Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 10. mars 2004 Upplag: 11.250 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næstu blöð! maí 11. 25. apríl 6. 27. mars 23. Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá- auglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Vopnfirðingar þakka fyrir sig Þegar hann Þórður Pálsson, frá Refstað, átti leið um Akureyrarflugvöll fyrir skömmu varð hann fyrir því láni að hitta Baldvin í Flugkaffi. Líklega bjargaði Baldvin Þórði frá þeim þjáningum sem gjarnan fylgja hungri, en í pottum Baldvins kraumaði sú besta kjötsúpa sem Þórður hefur fengið - nema náttúrlega hjá Ágústu sinni. Ágústa kom við á ritstjórn Bbl. og sagði að Þórður sinn ætti ekki til orð um gæði súpunnar og liðleg- heit Baldvins, sem trakteraði Þórð á rjómapönnukökum þegar kjöt- súpuátinu lauk. Var á Ágústu að skilja að Þórður hefði ekki verið jafn mettur um árabil. Ágústa hét á allt kvikt sem ætti leið um Akureyrarflugvöll, að koma við í Flugkaffi Baldvins Sigurðssonar og fá kjötsúpu hjá honum. Ekki spillir að Bændablaðið er fáanlegt í títtnefndu Flugkaffi. Hrunarétt stendur á vatns- verndarsvæði og verður að víkja Ákveðið hefur verið að brjóta niður Hrunarétt í Hrunama- nnahreppi og byggja nýja rétt á öðrum stað en nýtt réttarstæði hefur ekki verið ákveðið. Núverandi rétt er hálfrar aldar gömul, steinsteypt. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri, segir að ástæðan fyrir því að ákveðið var að flytja réttina sé sú að hún stendur inn á vatns- verndarsvæði sem til stendur að friða og því þarf réttin að víkja. ,,Hér í Hrunamannahreppi er mikið af heitu vatni en lítið af því kalda og segja gárungar að kalda vatnið hér sé verðmætara en heita vatnið. Þess vegna er ekki hægt að láta fjárrétt standa þar sem loks finnst mikið af góðu köldu vatni," sagði Ísólfur Gylfi. Hann segir málið dálítið viðkvæmt og menn séu ekki búnir að ákveða hvar nýtt réttarstæði verður en nokkrir staðir koma til greina. Landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps er með málið til skoðunar og stefnt er að því að ný rétt verði til staðar næsta haust. Ísólfur Gylfi segir að Hrunarétt sé ekki þess virði að láta hana standa þótt byggð yrði ný rétt annars staðar. Hún er ekki hlaðin heldur steypt og því ekki um merkilegar minjar að ræða. Fíkniefnahundurinn Bassi í Garðyrkjuskólanum Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Tollstjórans í Reykjavík, og fíkniefnahundurinn Bassi heimsóttu nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans nýverið. Þorsteinn Haukur fjallaði almennt um störf Tollgæslunnar, stöðuna á fíkniefnamarkaðnum og hvernig Bassi hefur staðið sig í starfi. Þeir hafa heimsótt öll fermingarbörn síðustu ár og verið með sérstaka fræðslu fyrir þau en hún fer yfirleitt fram í kirkjum landsins. Eftir fundinn gaf Þorsteinn Haukur öllum viðstöddum nýjan margmiðlunardisk sem hefur að geyma fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Heimsóknin tókst frábærlega en það var Bassi sem stal senunni eins og svo oft áður þar sem þeir Þorsteinn Haukur koma saman. Hundurinn er sjö ára gamall og hefur reynst sérstaklega vel í sínu starfi. Bassi lét fara vel um sig í matsal skólans í tollgæslubúningnum. Bændablaðsmynd: MHH Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá heimsókn Bændablaðsins á sýningu danskra loðdýra- bænda í Herning í Danmörku. Tvennt stendur upp úr þeirri heimsókn. Annars vegar hagkvæmur rekstur á fóðurstöðvum - og þar af leiðandi lágt fóður- verð og hins vegar skilningur danskra bænda á nauðsyn samvinnu til að ná niður kostnaði. Lægra fóðurverð er hérlendri loðdýrarækt lífsnauðsyn og samvinna um kaup og rekstur á tækjum er það líka. Athygli vakti að dönsk loðdýrabú stækka stöðugt og tæki og tól, sem bændur nota í rekstrinum, verða sömuleiðis stærri og öflugri - og dýrari. Danskir loðdýrabændur hafa ekki aðeins sameinast um rekstur fóðurstöðva heldur hafa þeir líka stofnað skinnaverkunarfyrirtæki sem vinna hundruð þúsunda skinna með mannskap sem kann til verka. Stærð þessara fyrirtækja gerir það að verkum að hægt er að þjálfa mannskap enda er verkun af þessu tagi ekki á allra færi. Hún krefst þekkingar og færni sem reynslan ein getur gefið. Framleiðsla Íslendinga á loðdýraskinnum nemur aðeins um 150 þúsund minkaskinnum eða því sem Danir telja eðlilegt að passi í eina verkunarstöð! Íslensku bændur- nir sögðu líka að nú væri kominn tími til að endurskoða þennan þátt loðdýraræktarinnar með það fyrir augum að koma á meiri hag- ræðingu. Loðdýrabóndi sem Bændablaðið ræddi við sagði: "Við loðdýrabændur eigum ekki að sinna öllum þeim verkum sem til falla á búum okkar. Við eigum að sinna dýrunum og vera fagmenn í þeim þætti en fagmenn eiga að sinna öðru eins og til dæmis skinnaverkuninni. Hættan er sú að okkur takist ekki vel upp á öllum sviðum sem síðan komi fram í lægra verði fyrir skinnin." Liðin er tíð einyrkjans sem gerði allt á búi sínu. Umhverfismál eru Dönum hugleikin og á fundum í Herning var m.a. rætt um leiðir til að draga úr útskolun á köfnunarefni og fosfór en í minkaskít er mikið af þessum efnum. Auknar kröfur gera það að verkum að margir bændur sjá fram á að þurfa að fækka dýrum eða verða sér úti um meira land til að dreifa á minkaskít. Einn aðalfosfórgjafinn er fiskur. Þess má geta að Danir hafa keypt um 20 þúsund tonn af fisk- beinum frá Íslandi á ári og það er ekki órökrétt á álykta sem svo að þeir muni draga úr kaupum á fiskbeinum á næstu árum - en það gæti aftur leitt til lægra verðs til Íslendinga sem nota tæp sex þúsund tonn. "Við eigum að framleiða fleiri skinn, en við eigum mikið af slátur- og fisk- úrgangi sem við getum nýtt til að skapa atvinnu og tekjur fyrir landi," sagði Einar Einarsson, ráðunautur í loðdýrarækt. Verð á fóðri er sá þáttur sem þarf að ná niður. Næstu skref stjórnvalda - og loð- dýrabænda sjálfra - geta ráðið úrslitum varðandi framtíð greinarinnar en ljóst er að of hátt fóður- verð mun hægt og bítandi draga lífsandann úr loðdýraræktinni. Skortur á samvinnu getur líka orðið banabiti. Um leið og loðdýrabændur biðla til ríkis- valdsins um ákveðnar aðgerðir þurfa þeir að sjálfsögðu líka að sýna í verki ákveðinn vilja til hagræðingar í greininni. Ef marka má þá strauma sem nú ríkja í loðdýrarækt þá er fullur vilji til þess meðal loðdýrabænda að vinna saman sem einn maður. Það eitt út af fyrir sig er ánægjuefni, enda er samvinna líklegust til að geta fleytt bændum inn í framtíðina. /ÁÞ. Samvinna danskra loðdýrabænda vekur athygli Bændasamtök Íslands hafa nú fengið nýja forystusveit sem mun leiða samtökin næsta kjörtímabil. Á forsíðu blaðsins er frá því greint að Haraldur Benediktsson hafi verið kjörinn for- maður, en blaðið fór í prentun áður en ljóst var hvaða einstaklingar völdust í stjórn Bændasam- takanna. Um leið og Bændablaðið kveður gömlu stjórnina - og ekki síst formanninn, Ara Teitsson, - sem nú hverfur af vettvangi eftir að hafa leitt Bændasamtökin í níu ár, býður það nýjan formann og nýja stjórn velkomna til starfa. “Samtök bænda reka starfsemi bændum til hagsbóta. Kynbótastarf búfjárræktarinnar er þannig rekið á félagslegum grunni. Tryggð eru hagstæðustu notendagjöld á hverjum tíma. Mikilsverð þjónusta er á sviði ráðgjafarþjónustu í landbúnaði. Búnaðarþing undanfarinna ára hafa mótað stefnu í þessum málaflokki sem rétt er vinna eftir áfram. Ráðgjafaþjónustan verður á hverjum tíma að taka mið af þörfum bænda. Henni má ekki stjórna með svipu þeirra sem telja sig leggja mest til hennar á hverjum tíma. Búnaðargjald sem til hennar rennur á fyrst og fremst að skoðast sem niðurgreiðsla á þjónustu. Félagskerfi okkar er orðið margskipt og flókið og gæti verið skilvirkara. Hagsmunir okkar eru í raun að verja stöðu íslensks landbúnaðar, hverju nafni sem hann nefnist. Ef skoðuð er þróun hjá öðrum félagasamtökum í landinu þá eru þau á annan veg. Verkalýðsfélög sameinast, atvinnurekendur sameinast og svo framvegis. Okkur er mikilvægt að bændur finni fyrir sinni stéttarvitund. Bændasamtök verða að efla með öllum hætti félagslega ábyrgð bænda. Samstaða okkar ræður. Bændasamtökin mega aldrei láta það fyrir sig koma að láta afl fjármuna hafa áhrif á félagslega framvindu. Við verðum að styðjast við mátt heildarinnar með trú á framtaki bóndans,” sagði Haraldur í grein sem hann ritaði og birtist fyrir skömmu í Bændablaðinu. Nýr formaður Að frumkvæði jafnréttisnefnd- ar BÍ hefur eftirfarandi verið tekið saman um mun á hjúskap og sam- búð þegar að eignaskiptum kemur við hjúskapar- eða sambúðarslit eða andlát. Eftirfarandi texti byggir að stofni til á bæklingi Lög- fræðiþjónustunnar ehf. um hjóna- skilnaði og sambúðarslit og bók Guðrúnar Erlendsdóttur, Óvígð sambúð frá 1988. Hjúskapur Meginreglan er að öll verð- mæti sem annað hjóna kemur með í hjúskap eða eignast meðan á hjú- skap stendur verða hjúskapareign þess. Hvort hjóna ræður yfir eign sinni. Skylt er þó að leita sam- þykkis hins vegna tiltekinna ráð- stafana á íbúðar- og atvinnuhús- næði. Aðalreglan er að hvort hjóna ber aðeins ábyrgð á eigin skuldbindingum en ekki skuldum hins. Heimilt er að gera eignir að séreign annars hjóna með kaup- mála. Um hann gilda ákveðnar formreglur og þarf að skrá hann og þinglýsa ef um fasteign er að ræða. Mun hærra stimpligjald er tekið af kaupmála sem gerður er eftir að stofnað er til hjúskapar en fyrir. Meginreglan við eignaskipti við hjónaskilnað er helmingaskipta- reglan. Þá þarf að kanna hjú- skapareign og skuldir hvors um sig og skipta hreinni eign til helminga. Séreign kemur ekki til skipta. Sem dæmi ef hrein eign A er 3 millj. kr og skuldir B nema 1 millj. umfram eignir kemur aðeins hrein eign A til skipta. A fær þá 1,5 millj. kr en B 0,5 millj kr. (1,5 milllj að frádreginni 1 millj. í skuld) Verði deilur um eignaskipti er hægt að óska eftir opinberum skiptum. Óvígð sambúð Engin heildarlöggjöf er um réttarstöðu fólk sem býr í óvígðri sambúð og nýtur hún lítillar réttarverndar miðað við hjúskap. Lagalega er sambúðarfólk fjárhagslega sjálfstætt og óháð hvort öðru. Við slit óvígðrar sambúðar tekur hvor aðili það sem hann á. Verði deilur milli sambúðaraðila um eignaskipti er unnt að óska eftir opinberum skiptum. Ekki er um að ræða lögbundinn erfðarétt milli sambúðarfólks og eftirlifandi sambúðaraðili á enga kröfu á helmingaskiptum líkt og ef um hjúskap hefði verið að ræða. Mikilvægt er fyrir sambúðarfólk að gera skrá yfir þær eignir sem hvort um sig á, bæði þá hluti sem þau komu með í sambúðina og þá sem þau eignast á sambúðar- tímanum fyrir kaup, arf, gjöf eða á annan hátt. Skrá gerð á þeim tíma sem kaup voru gerð hefur visst leiðbeiningargildi og getur skipt máli við skipti á búi sambúðarfólks, svo og við fjárnám eða gjaldþrotaskipti hjá sam- búðaraðila. Slík skrá getur í þeim tilvikum haft sönnunargildi. Hafi báðir sambúðaraðilar lagt fram peninga til kaupa á eignum þá eru báðir eigendur í samræmi við það. Helstu vandamálin koma upp þegar einungis annar aðilinn vinn- ur fyrir tekjunum. Engin helmingaskipti eru við slit sambúðar. Sambúðarfólk getur gert samn- ing um fyrirkomulag fjármála og er þá gjarnan tilgreint hvaða eignir og skuldir hvor aðili tók með sér í sambúðina, hvernig skuli leggja til reksturs heimilisins og fara með eignamyndun sbr. að ofan. Sambúðarfólk ætti einnig að huga að gerð erfðaskrár ef það telur eðlilegt að langlífari aðili öðlist rétt til arfs. Hjónaskilnaðir og sambúðarslit

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.