Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 6. júlí 2004 Upplag: 11.500 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næstu blöð! Sept. 14. 28. ágúst 31. Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá- auglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Bjóðast ekki neytendum ódýrar, innfluttar búvörur? Við aðild að ESB yrði innflutningur búvara gefinn frjáls og þær yrðu ódýrari. Jafnframt yrði stórfelldur samdráttur í innlendri framleiðslu búvara, bæði hjá bændum og vinnslustöðvum og þar með samdráttur í landsframleiðslu. Að vísu er talið að framleiðsla lambakjöts gæti staðist samkeppnina. Um framleiðslu mjólkur og þá einkum smjörs- og osta gegnir öðru máli. Bændasamtökin hafa bent á að 25-50% mjólkurframleiðslunnar yrði í verulegri hættu ef Ísland gengi í ESB og jafnframt legðist svínakjöts-, kjúklinga- og eggjaframleiðsla af að mestu. Afleiðingin yrði verulegt atvinnuleysi í sveitum og bæjum sem byggja afkomu sína á vinnslu búvara og samdráttur í landsframleiðslu. Á móti gætu komið einhverjir styrkir frá ESB. En ólíklegt er að þeir nægðu til að bjarga atvinnugreininni frá hruni enda verður stóraukin ásókn í landbúnaðarstyrki við stækkun ESB til austurs. www.fullveldi.is Flókið kerfi matarskatta Í leiðara Morgunblaðsins þriðjudaginn 20. apríl 2004 kemur eftirfarandi fram, sem segir kannski mörg orð um hversu kynlegar niðurstöður það getur leitt af sér að hafa svo flókið kerfi matarskatta sem raun ber vitni: „Vatn á flöskum ber 24,5% virðisaukaskatt en sykraðir goslausir svaladrykkir 14%. Virðist lítið vit í því. Enn minni skynsemi virðist í að kakó, sem mælt er með að blandað sé út í heita mjólk sé skattlagt öðruvísi en kakó, sem mælt er með að blandað sé út í kalda mjólk. [...] Meira að segja kartöflumús er mismunað, ef hún er í flögum ber hún engin aðflutningsgjöld en kartöflumús í dufti ber 14 króna kílógjald.“ www.politik.is Verða hér ein til tvær blokkir ráðandi á flestum sviðum atvinnulífsins Líklega er mikilvægara nú en nokkru sinni að fylgja eftir leikreglum um markaðinn. Við heyrum reglulega gagnrýni á fjármálastofnanir þar sem þær eru sakaðar um beina hlutdeild í uppkaupum fyrirtækja, sundurliðun þeirra og endursölu bútanna – í því skyni eingöngu að fjárfestar hagnist. Við fylgjumst líka með samruna fyrirtækja og yfirtöku. Þekktir aðilar úr atvinnulífi draga sig í hlé og ný nöfn taka við. Menn missáttir. Þetta eru átök á hinum nýja og frjálsa markaði þar sem dugmiklir viðskiptamenn keppast um að hreiðra um sig á vellinum. Réttilegur ótti margra snýr að tilhneigingu einstakra "blokka" til að skipta íslenskum neytendamarkaði á milli sín. Því miður sjáum við vaxandi að 1-3 fyrirtæki hreinlega eigi markaðinn – hafa skipt honum á milli sín. Haldi sú þróun áfram munum við sjá hér 1-2 blokkir ráðandi á flestum sviðum atvinnulífsins. Það er ekki sú virka samkeppni sem þarf að vera til staðar. Það er fákeppni og mun skaða hagsmuni neytenda og þjóðarinnar í heild. Hjálmar Árnason, þingmaður, á heimasíðu sinni. Útflutningur á landbúnaðarafurðum er mögulegur - en hann krefst samvinnu og skipulagningar. Það er staðreynd að bændur fá til dæmis æ meira greitt fyrir útflutning á dilkakjöti og þrátt fyrir ótal varnagla er ekki annað að sjá en verðið muni hækka. Hið sama gæti gerst í öðrum greinum ef rétt er á málum haldið. Íslenskar landbúnaðarafurðir eiga að vera munaðarvara sem aðeins eiga að sjást í dýrum verslunum ytra. Útflutningur landbúnaðarvara er mál sem bændur eiga að láta sig skipta og hafa áhrif á. Með fullri virðingu fyrir afurðasölufyrirtækjum í landbúnaði þá ber forystu bænda að koma að málum enda miklir hagsmunir í húfi. Þó að útflutningur sé hér gerður að umræðuefni þá skal fram tekið að innanlandsmarkaðurinn er að sjálfsögðu mikilvægasti markaður bænda. Bændasamtök Íslands hafa lýst því yfir að það verði að koma á fót útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Í landinu er til veruleg þekking á erlendum mörkuðum, viðskiptasambönd og reynsla af útflutningi sem oft var aflað með verulegri fyrirhöfn og fjármunum. En þessi þekking dreifist of víða - hún er frekar skipulagslítil og það er áhyggjuefni. Nokkrir aðilar stunda útflutning á landbúnaðarafurðum og það vekur athygli að þeir hafa yfirleitt ekki haft gæfu til að vinna náið saman. Þeir sem koma nálægt útflutningsmálum hafa yfirleitt vart tíma eða fjármuni til að halda utan um vinnu sína og þekkingu. Ef einstaklingur í þessum geira hverfur á brott fer hann yfirleitt með mikla og nánast óbætanlega þekkingu. Hvort sem við horfum til útflutnings á kjöti, lifandi hestum, heyi eða hrútasæði ætti skilyrðislaust að halda utan um slíkt starf með markvissum hætti. Auðvitað er best að þeir sem málið varðar finni það upp hjá sjálfum sér að vinna saman. Slíkt er jafnan affarasælast. Hins vegar mega bændur ekki láta eins og þeim komi útflutningsmálin ekkert við. Þau eru hluti af fjöreggi bænda. Þeir fjármunir sem bændur á einn eða annan hátt leggja til markaðsstarfs - auk þess sem hið opinbera kemur með - nýtist best á sameiginlegum vettvangi. Hvernig má það vera að Nýsjálendingar hafa einungis einn farveg fyrir sinn útflutning en við með okkar 2000 tonn af lambakjöti höfum marga útflutningsaðila? Eins er okkur til vansa að hægt er að þrátta um hvað sé raunverulega verið að flytja út og fyrir hvað. Verð á matvöru Öðru hverju hefja fjölmiðlar - með dyggum stuðningi Neytendasamtakanna - umræðu um matvöruverð og verður tíðrætt um íslenskar landbúnaðarafurðir. Að sjálfsögðu er það jákvætt þegar fjölmiðlarnir fjalla um þessi mál en einfaldur samanburður matarverðs á milli landa er alltaf varasamur. Hið sama gildir um launakjör. Það vekur athygli að á sama tíma og rætt er um matarverð hér og t.d. í Póllandi - sem nýlega gekk í Evrópusambandið - er ekki stafkrókur um almenn lífskjör. Þegar Danmörk er borin saman við Pólland í þessu tilliti fara frændur okkar illa út úr samanburðinum enda eru lífskjör engan hátt sambærileg. Þegar rætt er um matarverð eiga ábyrgir fjölmiðlar að geta þess líka hve lengi almenningur er að vinna fyrir matarkörfunni eða hve háu hlutfalli af heimilistekjum er varið til matarkaupa. Fær einhver séð hvernig hægt er að hafa íslensk launakjör og t.d. pólskt verðlag? Vandamálið væri raunverulegt ef við værum með íslenskt verðlag jafnhliða slökum lífskjörum - en það erum við ekki. Stjórnvöld hyggjast nú lækka skatta. Þessar fréttir eru gleðiefni því skattalækkun kemur nafnt niður og engin leið er jafn góð til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna - auk þess að treysta innlenda framleiðslu. Bændur bíða átekta eftir því að ríkisstjórnin efni loforð sitt hvað þetta varðar. /H.Ben. Leiðarinn Smátt og stórt Útflutningsmálin og útflutningsmiðstöð Á málstofu til heiðurs dr. Stefáni Aðalsteinssyni flutti Jónatan Hermannson, jarðræktarfræðingur og tilraunarstjóri Korpu, erindi um sögu gulrófunnar á Íslandi. Hér á eftir fer samandregið yfirlit úr erindi hans. Gulrófan Brassica napus er manngerð tegund og fyrirfinnst ekki villt. Hún er til orðin við samruna tegundanna næpu Brassica campestris og garðakáls Brassica oleracea. Tegundirnar eru náskyldar og báðar strandplöntur. Garðakál er upprunnið í Miðjarðarhafsfjörum en næpan við Atlantshaf og við Eystrasalt. Samruni tegundanna mun hafa átt sér stað í einhverjum kálgarði í Svíþjóð, bæði er rófan kennd við það land á sumum tungumálum og þar var hennar fyrst getið í rituðu máli. Það var árið 1538. Gula litinn fékk rófan reyndar ekki fyrr en um 1820. Hann ræðst af einum víkjandi erfðavísi og gæti hafa komið fram við stökkbreytingu. Ekki spurðist til gulrófunnar á Íslandi fyrr en seint og um síðir enda fór lítið fyrir garðrækt á Íslandi fyrr á öldum. Næpur eru þó nefndar nokkrum sinnum í heimildum frá 18. öld. Á þeirri öld er líka minnst á gulrófuna í fyrsta sinn hérlendis. Magnús Ketilsson sýslumaður í Búðardal hlýtur að eiga við hana þegar hann nefnir kálrætur í bæklingi sínum um ræktunartilraunir frá 1779. Garðrækt fór vaxandi á fyrri hluta 19. aldar og um 1850 voru heimilisgarðar á flestum bæjum. Garðrækt hnignaði svo aftur í harðindunum á síðari hluta aldarinnar. Tímamót urðu svo aftur 1882 þegar Hans Schierbeck var skipaður landlæknir og settist að í Reykjavík. Auk þess að vera læknir var hann lærður garðyrkjumaður og hóf þegar tilraunir með korn- og matjurtarækt. Schierbeck lagði kapp á að fá rófufræ úr norðanverðum Noregi. Þaðan fékk hann Þrándheimsgulrófuna og þótti hún bera af öðrum rófum. Eftir að hún hafði verið ræktuð hér með úrvali um eða innan við 10 kynslóðir var talið að kominn væri fram íslenskur stofn, eins konar staðbrigði af Þrándheimsrófunni. Sú rófa fékk nafnið Íslenska gulrófan nálægt aldamótunum 1900 og bar það með sóma í meira en hálfa öld en glataði því síðan. Hún er enn til og er kölluð Ragnarsrófa. Árið 1948 var gerð leit að staðbundnum rófustofnum á landinu og þeir bornir saman á Varmá. Einn þeirra reyndist bera af öllum öðrum. Sá var frá Kálfafelli í Fljótshverfi og var þegar tekinn til ræktunar. Á fáum árum náði sú rófa nafninu Íslenska gulrófan. Hún var ræktuð til fræs erlendis kynslóð eftir kynslóð óvarin fyrir aðfrjóvgun. Við það glataði hún sérkennum sínum á tiltölulega fáum árum. Árið 1984 var aftur gerð leit að heimaræktuðum rófum víða um land. Þá fundust 13 staðbundnir stofnar. Þetta safn var reynt í tilraunum á Korpu og síðan komið fyrir í Norræna genbankanum. Meðal þessara 13 stofna var ómengað fræ af Kálfafellsrófunni úr Fljótshverfi, að þessu sinni frá Maríubakka. Nú er rófan kennd við þann bæ. Árið 2000 bar Gert Poulsen hjá Norræna genbankanum saman DNA-fingraför 47 rófustofna sem þar eru varðveittir, þeirra á meðal 11 íslenskra. Í ljós kom að fæstir hinna íslensku stofna höfðu nokkra sérstöðu og voru aðeins lítið breyttar greinar af þekktum erlendum yrkjum. En Maríbakkarófan bætti það upp og reyndist alveg einstök í þessum hópi og taldi ekki til skyldleika við nokkurn rófustofn á Norðurlöndum. Uppruni þessa rófustofns úr Fljótshverfi er þar að auki dularfullur en það er kostur við þjóðlegan nytjastofn. Kálfafells-/Maríubakkarófan er svo til komin að Helgi Bergsson á Kálfafelli, þá unglingur, fann staka rófu í garði vorið 1903 og ræktaði af henni fræ svo og af afkomendum hennar ár eftir ár alla sína búskapartíð. En hvernig rófan var upphaflega í garðinn komin veit enginn. Saga gulrófunnar á Íslandi í fáum orðum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.