Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 10. mars 2004 Landbúnaðarráðuneytið hefur óskað eftir því við Vesturbyggð að fá umsögn um hug- myndir ráðuneytisins um nýtingu Selárdals í Arnarfirði. Þar í dalnum var áður tölu- verð byggð og margt af fólki. Nú er aðeins búið þar á einum bæ, Neðri -Bæ. Í dalnum er ríkisjörðin Selárdalur sem er kirkju- staður. Innar í dalnum er bærinn Uppsalir. Út við sjóinn eru uppistandandi nokkur hús m.a. af Brautarholt þar sem alþýðulista- maðurinn Samúel Jónsson bjó. Hann byggði sér íbúðarhús, einkakirkju og listaskála og þar er að finna nokkrar höggmyndir eftir hann sem vakið hafa athygli hérlendis sem erlendis. Sífellt fjölgar ferðamönnum sem sækja Selárdal heim. Níels Árni Lund, skrifstofustjóri landbún- aðarráðuneytisins, segir að margir hafi leitað eftir því að fá Selárdal keyptan eða leigðan. Það hefur orðið til þess að ráðherra hefur óskað eftir að undirbúnar verði aðgerðir sem miði að því að gefa fólki kost á að glæða dalinn nýju lífi. Hugmyndin er að auglýsa lóðir til leigu fyrir þá sem vilja byggja sér sumarhús í dalnum eða endurbyggja gömul hús. Leigutakar lóðanna yrðu sjálfir að sjá sér fyrir vatni og rafmagni og öðru því sem fylgir sumarhúsabyggð. Níels Árni segir að ein af forsendum þess að málið gangi upp sé að sveitarstjórn Vesturbyggðar sé því sammála og því hafi erindi þar að lútandi verið sent Vestubyggð til umsagnar. Sömuleiðis er uppi hugmynd um að byggja upp og gera við húsin í Brautarholti og lista- verk Samúels til að forða þessum sérstæðu minjum frá eyðileggingu. Yrði í því sambandi leitað til fleiri aðila um stuðning. Níels ítrekaði að málið væri enn á hugmyndastigi. Áhugi fyrir endurreisn Selárdals Gengur stefnan upp? Í Bændablaðinu 10. febrúar sl. er greint frá skrifum Valgerð- ar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á heimasíðu hennar þar sem hún lýsti því yfir að sala á lambakjöti á erlenda markaði hafi ekki náð árangri og muni ekki ná árangri sem nokkru nemur. Jafnframt er greint frá viðbrögðum Jóhannesar Sigfús- sonar, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda, með yfirskrift- inni; ,,Vona að ráðherranum sé ekki alvara". Ekki ætla ég að svara fyrir ráðherrann en vil benda á að hún er ekki ein um að finnast of lítið koma út úr út- flutningi lambakjöts. Þá er salan til Ameríku ekki undanskilin en hún er af ýmsum talin gefa besta verðið. Þangað fóru ,,ígildi" 180 tonna af dilkakjöti á sl. ári og er þar væntanlega átt við að ekki seljast allir hlutar skrokksins á þeim markaði. Kunningi minn, sem er umsvifamikill í viðskiptum, kom til mín stuttu fyrir jól og í spjalli okkar kom fram það viðhorf hans að sauðfjárbændur ættu að líta til fleiri markaða og benti hann á í því sambandi hvað Ameríkumarkaður tæki við takmörkuðu magni dilkakjöts. Nefndi hann þann möguleika að flytja dilkakjöt í frystigámum til Kína og vinna það þar. Þar væru margar vinnufúsar hendur og kaupgjald lágt jafnframt því að stutt væri í markaði eins og Japan þar sem kaupgeta er mikil. Ekki veit ég hvort þessi hug- mynd gengur upp en brýnt er að leita leiða til að hækka skilaverð í útflutningi dilkakjöts. Á síðasta ári virðist skilaverðið hafa lækkað í 155 kr./kg úr 175 kr./kg 2002 miðað við upplýsingar sem fram komu í Morgunblaðinu fyrir ekki löngu. Ástæða lækkunarinnar er meiri út- flutningsþörf, sem leiddi af sér að hluti útflutnings fór á lakari markaði, svo og styrking krónunnar. Hið lága skilaverð útflutn- ings veldur áhyggjum. Ég fæ ekki séð að þessi stefna gangi upp í ljósi þess að breytilegur kostnaður við framleiðsluna er talinn vera um 200 kr./kg en skilaverð á síðasta ári var aðeins 155 kr./kg eins og áður segir. Þegar útflutningsprósenta er 30 - 40 %, og fátt bendir til að hún fari lækkandi, er ástæða til að endurskoða framleiðslustefnuna. Framleiðsla dilkakjöts til út- flutnings sem skilar ekki breyti- legum kostnaði getur ekki gengið upp, nema sem jaðar- framleiðsla, en það geta 30 - 40 % ekki talist. Því spyr ég: Er ekki tímabært að endurmeta stefnuna? Hjarðarfelli 22. 02. 2004 Guðbjartur Gunnarsson Þegar hópurinn er skoðaður sem heild þá má benda á örfá atriði. Um afurðagetu þá er þetta langöflugasti nautahópur sem nokkru sinni hefur komið úr rannsókn hér á landi. Meðaleinkunn fyrir árganginn í heild er 114 fyrir afurðagetu og mörg nautanna með yfir 120 og tvö þeirra yfir 130 fyrir þann eiginleika. Í öðrum eiginleikum er þessi nautahópur mjög breytilegur, finna má einstaka afbragðsgripi með tilliti til allra eiginleika, sem verið er að meta hjá dætrum þeirra, en hjá mörgum nautum eru einnig augljósir talsverðir veikleikar í einstökum eiginleikum. Þegar þessi hópur er borinn saman við nautin úr árgangnum áður, 1996 nautin, þá er t.d. augljóst að árgangurinn nú hefur þar ekki sömu kosti sem heild með tilliti til júgur- og spenagerðar og mjalta og þar voru, þó að margir kostagripir með tilliti til þessara eiginleika séu í hópnum. Vegna þess hve nautin eru mörg jöfn í heildardómi er farin önnur leið við val á nautsfeðrum en áður. Tvö naut úr hópnum hafa það mikla almenna kosti að þau eru valin sem nautsfeður á líkan hátt og verið hefur. Eru það Teinn 97001 og Stígur 97010. Til viðbótar því er gert ráð fyrir að ná til notkunar tveimum nautum undan hverju af fimm nautum úr þessum hópi, en sérstaklega verða valdar kýr til að sæða með sæði úr þeim í þessum tilgangi. Þetta eru nautin; Bylur 97002, Brimill 97016, Randver 97029, Kubbur 97030 og Hersir 97033. Þar til viðbótar verða sett í almenna dreifingu þrjú úrvalsnaut úr árganginum; Kóri 97023, Stallur 97025 og Þverteinn 97032. Nokkur hópur nauta til viðbótar úr þessum árgangi fékk notkunardóm og eins og bændur þekkja er mögulegt að sérpanta sæði úr þeim nautum óski einhverjir eftir að nota þau. Þar eru þessi naut; Gumi 97003 (104), Sekkur (109), Fákur (106), Nári 97026 (105), Póstur 97028 (104), Brúsi 97035 (108), Tígull 97036 (106), Rosi 97037 (104), Tumi 97039 (110) og Sópur 97040 (106). Talan í sviga er heildareinkunn þessara nauta og eins og lesendur sjá eru mörg þeirra með mjög góðan dóm. Á það skal bent að Nautaskrá mun brátt birtast með ítarlegum upplýsingum um þessi naut. Einnig má benda á að mjög ítarlegt yfirlit um afkvæmarannsókn þessara nauta frá 1997 má finna á Netinu á vef BÍ. Afkvæmadómur fyrir nautin á Nautastöð BÍ sem fædd voru árið 1997 Nú liggja fyrir niðurstöður úr útreikningum á kynbótamati nautanna árið 2004. Á grundvelli þess hefur verið gengið frá afkvæmadómi á þessum nautahópi og í framhaldi þess valin þau naut sem nú koma til notkunar að lokinni afkvæmarannsókn. Hér á eftir verður gerð grein fyrir örfáum atriðum úr niðurstöðunum og stutt grein gerð fyrir þeim nautum sem ákveðið er að komi til almennrar notkunar á frá Nautastöðinni árið 2004. Þegar kemur að afurðagetu þá er þetta langöflugasti nautahópur sem nokkru sinni hefur komið úr rannsókn hér á landi Örstutt umfjöllun um þau naut sem nú koma að nýju til notkunar. Teinn 97001 er frá Akbraut í Holtum. Þetta er síðasti sonur Þráðar 86013 sem kemur úr prófun og móðurfaðir hans er Suðri 84023. Teinn er með 114 í heildareinkunn og dætur hans miklir kostagripir um flesta eiginleika, mjög mjólkurlagnar kýr með hátt efnainnihald í mjólk, en að vísu ber aðeins á heldur veigalitlum kúm að bolbyggingu undan honum. Minnt er á að Teinn var hryggjóttur að lit og þess vegna erfir að jafnaði helmingur afkvæma hans þann lit frá honum. Bylur 97002 er frá Hríshóli í Eyjafjarðarsveit sonur Óla 88002 og Andvari 87014 er móðurfaðir hans. Heildareinkunn Byls er 113. Dætur hans eru mjög öflugar mjólkurkýr og kostagripir um flesta eiginleika, kynbótamat fyrir frjósemi dætra að vísu lágt og dómur um spena aðeins undir meðallagi og nokkuð ber á skapgöllum hjá kúm undan honum. Stígur 97010 er frá Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi og er hann einnig sonur Óla 88002 en móðurfaðir hans Hvanni 89022. Heildareinkunn hans er 122 eða hærri en nokkurs annars nauts hér á landi. Dætur hans eru feikilega mjólkurlagnar og kostagripir um flesta eiginleika. Kynbótamat um gæðaröð er það lang hæsta sem nokkurt naut hér á landi hefur fengið eða 144 og lýsir ef til vill best ótrúlegum kostum dætra hans í augum þeirra bænda sem eiga þessar kýr. Brimill 97016 er frá Eystra- Seljalandi undir Eyjafjöllum og er hann sonur Búa 89017 en móðurfaðir hans er Dálkur 80014. Heildareinkunn hans er 114. Dætur hans eru mjög mjólkurlagnar kýr með góð efnahlutföll í mjólk. Veikleikar koma hins vegar aðeins fram í júgurgerð og dómar um mjaltir og skap hjá dætrum hans sýna nokkurn breytileika í þessum eiginleikum. Kóri 97023 er frá Berustöðum í Ásahreppi. Hann er einnig undan Búa 89017 en Þistill 84013 er móðurfaðir hans. Heildareinkunn hans er 109. Dætur hans eru mjög mjólkurlagnar en efnahlutföll í mjólkinni um meðallag. Þessar kýr fá góðan dóm um mjaltir en fyrir aðra eiginleika nær meðaltali. Stallur 97025 er frá Syðri-Bægisá í Öxnadal sonur Hvanna 89022 og sammæðra Smelli 92028 og á því Bæsa 80019 sem móðurföður. Heildareinkunn hans er 109. Dætur hans eru afurðasamar og mjög jafnar kostakýr. Randver 97029 er frá Egilsstaðakoti í Flóa undan Búa 89017 en móðurfaðir hans Þistill 84013. Randver hefur 114 í heildareinkunn. Dætur hans eru með fádæmum mjólkurlagnar en efnahlutföll í slöku meðallagi í mjólk. Hann fær góðan dóm um skap dætra, en sumar dætur hans eru tæplega nægjanlega veigamiklar kýr að skrokkbyggingu. Kubbur 97030 er frá Neðri-Hól í Staðarsveit undan Þyrni 89001 en móðurfaðir hans er Stúfur 90035. Heildareinkunn hans er 110. Dætur hans eru mjög afurðasamar kýr og snotrar að gerð, aðeins ber á ívíð grófri spenagerð hjá þeim en dómur um mjaltir, gæðaröð og skap mjög góður. Þverteinn 97032 er frá Þverlæk í Holtum sonur Holta 88017 en móðurfaðir hans Þistill 84013. Þverteinn er með 112 í heildareinkunn. Dætur hans eru mjólkurlagnar en próteinhlutfall mjólkur ívíð of lágt. Þetta eru glæsilegar kýr með afbragðsgóðar mjaltir. Hersir 97033 er frá Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi sonur Þyrnis 89001 en móðurfaðir hans er Bassi 86021. Heildareinkunn hans er 114. Dætur hans eru mjög mjólkurlagnar með efnaauðunga mjólk. Þær fá einnig mjög gott mat fyrir frumutölu í mjólk en dómur þeirra um mjaltir og skap er í slöku meðallagi. Upplýsingagrunnur um gönguleiðir á Íslandi Ferðamálaráð Íslands, Ung- mennafélag Íslands og Land- mælingar Íslands hafa undirritað samstarfssamning um gerð og rekstur á upp- lýsingagrunni er lýtur að upplýsingagjöf um lengri gönguleiðir á Íslandi. Lengri gönguleiðir eru skilgreindar í þessu verkefni sem leiðir er tekur a.m.k. tvær klukku- stundir að ganga. Leiðirnar geta verið merktar sem ómerktar. Markmið verkefnisins er að stuðla enn frekar að uppbygg- ingu og aðgengi gönguleiða á Íslandi og hvetja fólk til að ganga um landið og kynnast því þar með á heilsusamlegan hátt. Mikil vakning hefur verið síðustu misseri á útivist og gönguferðum hvort sem um ræðir stuttar heilsubótarleiðir eða skipulagðar nokkurra daga ferðir. 500 hundruð gönguleiðir Ferðafélög og áhugahópar um gönguleiðir víðs vegar um landið hafa unnið mjög gott starf á undanförnum árum t.d. við gerð göngukorta, vefsíðna og merkingar gönguleiða. Ætlunin með þessu verkefni er að þær upplýsingar sem nú þegar eru til verði aðgengilegar almenningi á einum stað á slóðinni http://www.ganga.is og er hugmyndin jafnframt sú að þar inni verði tæmandi upp- lýsingar um allt sem tengist gönguferðum á Íslandi. Áætlað er að opna heimasíðuna 1. maí nk. og að þá verði þar inni upplýsingar um rúmlega 500 gönguleiðir. 23.mars Útkomudagur næsta Bændablaðs. Þarftu að auglýsa? Síminn er 563 0300 Stígur frá Oddgeirshólum www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.