Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. júlí 2004 11 Upp við Gullfoss er veitingastaður sem heitir Gullfoss-kaffi og þar ræður ríkjum Svavar Njarðarson. Fyrir ári byrjaði Svavar að bjóða gestum upp á íslenska kjötsúpu með brytjuðu kjöti út í. Hann segir að þetta hafi slegið rækilega í gegn hjá erlendum ferðamönnum. Í Gullfoss-kaffi er aðeins boðið upp á íslenska mat. Hamborgarar, pizzur og annað "jukkfæði" er ekki boðið þar. ,,Við leggjum mikið upp úr kjötsúpunni og það er vel í hana lagt. Við sjóðum hana daginn áður en farið er að selja hana. Eftir að hún hefur staðið yfir nótt er hægt að veiða fituna ofan af súpunni. Menn kalla þessa súpu ,,Uppsveitabombuna" og uppskriftin mun ekki leka út," sagði Svavar í samtali við Bændablaðið. Hann segist vera stoltur af því að bjóða bara íslenskan mat, kindakjöt, íslenskt grænmeti frá Flúðum og Reykholti og kartöflurnar ræktaðar á Skeiðum. Hann segist líka verða var við að erlendum ferðamönnum líki þessi stefna hans vel. Auk kjötsúpunnar er boðið upp á heimabakaðar kökur og samlokur sem eru smurðar á staðnum og þeir fáu sem ekki vilja kjötsúpuna geta fengið aspassúpu. Gullfoss-kaffi Íslensk kjötsúpa vinsæl hjá erlendum ferðamönnum                              Sauðfjárbændur geta gert samning um áframhaldandi beingreiðslur Rétt er að vekja athygli sauðfjárbænda á þeim möguleika að gera samning um áframhaldandi bein- greiðslur í sauðfé, sbr. samþykt Alþingis í lok sl. árs, en eftirfarandi lagagrein búvörulaga hljóðar svo: "Landbúnaðar- ráðherra er heimilt að gera samninga við sauðfjárbændur, sem hafa náð eða ná 64 ára aldri á tímabilinu 2004–2007, um að eiga hvorki né halda sauðfé til og með 31. desember 2007 en halda óskertum beingreiðslum á sama tíma á meðan greiðslumark sauðfjár er í eigu hlutaðeigandi bænda og áfram skráð á lögbýli. Þeim er þó heimilt að halda eftir allt að tíu vetrar- fóðruðum kindum, enda séu afurðir þeirra til eigin nota. Ráðherra er jafnframt heimilt að kveða svo á um í samningunum að þeir bændur sem hyggjast hefja sauðfjárrækt að nýju megi koma sér upp bústofni frá 1. september 2007. Samningunum skal þinglýst sem kvöðum á viðkomandi lögbýli sem gilda til 31. desember 2007. Verði eigendaskipti að greiðslu- marki eða lögbýli fellur samningurinn niður og hin þinglýsta kvöð." Þess má geta að ráðuneytið er byrjað að gera samninga við bændum skv. framangreindri heimild. Þessi ungumenni hafa þann starfa á Hvanneyri að laga til og hreinsa. Þau voru að vinna hjá nýja fjósinu þegar Bændablaðið fékk góðfús- legt leyfi til myndatöku. F.v. Aða- lheiður, Orri, Álfheiður, Jónas, Sigurður Óskar og fremstur er Gunnar ingi. fjölnota gripaflutningakerrur 4 - 5 hesta kerrur á hagstæðu verði Lágmúla 7 S: 588 2600 og 893 1722 Eigum einnig kerrur sem rúma tvo til þrjá hesta á aðeins kr. 438.660- án/vsk. Ný send ing!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.