Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 6. júlí 2004 25
bændur. Eina skilyrði
Úrvinnslusjóðs er að sá aðili sem
sveitarfélagið semur við sé skráður
þjónustuaðili hjá Úrvinnslusjóði.
VOG 1 er til að sjá hvað berst
til þjónustuaðila frá bændum í
hverju héraði. Ekki er ætlunin að
vigta plast frá hverjum bónda
heldur einungis plast af heilum
svæðum.
VOG 2 sýnir hve miklu
þjónustuaðili skilar til ráðstöfunar-
aðila. Úrvinnslusjóður greiðir
þjónustuaðilanum gegn vigtarseðli
og móttökuyfirlýsingu frá skráð-
um ráðstöfunaraðila.
Hvorki sveitarfélag né bóndi fá
greiðslu frá Úrvinnslusjóði en
sveitarfélagið gæti lækkað sorp-
hirðugjöld bænda, vegna greiðslu
Úrvinnslusjóðs til þjónustuaðila.
LEIÐ 3
SVEITARFÉLÖG REKA
SÖFNUNARSTÖÐVAR SEM
BÆNDUR SKILA TIL -
VERKTAKAR SÆKJA PLAST
TIL SÖFNUNARSTÖÐVA
Sveitarfélög reka söfnunar-
stöðvar víðs vegar um landið. Þar
er tekið á móti úrgangi frá ein-
staklingum og lögaðilum sam-
kvæmt nánari reglum þar um.
Stöðvarnar eru ýmist mannaðar
eða ómannaðar. Sveitarfélögin
hafa þá skyldu á herðum að taka
við heyrúlluplasti frá þeim bænd-
um sem óska eftir að losna við
plastið í söfnunarstöð. Á söfnunar-
stöðvum er mótteknu heyrúllu-
plasti haldið til haga flokkuðu frá
öðru sorpi og geymt uns þjónustu-
aðili Úrvinnslusjóðs tekur það.
Hugsanlega verður þar gerður
greinamunur á endurnýtanlegu
plasti og ekki endurnýtanlegu.
"Þjónustuaðili" er hver sá sem
safnar plasti og kemur því til end-
urnýtingar eða förgunar. Dæmi-
gerður þjónustuaðili gæti verið
gámaþjónustufyrirtæki, sorphirðu-
fyrirtæki eða verktaki sem hefur
yfir að ráða flutningatækjum.
Þjónustuaðilinn semur við söfnun-
arstöðvar sveitarfélaga, sér um
flutning heyrúlluplasts frá þeim,
flokkar, (for)vinnur og kemur
síðan (for)unnu heyrúlluplasti til
ráðstöfunaraðila sem endurnýtir
plastið eða urðar ef það er ekki
hæft til endurnýtingar.
Þjónustuaðili vigtar plast frá
söfnunarstöð(vum) hvers sveitar-
félag (VOG 1). Þessi vigtun er
grundvöllur greiðslu Úrvinnslu-
sjóðs til sveitarfélagsins fyrir
þjónustu þess í söfnunarstöðinni.
Þjónustuaðilinn forvinnur
hugsanlega plastið, t.d. með því að
bagga það, og kemur því til ráð-
stöfunaraðila sem endurnýtir það.
Ráðstöfunaraðilinn gefur úr
mótttökukvittun og vigtarnótu
(VOG 2) sem þjónustuaðilinn
framvísar hjá Úrvinnslusjóði - og
fær þjónustuaðilinn þá greiðslu
fyrir.
Þjónustuaðilinn greiðir ráð-
stöfunaraðilanum fyrir móttökuna.
Úrvinnslusjóður greiðir sveit-
arfélaginu fyrir aðstöðu í söfnun-
arstöð samkvæmt upplýsingum frá
þjónustuaðila (VOG 1)
Bóndinn ber kostnað af sinni
heimavinnu og af flutningi plastsins
til söfnunarstöðva sveitarfélags.
ÝMIS ÁKVÆÐI OG SKYLDUR -
ÓHÁÐ HVAÐA LEIÐ ER
VALIN
Allir þjónustuaðilar, allir ráð-
stöfunaraðilar og þeir bændur, sem
vilja skila beint til ráðstöfunar-
aðila, sækja um til Úrvinnslusjóðs
og undirgangast tilheyrandi skil-
mála. Umsóknin og afgreiðsla
hennar hjá Úrvinnslusjóði er um-
sækjendum að kostnaðarlausu.
Vogir 1 geta verið hjá þjónu-
stuaðilum og vogir 2 hjá ráð-
stöfunaraðilum. Einnig geta þessar
vogir verið næsta hafnarvog eða
önnur löggilt vog sem aðilar verða
ásáttir um að nota.
Bændur sem notendur/kaup-
endur heyrúlluplasts greiða úr-
vinnslugjald sem innifalið er í
verði plastsins (opinberum gjöld-
um af því). Það er því hagur
bænda að kostnaður við förgun
plastsins haldist sem lægstur þar
sem úrvinnslugjaldinu er ætlað að
standa undir þessum kostnaði.
Til að gera endurnýtingu
mögulega er mikilvægt að bændur
gangi vel um plast sem fellur til
hjá þeim. Mikilvægt er að hreinsa
plastið sem best (hrista vel) eftir
að það hefur verið tekið utan af
heyinu og lágmarka þannig það
hey sem eftir verður í plastinu.
Allir aðskotahlutir, svo sem jarð-
vegur, timburbútar, málmhlutir
eða baggabönd, gera endurvinnslu
dýrari. Flutningur og öll með-
höndlun á leið frá bónda til ráð-
stöfunaraðila verður ódýrari ef
búið er að setja notaða heyrúllu-
plastið í t.d. áburðarsekki eða ef
búið er að rúlla því saman og
binda það inn eins og hey í
heyrúlluplast.
Þjónustuaðili sér um að taka
plast sem safnast hefur á söfnunar-
stöðvum sveitarfélaga og koma
því til viðurkennds ráðstöfunar-
aðila. Hann undirgengst skilmála
Úrvinnslusjóðs þar sem m.a. kem-
ur fram hvaða landssvæði hann
hyggst þjóna. Hann hefur þær
skyldur að losa að lágmarki árlega
hjá hverri söfnunarstöð viðkom-
andi landssvæðis en einnig ef
óskað er tíðari losunar vegna
mikils magns af plasti.
Heyrúlluplast frá hverri
söfnunarstöð skal vigta á löggiltri
vog. Þessi vigtun er grundvöllur
söfnunarstöðvagjalds sem Úr-
vinnslusjóður greiðir viðkomandi
söfnunarstöð/sorpsamlagi, beint
og án milligöngu þjónustuaðila,
fyrir meðhöndlun og geymslu.
Þjónustuaðili hefur með höndum
þessa vigtun fyrir hönd Úrvinnslu-
sjóðs.
Þjónustuaðilinn sér um flutn-
inga frá söfnunarstöðvum til ráð-
stöfunaraðila og samninga við þá.
Gegn kvittun frá ráðstöfunaraðila,
um móttekið magn, fær þjónustu-
aðilinn greitt [kr/kg] frá Úr-
vinnslusjóði. Sú greiðsla er fyrir
hans vinnuframlag og til greiðslu
förgunarkostnaðar hjá ráðstöfunar-
aðilanum. Þjónustuaðilinn gerir
upp vð ráðstöfunar- aðila.
Ráðstöfunaraðilar sjá um
endurnýtingu plastsins. Endur-
nýtingin getur t.d. falist í endur-
vinnslu eða brennslu til orkunýt-
ingar. Vigtun inn til ráðstöfunar-
aðila á löggiltri vog er grundvöllur
greiðslu til þjónustuaðila. Þessi
vog getur verið hvort sem er
löggilt vog í starfsstöð ráðstöfun-
araðilans eða önnur löggilt vog t.d.
hafnarvog, sem samningsaðilar
verða fyrirfram ásáttir um að nota.
Ráðstöfunaraðili fær aldrei greitt
beint frá Úrvinnslusjóði.
Sóttvarnayfirvöld hafa ekki
enn sett reglur um flutning plasts
milli landssvæða, en málið er í
athugun. Hér að neðan eru fyrstu
tillögur yfirdýralæknis um reglur
til að fyrirbyggja eða draga úr
smithættu þegar verið er að flytja
smitmengað efni eða hugsanlega
smitmengað efni eins og rúlluplast
af heyi sem ætlað er til endur-
nýtingar.
1. Plasti frá mismunandi
stöðum sé ekki safnað heim á staði
þar sem búfé hefur aðgang að. Því
skal t.d. alls ekki að safnað heima
við sveitabæi.
2. Flutningstæki séu þrifin
reglulega á viðurkenndum stöðum
til slíks til að minnka hættu á
smitburði. Passa skal að ekkert
hrynji af tækjunum eða sé skilið
eftir þar sem flutningstækin koma.
3. Hlífðarföt starfsmanna
séu þrifin reglulega með viðeig-
andi sótthreinsandi efnum.
4. Þeir sem starfa að söfnun
plasts frá mismunandi stöðum fari
ekki inn í gripahús til að taka
plastið heldur hafi bændur áður
því komið fyrir utan dyra.
Gert er ráð fyrir að
skilmálar Úrvinnslusjóðs fyrir
söfnun og endurnýtingu
heyrúlluplasts verði auglýstir í
ágústmánuði 2004.
Ari Teitsson hefur í umboði BÍ
starfað með forsvarsmönnum Úr-
vinnslusjóðs að mótun þeirra
starfsaðferða og reglna sem gilda
munu um meðferð og nýtingu
úrvinnslugjalds sem lagt hefur verið
á heyrúlluplast.
Bændablaðið bað hann að gera
stuttlega grein fyrir sínum viðhorf-
um til þeirra ferillýsinga sem birtar
eru hér í blaðinu.
Frá 1. janúar 2004 er lagt gjald
á innflutt heyrúlluplast samkvæmt
lögum um úrvinnslugjald. Markmið
laganna, sem taka til nokkurra
flokka úrgangs, er m.a. að skapa
hagræn skilyrði fyrir endurnotkun
og endurnýtingu.
Heyrúlluplast hefur ýmsa eigin-
leika sem gera það frábrugðið
öðrum úrgangi:
Orkugildi plastsins er mjög
mikið, sama orka á þyngdareiningu
og í olíu.
Efnið mjög varanlegt, þ.e.
breytist ekki við geymslu jafnvel í
mörg ár.
Notkun plastsins mjög einsleit
og því auðvelt að halda því að-
skildu frá öðrum efnum eftir
notkun.
Allt eykur þetta möguleika á að
halda plastinu til haga og endurnýta
það.
Eigi að síður hefur gengið illa
að finna plastinu farvegi sem skila
tekjum og þar með áhuga á endur-
nýtingu og því er úrvinnslugjaldið
sett á.
Hér í blaðinu er lýst þremur
leiðum sem plastið getur farið en
skilyrði fyrir greiðslum úr Úr-
vinnslusjóði vegna heyrúlluplasts
er að það fari til nýtingar eftir viður-
kenndum farvegi (endurvinnsla,
bruni þar sem orkan er nýtt).
Frá sjónarhóli bænda er
æskilegast að þeir fái hlutdeild í
greiðslum Úrvinnslusjóðs fyrir
söfnun og endurnýtingu á plasti því
þeir þurfa að hrista úr plastinu
óhreinindi, halda því til haga og
jafnvel pakka því. Slíkt gerist þó
tæplega nema bændur á afmörkuð-
um svæðum taki sig saman um að
pakka eigin plasti og koma því
síðan sameiginlega í úrvinnslu-
farveg.
Erfitt er að spá um hvernig
möguleikar á afsetningu þróast en
að jafnaði hefur verð á hráefni til
framleiðslu heyrúlluplasts fylgt
orkuverði og því líklegt að val-
kostur sé að pakka plastinu til
geymslu og sjá til með afsetningar-
möguleika. Tæplega verður þó
greitt út á plast í slíkum geymslum
(gætu verið sameiginlegar geymsl-
ur, t.d. malargryfjur eða rúllustæður
heima á búum).
Annar valkostur er að sveitar-
félög eða aðrir aðilar sjái um söfnun
og afsetningu en bændur geta þá
tæplega vænst þess að fá greiðslu
fyrir plastið.
Þótt ferill plastsins hafi verið
skilgreindur er eftir að ákveða
hvernig greiðslum Úrvinnslusjóðs
verður háttað. Einnig er eftir að
semja við þá aðila sem taka plast til
endurnýtingar um hvort og þá
hvaða meðgjöf þeir fá með plastinu
sem gæti verið breytileg eftir
hreinleika plastsins og í hvaða
formi því verður skilað, þar kann
einnig að skipta máli hvernig
áformað er að nýta plastið.
Kjósi bændur á afmörkuðum
svæðum að standa saman að söfnun
plasts af sínu svæði kemur væntan-
lega í þeirra hlut að finna því plasti
hagkvæman endurvinnslufarveg.
Hér eru kynntar hugmyndir um
mögulega ferla plastsins, bændum
og öðrum sem málið varðar gefst
nú kostur á að koma með
athugasemdir og ábendingar um
hvað betur megi fara.
Gert er ráð fyrir að í ágúst nk.
verði kallað eftir áhuga þeirra sem
vilja taka þátt í söfnun og endur-
nýtingu heyrúlluplasts og þá munu
jafnframt liggja fyrir hugmyndir um
þær upphæðir sem greiddar verða
úr Úrvinnslusjóði á hverja
þyngdareiningu.
Með álagningu úrvinnslugjalds
er heyrúlluplastið orðið "verð-
mæti". Gildi þess til endurvinnslu
fer þó að nokkru eftir hreinleika og
ástandi. Mikilvægt er því af
mörgum ástæðum að bændur leitist
við að halda plastinu vel til haga,
eins hreinu og unnt er.
Úrvinnslugjaldið
gerir heyrúlluplast
að verðmætum