Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. mars 2004 9 Fjós eru okkar fag Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Weelink - fóðrunarkerfi Ametrac - innréttingar í fjós Promat og AgriProm - dýnur Zeus og Appel - steinbitar Dairypower - flórsköfukerfi PropyDos - súrdoðabrjóturinn Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur Uno Borgstrand - loftræsting Ivar Haahr - opinn mænir Lynx - eftirlitsmyndavélar Carfed - plastgrindur í gólf Í tengslum við sýninguna Matur 2004 fór fram fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna. Í keppnina í ár bárust alls 170 vörur frá 38 kjöt- iðnaðarmönnum. Titilinn kjötmeistari Íslands hlaut Elvar Óskarsson hjá Norð- lenska matborðinu og fengu vörur hans 298 stig af 300 stigum mögu- legum sem er frábær árangur en hann var að vinna titilinn í þriðja skipti. Athyglisverðasta nýjung keppninnar var Víkingasulta frá Jóni Þorsteinssyni hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ekki er vitað til að hliðstæð vara að hafi sést áður en hún byggist á því að notað mjög óhefðbundið hráefni sem er nautaristill sem fylltur er með nautalifrakæfu. Verðlaun búgreinafélaga Búgreinafélögin eru samstarfs- aðilar og veittu þau hvert um sig sérstök verðlaun. Landsamband kúabænda veitti verðlaun fyrir besta áleggið úr nautakjöti og varð Jóhann Gunnar Guðmundsson hlutskarpastur með kálfapate með rifsberjahlaupi. Landssamtök sauðfjárbænda veittu þeim kjötiðnaðarmanni verðlaun sem flest stig hlaut fyrir innsendar vörur úr lambakjöti. Sigurvegari í ár var Arnar Guð- mundsson hjá Norðlenska mat- borðinu. Félag kjúklingabænda veitti sérstök verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr alifuglakjöti og var Sigurður Árni Geirsson frá Reykjagarði hlutskarpastur með jurtakryddaða lifrakæfu. Svínaræktarfélag Íslands veitti verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr svínakjöti og sigraði Elvar Óskarsson frá Norðlenska matborðinu með "Bratwurst". Kjötframleiðendur hf. verð- launuðu fyrir bestu vöruna unna úr hrossa- eða folaldakjöti og bar Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands sigur úr býtum með Öl-Krás. Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, útnefnir Elvar Óskarsson, kjötmeistara Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem Elvar nær þessum árangri. Smáaugýsingar Bændablaðsins 563 0300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.