Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 10. mars 2004 27 Fram-Ræktun, hrossaræktarráðstefna Í tilefni 100 ára afmælis Hrossaræktarfélags A-Landeyja hefur stjórn félagsins ákveðið að boða til opinnar ráðstefnu um sögu og þróun hrossaræktar föstudaginn 19. mars í Gunnarshólma, A-Landeyjum. Kl. 13.00 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, setur ráðstefnuna. Kl. 13.15 Bergur Pálsson, formaður Hrossaræktarfélags A-Landeyja flytur erindi sem hann nefnir Saga og þróun starfs Hrossaræktarfélags A-Landeyja. Kl. 13:45 Um sögu töltsins. Björn Kristjánsson, forstöðumaður söguseturs íslenska hestsins. Kl. 14.15 Þróun dómsaðferða og dómsskala kynbótahrossa í gegnum tíðina Kristinn Hugason, fyrrv. landsráðunautur í hrossarækt. Kl. 14.45 Ættfeður íslenska hestakynsins. Þorvaldur Kristjánsson, kynbótadómari og M.sc. nemi við LBH. Kl. 15.15 Kaffihlé Kl. 15.45 Stiklur úr landsmótum frá upphafi Kl. 16.15 Horft til framtíðar. Ágúst Sigurðsson, landsráðunautur í hrossarækt. Kl. 16.45 Ráðstefnuslit. Skipuleggjendur ráðstefnunnar biðja áhugasama um að skrá sig til þáttöku sem fyrst, en það má gera á tvo vegu: Á veraldarvefnum með sérstöku skráningarformi á heimasíðu Búnaðar-sambands Suðurlands, slóðin www.bssl.is. Með tölvupósti eða símtali við Berg í síma 894-0491 (holmahj@bakkar.is) eða Pétur Halldórsson, ráðstefnustjóra í síma 862-9322 (petur@bssl.is) Ráðstefna föstudaginn 19. mars í Gunnarshólma, A-Landeyjum Landbúnaðarráðuneytið gekkst í síðustu viku fyrir ráðstefnu um framfarir og þróun í hrossarækt og hestamennsku þar sem horft var til ýmissa átaksverkefna á vegum ráðuneytisins undanfarin fjögur ár. Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra, setti ráðstefnuna, en síðan tóku til máls fulltrúar hinna ýmsu verkefna. Sveinbjörn Eyjólfsson, stjórnarformaður, og Ingimar Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Hestamiðstöðvar Ís- lands í Skagafirði gerðu grein fyrir verkefnum HmÍ og röktu stærstu mál er það verkefni varðar, auk þess sem Björn Kristjánsson frá Sögusetri íslenska hestsins kynnti setrið. Einnig tók til máls Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frá Íþróttasambandi fatlaðra sem talaði um samstarf ÍF og HmÍ og sagði hún stuðning Hestamið- stöðvarinnar við reiðþjálfun fatlaðra hafa skipt sköpum og komið þeim málum á góðan rek- spöl sem nauðsynlegt væri að fylgja eftir. Árni Gunnarsson frá Leiðbeiningarmiðstöðinni ehf. á Sauðárkróki sagði HmÍ hafa áorkað miklu og tvímælalaust haft jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu. Lítillega var rætt um næstu skref þar sem þessu verkefni lýkur á árinu og kynnti Ingimar m.a. hugmyndir um svokallaðan “hestafulltrúa Skagafjarðar.” Ágúst Sigurðsson kynnti svo starfsemi átaksverkefnis í hesta- mennsku og gagnagrunninn WorldFeng í forföllum Jóns Bald- ur Lorange. Jónas Kristjánsson fjallaði um rekstur og ritstjórn tímaritsins Eiðfaxa en þar hefur orðið viðsnúningur í rekstrinum á einu ári, frá tugmilljóna tapi yfir í hagnað upp á u.þ.b. fjórar milljónir. Víkingur Gunnarsson kynnti knapamerkjakerfið svo- kallaða, sem er stigskipt námsefni í reiðmennsku og að lokum tók Ágúst aftur til máls og sagðist telja átaksverkefnið hafa komið miklu til leiðar, en enn væri þó fjöldi brýnna verkefna sem biði og hestamenn mættu ekki slá af. Umboðsmaður íslenska hests- ins, Jónas R. Jónsson, var for- fallaður, en í hans stað kynnti Hákon Sigurgrímsson úr land- búnaðarráðuneytinu starf umboðs- mannsins og þar á eftir kynnti Skúli Skúlason skólameistari Há- skólans á Hólum stefnu skólans og framtíðarsýn á sviði hrossaræktar og hestamennsku. Nokkrar umræður spunnust um verkefnin og voru flestir á því að þau hefðu skilað góðum árangri og tók landbúnaðarráðherra undir það og sagði þau hafa skilað mun meiru en hann hefði þorað að láta sig dreyma um. Að lokum tók Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra til máls þar sem hann hvatti hestamenn til dáða á öllum sviðum, þeir skyldu leitast við að vera sjálfstæðir og láta einka- framtakið njóta sín. /HGG Umtalsverður árangur af átaksverkefnum í hrossarækt og hestamennsku Jónas Kristjánsson, ritstjóri Eiðfaxa, sat á milli þingmannanna Önnu Kristínar Gunnarsdóttur (t.v.) og Drífu Hjartardóttur. Á fundinum kom fram að rekstur Eiðfaxa undir stjórn Jónasar gengur nú vel. /Bbl. HGG Sturtuvagnar og stálgrinda- hús frá WECKMAN Sturtuvagnar Einnig þak- og veggstál. Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 Sími: 588 1130 Fax: 588 1131

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.