þar eru þeir í hópi orlofshúsa, sumarhúsa, gistiheimila eða hótela. Erfitt er því að fá yfirlit frá Hagstofunni hvernig okkar búgrein stendur þar eð við erum ekki skilgreindir sérstaklega. Einnig má nefna gjaldflokk sveitarfélaga í fasteignaskatti. Í lögum segir að húsnæði sem flokkast sem íbúðarhúsnæði eða er nýtt til landbúnaðar falli í lægri skattflokk. Samt flokkast allt húsnæði sem er notað til að selja ferðaþjónustu á lögbýlum í hærri skattflokk. Þriðja dæmið er hvernig Lífeyrissjóður bænda skilgreinir ferðaþjónustu en samkvæmt samkomulagi Bændasamtakanna og fjármálaráðherra greiðir ríkið 6% mótframlag þeirra er stunda búskap. Ferðaþjónustubændur eru ekki taldir starfa að viðurkenndri búgrein samkvæmt vinnureglum sjóðsins. Fjórða dæmið sem má nefna er aðkomu ferðaþjónustubænda að Lánasjóði landbúnaðarins en þar sem ferðaþjónustubændur greiða ekki búnaðargjald af sinni starfsemi eiga þeir ekki rétt á lánum eins og aðrar búgreinar. Staðreyndin er samt sú að mikill meirihluti ferðaþjónustubænda hefur greitt búnaðargjald af annarri starfsemi í langan tíma en virðast missa allan rétt um leið og þeir breyta um búhætti og byrja í ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta er í miklum vexti nú og helstu vandamál ferðaþjónustubænda er of skammur lánstími, of hátt vaxtastig og erfiðleikar við að fá lán til starfsemi utan þéttbýlis. Hægt væri að telja upp fleiri atriði í þessum dúr en þess í stað er réttara að nefna það sem vel er gert til að styðja við þessa nýju búgrein sem er nú að þróast í sömu átt og ferðaþjónusta annars staðar í heiminum. Fyrst má nefna Framleiðnisjóð landbúnaðarins sem hefur stutt við ferðaþjónustubændur af mikilli framsýni síðustu árin og veitt fjármagni til þróunar og rannsókna á ýmsum sviðum ferðaþjónustu í dreifbýli. Landbúnaðarráðuneytið hefur þar að auki sýnt það í verki að ferðaþjónustubændur eiga mikið hlutverk innan landbúnaðar framtíðarinnar og innan landbúnaðarháskólanna er unnið starf sem tengist kennslu, rannsóknum og þróun á þessari ungu búgrein. Ferðaþjónustubændur eru einnig að vinna töluvert starf tengdt umhverfismálum og gæðamálum sem t.d. samgönguráðuneytið og umhverfisráðuneytið hefur stutt við að vissu leyti. Að mati undirritaðs munu ferðaþjónustubændur gegna viðamiklu hlutverki í landbúnaði framtíðarinnar enda er ferðaþjónusta atvinnugrein sem er er miklum vexti í heiminum og fjölmörg tækifæri felast í sölu og skipulagningu á þjónustu til ferðamanna í sveitum landsins. Öll notkun og nýting á landi ætti að flokkast sem landbúnaður enda er allt ytra umhverfi landbúnaðar að breytast. Ef hann á að þróast til sjálfbærari áttar þá er mikilvægt að endurskoða skilning á hugtakinu "landbúnaður" og einskorða hann ekki aðeins við grunnframleiðslu búvara heldur líta á alla þá sem nota og nýta land sér til viðurværis sem þátttakendur í landbúnaði. Marteinn Njálsson formaður Félags ferðaþjónustubænda Stunda ferða- þjónustubændur landbúnað? Marteinn Njálsson á golfvellinum hjá Suður Bár. Sauðfjárbændur athugið!!! _________________________________________ L a m b o o s t Pasta til inntöku fyrir nýborin lömb Lamboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Lamboost veitir þessum lömbum aukna orku sem er þeim lífsnauðsynleg eftir fæðingu. Lamboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og getur þannig komið í veg fyrir skitu. Lamboost er án efa betri kostur en sýklalyf. Lamboost inniheldur: Þríglýseríð sem frásogast hratt, nauðsynlegar fitusýrur og glúkósi sem veitir lömbunum aukna orku sem er þeim lífsnauðsynleg eftir fæðingu. Mjólkursýrugerlar (SF68) tryggja jafnvægi þarmaflórunnar og koma þannig í veg fyrir skitu. Flókin samsetning vítamína, styrkjandi jurtakraftur og járn stuðla að bættri vellíðan og auka kraft. Lamboost er auðvelt í notkun og er með íslenskum leiðbeiningum. Lamboost þarfnast ekki blöndunar og má nota strax. _________________________________ Nánari upplýsingar getur þú fengið hjá dýralækninum þínum eða hjá umboðsaðila. Umboðsaðili: Ísfarm ehf. Sími: 540 8080 Heildsöludreifing: Lyfjadreifing ehf. Sími: 5900 200 Sauðfjárbændur athugið!!!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.