Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 36
36 Þriðjudagur 6. júlí 2004 A) Undirbúningur kúa og aðlögun kvígna fyrir burð Ein möguleg skýringin á hárri tíðni vanhalda hjá fyrsta kálfs kvígum er að allt of margir bændur nota heimanaut. Nautið gengur í kvíguhópnum og þjónar sínu hlut- verki þegar við á. Því er ekki alltaf vitað um raunverulegan fangdag og þar af leiðandi ekki væntan- legan burðardag. Burðareftirlit og undirbúningur verður ómarkviss. Við þessum vanda má sporna t. d. með því að láta kvíguna ganga með kúahópnum síðustu tvo mánuðina fyrir burðinn. Við það vinnst m. a. að kvígan aðlagast kúahópnum og betra tækifæri og aðstæður eru til að venja hana, líta eftir reglulega og síðast en ekki síst að stýra undirbúningsfóðrun hennar. Undirbúningsfóðrun kvígna, jafnt sem eldri kúa, síðustu tvo mánuði meðgöngunnar er gríðarlega mikilvægt atriði. B) Aukið eftirlit kringum burðinn Æskilegast er að bæði kýr og kvígur beri í sérstökum burðar- stíum þar sem gott er að hafa eftir- lit með þeim. Í eldri fjósum er slík aðstaða ekki fyrir hendi og því verður básinn burðaraðstaðan. Eigi að síður er ýmislegt hægt að gera til að bæta þær aðstæður, t. d. með því að nýta endabása, nota góðan undirburð í básinn og sjá til þess að gripurinn sé ekki um of njörvaður í hálsband eða beislu. Daglegt, reglubundið eftirlit með gripunum þegar nær dregur burði og burðarhjálp á réttum tíma getur bjargað mörgum kálfum. Áður en gripið er til burðarhjálpar er nauð- synlegt að ganga úr skugga um hvernig kálfinn ber að í fæðingar- veginum. Súrefnisskortur í fæð- ingu getur reynst veikburða kálfi um megn. Hann má ekki vara lengur en 3-4 mínútur. Kálfur sem fæðist með afturfætur á undan þol- ir súrefnisvöntun í skemmri tíma en þegar kálfinn ber eðlilega að - með snoppu og framfætur á undan. C) Markviss undirbúningsfóðrun Geldstöðufóðrun og undirbúningsfóðrun kvígna eru einhver þýðingarmestu fóðrun- tímabilin hjá mjólkurkúm. Geld- staða eldri kúa og undirbúnings- fóðrun fyrsta kálfs kvígna þarf að vera 6-8 vikur. Ýmsar kenningar eru uppi um hvernig heppilegast er að standa að fóðrun síðustu vikurnar fyrir burð. Almenna reglan er að fóðrað sé til viðhalds og fósturþroska (hvorki að fitna né leggja af) og að gripirnir haldi svipuðum holdum síðustu 6- 8 vikurnar fyrir burð. Á þessum tíma er alls ekki heppilegt að megra feitar kýr og kvígur. Ekki er heldur æskilegt að fita magra gripi. Of sterkt eldi fyrsta kálfs kvígna á þessum tíma getur valdið of miklum fóstuvexti og burðar- erfiðleikum sem fylgifisk. D) Sérstök áhersla á snefilefni og vítamín (Vítamín E og Selen (Se) Margir kúabændur hafa náð töluverðum árangri í að minnka kálfavanhöld með sérstakri Selen og E-vítamíngjöf kringum burð- inn. Þessi tvö mikilvægu næring- arefni vinna jafnan saman og eru nefnd í samhengi. Bagaleg vöntun á upplýsingum um innihald þessara efna, einkum í heyfóðri og reyndar einnig kjarnfóðri, gerir okkur erfitt um mat á þessum þáttum í hagnýtri fóðrun mjólkur- kúa. Kvígur eru alla jafnan fóðraðar nær eingöngu á heyfóðri stærstan hluta meðgöngunnar. Því má gera ráð fyrir að almenn stein-, snefilefna- og vítamínstaða hjá þeim geti verið tæp þegar líður að burði. Hafi þær hins vegar haft að- gengi að saltsteinum eða fengið bætiefnablöndu eða kjarnfóður er staðan önnur. Undirbúningsfóðrun kvígna fyrir burð þarf því öðrum þræði að snúast um að tryggja þeim nægileg vítamín, stein- og snefilefni svo og aðlaga þær kjarnfóðri. E) Staða andoxunarefna Á síðustu vikunum fyrir burð er mikilvægt að byggja upp styrk s.k. andoxunarefna hjá kúm og kvígum. Á þessum tíma verða mikil umskipti í efnaskiptunum og álag á lifur stóreykst. E-vítamín er virkasta andoxunarefnið og víða erlendis er ráðlagt að gefa kúm um 1000 mg af E-vítamíni á grip/dag síðustu tvær vikur meðgöngunnar (1000 mg E-vítamín samsvara 1000 A.E (alþjóðaeiningar)). F) Selen / Vítamín E gjöf fyrir burð Í ljósi þess sem að framan segir er full ástæða til þess að vekja athygli kúabænda á sérstakri Selen og E-vítamín gjöf fyrir og um burð, ekki síst þar sem kálfadauði er vandamál. Trúlega er ein- faldasta og öruggasta leiðin til þess að tryggja gripum nægilegt magn þessara efna að nota s.k. forða- stauta, sem komið er fyrir í kepp gripanna. Nýlega eru komnir á markað sérstakir forðastautar fyrir gripi í geldstöðu (All-Trace ,,Dry Cow"). Þesstir stautar, sem inni- halda flest mikilvægustu snefi- lefnin ásamt A, D og E vítamínum, eru ætlaðir gripum yfir 150 kg þunga. Líftími stautanna er 4 mánuðir þ. e. a. s. þeir gefa frá sér ákveðið magn efna á dag í þann tíma. Heppilegasti ísetningatími er við upphaf geldstöðu eða tveimur mánuðum fyrir burð. Hverjum grip eru gefnir tveir stautar en efna- losunin frá þeim byggir á núningi í keppnum. Hver stautur kostar 600-700 kr. m/vsk. Upplýsingar um efnainnihald og efnalosun mis- munandi tegunda af forðastautum er að finna á heimasíðu Pharma- Nor hf. (www.pharmanor.is). Ég hvet bændur til að velta þessum kosti fyrir sér og hafa samband við sinn dýralækni varðandi frekari upplýsingar um ísetningu og notkun. Vegna kvíganna sem væntanlega bera snemma í haust er senn kominn tími til að huga að ísetningu. G) Skyldleikarækt Greining á vanhöldum ung- kálfa sem Baldur Helgi Benja- mínsson nautgriparæktarráðunaut- ur vann á grundvelli gagna úr skýrsluhaldinu gaf til kynna að einn þeirra þátta sem tengist auknum kálfavanhöldum er aukin skyldleikarækt. Sjálfsagt er fyrir bændur að hagnýta sér þær marg- víslegu upplýsingar sem tiltækar eru og forðast eins og unnt er pörun skyldra einstaklinga. Óneitanlega er heimanautanotkun þáttur sem getur leitt til aukinnar skyldleikaræktar í hjörðinni. Síðar á þessu ári stefna Bændasamtökin að því að koma í notkun nýjum og endurbættum hugbúnaði, forritinu ,,Nautaval" sem verður aðgengi- legt á netinu. Það mun væntanlega geta gagnast bændum og ráðu- nautum í að skipuleggja sæðingar og lágmarka skyldleika. Að lokum Þegar nær dregur hausti er ætlunin að fylgja þessum skrifum eftir með frekari upplýsingum og fagefni á nautgriparæktarvef ; www.bondi.is. Að lokum vil ég hvetja kúabændur til að íhuga þá þætti sem hér hefur verið drepið á og leita sér frekari upplýsinga hjá ráðunautum og dýralæknum. /GG Mögulegar leiðir til að minnka smákálfavanhöld Ungkálfadauði er mikið og vaxandi vandamál sem beinlínis ógnar tilvist íslenska kúastofnsins og veldur bændum auk þess umtalsverðu fjárhagstjóni. Samkvæmt gögnum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna drápust að meðaltali um 14% nautkálfanna á sl. ári og um 12% kvígukálfanna. Gögn úr skýrsluhaldinu sýna einnig að breytileiki í vanhöldum á milli búa er töluverður. Kálfavanhöld er þekkt vandamál erlendis. Hins vegar virðist sem sérkenni þeirra hjá okkur séu að kálfarnir virðast drepast rétt fyrir eða í fæðingunni og að afföllin eru sérstaklega mikil hjá 1. k. kvígum, eða allt að 18-20 af hundraði. Andstætt því sem erlendis gerist er fátíðara hjá okkur að kálfar sem á annað borð komast á legg drepist. Til hvaða ráða geta bændur gripið? Hér verður fjallað stuttlega um nokkra mikilvæga þætti sem geta spornað gegn vandanum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.