Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. júlí 2004 9
Þegar ekið fram hjá Brjánsstöð-
um í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi blasir við óvenju glæsi-
legt hótel og fáni Ferðaþjónustu
bænda blaktir við hún. Þarna
ráða ríkjum mæðgurnar Hilde-
gaard Durr og Sigrún Hauks-
dóttir sem er hótelstjóri.
Hún segir að þær hafi tekið við
hótelinu um páska árið 2003 og að
reksturinn hafi gengið mjög vel
síðan. Í vetur hafi verið mikið um
ráðstefnur og fundi á hótelinu en
það er vel í stakk búið til að taka
við slíkum samkomum, með tvo
fundarsali. Annar er fyrir 40
manns en hinn 80 manns og eru
salirnir búnir öllu sem til þarf til
ráðstefnuhalds. Hótelherbergin eru
37. Hótel Hekla er sem fyrr segir
innan Ferðaþjónustu bænda.
Sigrún segir að það skipti hótelið
öllu máli að vera innan FB.
Sigrún segist leggja mikið upp
úr góðum mat og býður upp á
fiskrétti úr glænýju hráefni og
kjötrétti úr lambakjöt sem hún
segist fá víðs vegar að af landinu
bara eftir því hvar besta kjötið sé
að fá. Hún segir erlenda gesti mjög
ánægða með lambakjötið en
jafnvel enn ánægðari með fiskinn
vegna þess hve nýtt hráefnið er.
Sigrún segir Íslendinga geta verið
stolta af matnum sem hægt er að
bjóða erlendum gestum upp á.
Hagyrðinga-
mót á Hvols-
velli í ágúst
Landsmót hagyrðinga 2004
verður haldið á Hvolsvelli
laugardagskvöldið 21. ágúst.
Dagskrá verður kynnt nánar í
blöðum þegar nær dregur.
Fyrri mót á Suðurlandi voru
haldin á Laugalandi 1999 og
Flúðum 1994 en síðasta mót,
landsmót 2003 var haldið á Djúpa-
vogi og heppnaðist vel með heið-
ursgestinum Vilhjálmi frá Brekku.
Þessi árlegu mót, sem hófust
með kvöldstund nokkurra kunn-
ingja norður á Skagaströnd 1989,
hafa fetað sig kringum landið,
kveikt marga vísu og spunnið
vinarþræði yfir firði og jökla.
Ólafur Ólafsson á Hvolsvelli
stýrir undirbúningi mótsins.
Mótið verður í Félags-
heimilinu Hvoli en Hótel Hvols-
völlur sér um alla þjónustu og
veitingar þ.á.m. gistingu á mjög
hagstæðu verði. Þátttaka í mótinu
og pantanir á gistingu tilkynnist til
hótelsins í síma 487-8050.
Hagyrðingaritin með vísur frá
mótunum eru unnin í Víkurprenti
á Dalvík og eru einnig til sölu í
Húnaveri.
Ferðaþjónusta bænda
skiptir okkur öllu máli
Óvenju glæsilegt hótel er að finna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. T.v. er
Sigrún Hauksdóttir hótelstjóri.
Þjónustu-
miðstöð fyrir
Massey
Ferguson
og Fendt
dráttarvélar
Viðgerðir og
varahlutaútvegun
Smíðum
glussaslöngur í
allar gerðir
landbúnaðarvéla.
MF Þjónustan ehf
Grænumýri 5b,
270 Mosfellsbæ
Sími: 566-7217,
fax: 566-8317
Netfang: traktor@isl.is