Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 32
32 Þriðjudagur 6. júlí 2004
Betra bú
Góður möguleiki til að vinna
landbótaáætlun er að sækja nám-
skeið í Betra bú. Betra bú er verk-
efni um gerð landnýtingaráætlana
á bújörðum þar sem bóndinn
sjálfur vinnur áætlun sína. Sú
áætlun er unnin á loftmynd af jörð-
inni og eyðublöðum sem þátttak-
andinn fær á námskeiðinu auk
vinnumöppu með námsefni og
upplýsingum. Á námskeiðinu er
þátttakandinn leiddur í gegnum
vinnuferli Betra bús skref fyrir
skref og kennd eru undirstöðu-
atriði áætlanagerðar og sjálfbærrar
landnýtingar. Meðal efnis sem er
kennt er mat á ástandi lands, land-
bætur með uppgræðslu og skóg-
rækt, beitarfræði og beitarskipu-
lag. Slíkt námsefni styrkir
bóndann m.a. í ákvarðanatöku um
aðgerðir til að ná eða viðhalda
sjálfbærri landnýtingu. Það er
mikilvægt að vera meðvitaður um
ástand lands, hvernig og af hverju
það er að breytast og hvaða áhrif
ákveðnar aðgerðir hafa á um-
hverfið.
Landgræðsla ríkisins, Land-
búnaðarháskólinn á Hvanneyri,
Bændasamtök Íslands og skóg-
ræktarstofnanir standa saman að
Betra búi m.a. vegna þess hve
mikilvægt það er að horfa á alla
landnýtingu í heild. Í gegnum
Betra bú er hægt að búa til alhliða
landnýtingaráætlun sem felur í sér
áætlun um beitarnýtingu, jarðrækt,
uppgræðslu, tún- og skógrækt auk
þess sem möguleiki er á að skipu-
leggja útivistarsvæði, verndar-
svæði, skrá örnefni, fornleifar
o.s.frv. Hver og einn þátttakandi
getur sett sínar eigin áherslur við
áætlanagerð og nýtt sér Betra bú
ferlið og námskeiðið eftir því sem
við á hjá honum. Þar sem fulltrúi
Landgræðslunnar verður á nám-
skeiðunum er einnig hægt að fá ná-
kvæmari leiðbeiningar um þær
úrbætur sem koma til greina á
viðkomandi jörð vegna landnýt-
ingarþáttar gæðastýringar í sauð-
fjárrækt.
Námskeiðið skiptist í tvo
námskeiðsdaga. Á milli þeirra
vinna þátttakendur að fyrsta hluta
landnýtingaráætlunar og fá heim-
sókn leiðbeinenda til aðstoðar.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur
ljúki við landnýtingaráætlun sína á
síðari námskeiðsdegi.
Áætlun sem hefur verið unnin
eftir vinnuferli Betra bús veitir
möguleika á styrk vegna gerðar
landnýtingaráætlunar samkvæmt
búnaðarlagasamningi.
Námskeiðahaldið er á vegum
Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri. Gert er ráð fyrir nám-
skeiðum í Betra búi um land allt í
haust en þau verða auglýst nánar
þegar nær dregur.
Lágmarkskröfur um
landbótaáætlun
Kjósi framleiðandi að vinna
landbótaáætlun ekki eftir vinnu-
ferli Betra bús er hægt að nýta sér
meðfylgjandi leiðbeiningar um
gerð áætlunarinnar og þær upp-
lýsingar sem þurfa að koma fram.
Framleiðandi getur leitað aðstoðar
hjá viðkomandi búnaðarsambandi
eða héraðsfulltrúa Landgræðslu
ríkisins.
Nauðsynlegt er að hafa
loftmynd af jörðinni/aðgerðar-
svæðum til hliðsjónar við gerð
áætlunarinnar. Best er að nota
loftmynd í mælikvarða 1:5.000 til
1:10.000 en lágmarkskröfur eru að
nota mynd frá Nytjalandi, sem
sýnir gróðurflokka og stærð lands-
ins. Umsögn frá Landgræðslu
ríkisins sem fylgir svari um að
framleiðandinn uppfylli ekki
kröfur um landnýtingu vegna
gæðastýringar í sauðfjárrækt, skal
liggja til grundvallar áætlana-
gerðinni. Gott er að vinna
áætlunina í 4 skrefum:
1. skref: Aðstæður
Hér þarf að koma fram af
hverju staðfestingin fékkst ekki.
Lýsa þarf þeim svæðum sem eru
með slaka landkosti í stuttu máli.
Mjög gott er ef hvert svæði á/fær
nafn eða númer þannig að auðvelt
er að átta sig á því við hvaða svæði
er átt bæði á mynd og í texta.
2. skref: Markmið
Markmið landbótaáætlunar er
að tryggja sjálfbæra nýtingu á
landinu og uppfylla þar með
skilyrði reglugerðar um land-
nýtingarþátt gæðastýringar í sauð-
fjárrækt. Skoða þarf reglugerðina
og gera sér grein fyrir umfangi
landbóta og/eða annarra aðgerða
sem þarf að gera til þess að landið
hljóti staðfestingu. Taka skal fram
hversu marga hektara/mörg prósent
af landi þarf að bæta, friða eða nýta
á annan hátt þannig að landgæðin
lendi fyrir ofan viðmiðunarmörk í
viðauka reglugerðar.
3. skref: Leiðir
Tilgreina þarf þær leiðir sem
eru færar til að ná markmiðunum.
Mögulegar leiðir eru:
-Bæta ástand lands með upp-
græðslu
-Friða hluta lands
-Bæta beitarstjórnun, minnka
beitarálag (fækka fénu og/eða
útvega aukið beitiland), stytta
beitartíma t.d. smala utan hefð-
bundins tíma
-Markviss förgun fjár sem geng-
ur á óbeitarhæfum svæðum
4. skref: Gerð
landbótaáætlunarinnar
Hér þarf að gera tímasetta
áætlun allt að 10 árum. Þar þarf að
koma fram hvað er áætlað að gera,
hvar, hvernig og hvenær. Einnig
þarf að gera kostnaðar- og fjár-
mögnunaráætlun.
Landbótaáætlunin þarf að fá
staðfestingu af Landgræðslu ríkis-
ins sem fylgist einnig með hvort
henni er framfylgt. Framkvæmd
áætlunarinnar er á ábyrgð fram-
leiðanda.
Guðrún Schmidt,
Landgræðslu ríkisins
Gerð landbótaáætlunar vegna
gæðastýringar í sauðfjárrækt
Framleiðendur sem ekki uppfylla skilyrði um landnýtingu sam-
kvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 175/2003 um gæðastýrða sauðfjár-
framleiðslu geta unnið tímasetta landbótaáætlun til allt að 10 ára til
að bæta landgæðin og landnýtinguna (sjá 14. gr. í sömu reglugerð).
Framleiðandi hefur þá möguleika á að uppfylla skilyrði um gæða-
stýrða sauðfjárframleiðslu þegar hann hefur unnið slíka áætlun, hún
hlotið staðfestingu Landgræðslu ríkisins og framleiðandinn vinnur
eftir henni.
Afleysinga-
sjóður
kúabænda
Kúabændur eru minntir á að
umsóknarfrestur um styrk (fyrir
annan ársfjórðung 2004) úr Af-
leysingasjóði kúabænda er 20. júlí
nk. Sendið inn staðfestingu um
greiðslu launa, s.s. stimplað
lífeyrissjóðsblað eða RSK-blað,
eða afrit af verktakareikningi,
ásamt upplýsingum um um-
sækjanda. Athugið að forsenda
fyrir styrk er ennfremur að fjöldi
afleysingadaga eða fjöldi vinnu-
stunda komi fram. Styrkur nemur
40% af kostnaði (án vsk.) við
afleysingu í 14 daga, þó ekki
meira en kr. 2.857,- á dag (bundið
við vísitölu). Umsóknareyðublöð
má nálgast á vef LK
(www.naut.is). Ef þú hefur ekki
aðgang að veraldarvefnum má
benda á að héraðsráðunautar hafa
allir slíkt aðgengi. Umsóknir
skulu sendar til skrifstofu LK
(Hvanneyri, pósthólf 1085, 311
Borgarnesi), merkt Afleysinga-
sjóður LK. Rétt er að taka fram að
þar sem Afleysingasjóðurinn er
svotil uppurinn er ekki hægt að
ábyrgjast fullar greiðslur þrátt
fyrir að umsókn uppfylli öll
skilyrði. /Snorri Sigurðsson, LK.
Ársskýrsla tilrauna-
stöðvarinnar á
Keldum komin út
Ársskýrsla Tilraunastöðvar Há-
skóla Íslands í meinafræði á
Keldum er nýkomin út. Í
formála skýrslunnar segir að
þeirri hefð sé haldið sem
skapast hefur á undanförnum
árum að gefa yfirsýn yfir hin
fjölbreyttu verkefni sem fengist
er við á stöðinni. Upplýsingar
um rannsóknaverkefni og flesta
aðra þætti starfseminnar eru
teknar saman af viðkomandi
starfsfólki. Reynt hefur verið að
samræma framsetninguna í
stórum dráttum. Guðrún
Agnarsdóttir var ritstjóri og sá
um söfnun efnis og vinnslu
ársskýrslunnar.
WECKMAN STURTUVAGNAR
H. Hauksson ehf.
Suðurlandsbraut 48
Sími 588 1130
Fax 588 1131
Verðdæmi:
6 tonn
Verð kr. 456.000 með virðisaukaskatti
10 tonn
Verð kr. 618.000 með virðisaukaskatti
12 tonn
Verð kr. 696.000 með virðisaukaskatti
(Athugið! Fleiri gerðir í boði: 1,5 - 17 tonn)