Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 6. júlí 2004
Fjölskylda:
Eiginkona Þorsteins 21.6.1992 er Soffía, bóndi á
Unaósi og kennari við Menntaskólann á
Egilsstöðum, f. 11.2.1963 á Egilsstöðum. Hún er
dóttir Ingvars J, f. 11.6.1920 á Desjarmýri í
Borgarfirði eystra, d.3.7.1974, bónda og oddvita á
Desjarmýri, Ingvarssonar og Helgu, f. 7.7.1919 í
Hnefilsdal á Jökuldal, húsfr. á Desjarmýri, nú á
Egilsstöðum, Björnsdóttur.
Þorsteinn og Soffía eiga tvö börn:
Ingvar Þorsteinsson, f.8.12.1996 á Egilsstöðum
Ása Þorsteinsdóttir, f.19.3.1999 á Egilsstöðum
Systkini:
Hálfsystkin samfeðra:
Guðni Bergsson f. 21.7.1965 í Reykjavík,
lögfræðingur og knattspyrnumaður
Sigríður Bergsdóttir f.23.11.1966 í Reykjavík,
fjölmiðlafræðingur
Böðvar Bergsson f. 19.9.1970 í Reykjavík,
stud.phil. Markaðsfulltrúi hjá Stöð 2.
Bergur Þór Bergsson f. 26.7.1977.
Knattspyrnumaður hjá Val. Starfsmaður
Viðskiptablaðsins.
Hálfsystkini sammæðra:
Páll Þórðarson f. 6.6.1971 á Vopnafirði, dr. cem.
Sydney í Ástralíu.
Skúli Þórðarson f. 21.5.1972 á Vopnafirði, bóndi
og rafvirki á Refsstað.
Föðursystkini:
Einar Guðnason f. 13.4.1939 í Reykjavík,
viðskiptafræðingur í Reykjavík .
Jónína Margrét Guðnadóttir f. 17.3.1946 í
Reykjavík, cand.mag. í Reykjavík.
Elín Guðnadóttir f.14.10.1950 í Reykjavík.
Hálfsystkini föður samfeðra:
Gerður Guðnadóttir f. 4.3.1926 í Reykjavík, húsfr. í
Reykjavík
Jón Guðnason f.31.5.1927 í Reykjavík, d.
25.1.2004, sagnfræðingur í Reykjavík
Bjarni Guðnason f. 3.9.1928 í Reykjavík, prófessor
og fv. alþingismaður í Reykjavík
Þóra Guðnadóttir f. 17.2.1931 í Reykjavík, húsfr. í
Reykjavík
Margrét Guðnadóttir f. 30.11.1932 í Reykjavík, d.
13.5.1952 í Reykjavík
Móðursystkini:
Ásbjörg Þorkelsdóttir f.28.4.1928 í Reykjavík,
d.14.1.1992, húsfr. í Sauðhaga II á Völlum
Pétur Georg Þorkelsson f. 7.11.1936 í Reykjavík,
sjómaður og hafnarstjóri á Flateyri
Gísli Georg Þorkelsson f. 25.9.1941 í Reykjavík,
verkstjóri í Reykjavík. Býr nú í Keflavík.
Hálfsystkin móður samfeðra:
Sigurður Þorkelsson, f. 10.4.1925 í Reykjavík, d.
31.10.1985, verkamaður í Reykjavík.
Framætt:
1. grein
1 Þorsteinn Bergsson, f. 27. júní 1964 í
Reykjavík. Búfræðingur og bóndi á Unaósi
2 Bergur Guðnason, f. 29. sept. 1941 í Reykjavík.
Lögfræðingur í Reykjavík - Ágústa Þorkelsdóttir (sjá
2. grein)
3 Guðni Jónsson, f. 22. júlí 1901 á Gamla Hrauni
á Eyrarbakka, d. 4. mars 1974. Prófessor og
ættfræðingur í Reykjavík - Sigríður Hjördís
Einarsdóttir (sjá 3. grein)
4 Jón Guðmundsson, f. 17. sept. 1856 á Gamla
Hrauni á Eyrarbakka, d. 8. sept. 1941 í
Vestmannaeyjum. Bóndi og sjómaður á Gamla
Hrauni - Ingibjörg Gíslína Jónsdóttir, f. 1. sept.
1867 í Miðhúsum í Sandvíkurhr., d. 2. apríl 1937 í
Vestmannaeyjum. Húsfr. á Gamla Hrauni
2. grein
2 Ágústa Þorkelsdóttir, f. 6. febr. 1944 í
Reykjavík. Húsfr. á Refsstað
3 Þorkell Gíslason, f. 29. maí 1902 á Hæðarenda
í Grímsneshr., d. 10. apríl 1979 í Reykjavík.
Verkamaður í Reykjavík - Jóhanna Freyja
Pétursdóttir (sjá 4. grein)
4 Gísli Gíslason, f. 29. júlí 1868 í Múlakoti í
Fljótshlíð, d. 18. jan. 1921. Bóndi í Búrfellskoti
1897-99, Hæðarenda 1899-1908 og í Króki -
Ásbjörg Þorkelsdóttir, f. 19. ágúst 1870 í Ásgarði í
Grímsneshr., d. 23. nóv. 1933. Húsfr. í Búrfellskoti
og á Hæðarenda. Þau bjuggu síðast í Reykjavík.
3. grein
3 Sigríður Hjördís Einarsdóttir, f. 28. ágúst 1910
í Gullbr. og Kjósarsýslu, d. 18. júlí 1979. Húsfr. í
Reykjavík
4 Einar Helgi Guðmundsson, f. 24. júní 1870 í
Miðdal í Mosfellssveit, d. 10. júní 1940 í Reykjavík.
Bóndi í Miðdal í Mosfellssveit - Valgerður Margrét
Jónsdóttir, f. 8. des. 1875 í Mýrarholti í
Bessastaðahr., d. 19. mars 1937 í Reykjavík. Húsfr.
í Miðdal í Mosfellssveit
4. grein
3 Jóhanna Freyja Pétursdóttir, f. 12. júní 1907 í
Reykjavík, d. 28. apríl 1990 í Reykjavík. Húsfr. í
Reykjavík
4 Pétur Georg Guðmundsson, f. 6. sept. 1879 á
Bjarnastöðum í Saurb.hr. í Dalasýslu, d. 13. ágúst
1947. Bókbindari og rithöfundur í Reykjavík.
Bæjarfulltrúi um skeið og baráttumaður fyrir
réttindum verkafólks. - Ágústína Þorvaldsdóttir, f.
11. ágúst 1887 í Litlabæ á Álftanesi, d. 5. jan.
1966. Húsfr.
Nokkrir langfeðgar:
Jón Guðmundsson 1-4 var sonur Guðmundar f.
10.7.1830 í Mundakoti á Eyrarbakka, d.
21.2.1914, bónda og formanns á Gamla Hrauni á
Eyrarbakka, Þorkelssonar f. 1802 í Arnarbæli í
Ölfusi, d. 29.3.1880, bónda í Mundakoti á
Eyrarbakka, Einarssonar ,,ríka”, f.1781 í Ferjunesi
í Villingaholtshreppi, d. 11.4.1870 á Dísastöðum,
bónda, hreppstjóra og spítalahaldara í Kaldaðarnesi
Hannessonar, f. 24.10.1747, d. 3.8.1802,
lögréttumanns og spítalahaldara í Kaldaðarnesi,
Jónssonar, f. um 1710, d. um 1780, bónda og
hreppstjóra í Sauðholti í Holtum og í Óseyrarnesi,
síðast á Stokkseyri, Ketilssonar, f. um 1670, d. um
1730, bónda og hreppstjóra í Litlu Sandvík og
Árbæ, síðast í Hraungerði, Sigurðssonar, f. um
1637, bónda og hreppstjóra á Flóagafli,
Þorsteinssonar.
Gísli Gíslason 2-4 var sonur Gísla, f. 4.6.1831 í
Traustholti í Gaulverjabæ, d. 3.7.1914 í Ásgarði,
bónda í Klausturhólakoti í Grímsnesi 1883-91,
Ólafssonar, f. 3.11.1794, d. 18.7.1849, bónda á
Mel í Þykkvabæ 1845, Jónssonar, f. um 1758, d.
um 1808, bónda á Efra Velli , Magnússonar, f. um
1703, bónda á Kirkjulandi og Hallgeirsey,
Ólafssonar, f. um 1651, bónda í Miðkoti í Vestur
Landeyjum, Ólafssonar.
Einar Helgi Guðmundsson 3-4 var sonur
Guðmundar, f. 11.9.1828 á Álfsstöðum á Skeiðum,
d. 15.1.1916, bónda og hreppstjóra í Miðdal í
Mosfellssveit, Einarssonar, f. 7.8.1796 á
Álfsstöðum, d. 19.5.1866, bónda á Álfsstöðum,
Gíslasonar, f. um 1702, d. 19.6.1807, bónda á
Álfsstöðum, Helgasonar, f. um 1721, d.
19.12.1801, bónda í Andrésfjósum á Skeiðum,
Þórðarsonar, f. um 1695, d. um 1758, bónda á
Álfsstöðum, Jónssonar f. um 1642, bónda í
Langholtshjáleigu í Hraungerðishreppi 1703,
Lafranssonar.
Pétur Georg Guðmundsson 4-4 var sonur
Guðmundar, f. 7.12.1856 á Reykjum í
Lundareykjardal, d. 7.4.1906, fórst með “Emilíu”,
smiðs og sjómanns á Akranesi, Þorsteinssonar, f.
2.2.1820 á Sarpi í Skorradal, d. 21.10.1884, bónda
á Reykjum í Lundareykjardal, Oddssonar, f. um
1786 á Stóra Botni á Hvalfjarðarströnd, d.
21.12.1846, bónda og hreppstjóra á Reykjum,
Jónssonar, f. um 1732, d. 2.7.1804, bónda á
Vatnshorni, Hvammi í Kjós og Stóra Botni,
Ísleifssonar, f. um 1696, d. um 1765, bónda í Litla
Botni og Hvammi, Ólafssonar, f. um 1657, d. um
1735, bónda í Hvammi í Kjós, Ólafssonar, f. um
1625, d. 17.1.1664, bónda í Hvammi, Jónssonar.
Þennan karllegg má rekja beint til Auðuns skökuls,
landnámsmanns í Víðidal.
Þorsteinn Bergsson er fæddur í Reykjavík 27.6.1964. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á
Egilsstöðum 1982, í fyrsta útskriftarhópi þeirra sem höfðu stundað allt sitt menntaskólanám við þann
skóla. Kom við í líffræði í Háskóla Íslands 1983 og 1984.
Búfræðingur frá Hvanneyri 1988. Búfræðikandídat frá
Búvísindadeild á Hvanneyri 1991. Svæðisbundin
leiðsögumannsréttindi (Austurland) eftir nám veturinn 1999-2000.
Þorsteinn ólst upp í Sauðhaga á Völlum hjá Birni Sigurðssyni
og Ásbjörgu Þorkelsdóttur , 1965-1972 , en síðan á Refstað í
Vopnafirði hjá móður sinni og stjúpföður, Þórði Pálssyni. Vann
almenn sveitastörf með skóla, en á árunum 1983-1988 ýmis störf
hér og þar um landið, einkum fiskvinnslu, sláturhússtörf og aðra
verkamannavinnu, en einnig skrifstofustörf og lítils háttar kennslu.
Hann var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1989
og 1990 og í fullu starfi frá 1991-1994, sinnti þar mest
sauðfjárrækt og kvótamálum. Ritstýrði bókinni Sveitir og jarðir í
Múlaþingi, V. bindi er út kom 1995 ásamt Ármanni Halldórssyni
og Sigmari Magnússyni.
Vann við skrifstofustörf o.fl. hjá Kaupfélagi Héraðsbúa 1995-
96. Sauðfjárbóndi á Unaósi frá 1996. Hann hefur unnið með
búskapnum við sláturhússtörf, síðast sem kjötmatsmaður og
einnig starfað sjálfstætt við þýðingar á ýmsum textum úr ensku og
Norðurlandamálum í tengslum við fyrirtækið Islingua á
Egilsstöðum. Þýddi skáldsöguna Galappagos eftir Kurt Vonnegut,
sem lesin var í útvarp sumarið 1994. Einnig hefur Þorsteinn unnið
sem leiðsögumaður, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum.
Þorsteinn hefur setið í stjórn Bsb. Austurlands frá 1998 og fulltrúi þess í skólanefnd
Hússtjórnarskólans á Hallormsstað frá 1999.
Hann kom að undirbúningi stofnunar Sláturfélags Austurlands og hefur verið í stjórn þess frá
upphafi, 2001, nú varaformaður.
Einn af stofnendum Félags um verndun hálendis Austurlands og í stjórn þess um árabil. Í stjórn
Menningarsamtaka Héraðsbúa um skeið.
Formaður Félags íslenskra búfræðikandidata frá 2003.
Hann hefur verið virkur á vinstri væng stjórnmála, á lista fyrir Alþýðubandalagið á Egilsstöðum í
sveitarstjórnarkosningum 1994 og fyrir vinstra samkrull 1998 og starfaði í nefndum á vegum þessara
framboða. Formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi 1994 og kosningastjóri þess í
alþingiskosningunum 1995. Hefur unnið ýmis fleiri félagsstörf sem of langt yrði upp að telja.
Ættir
& uppruni
Unaós
,,Uni Garðarsson, þess sem fyrst fann Ísland , fór til Íslands með ráði Haralds konungs hárfagra og
ætlaði að leggja undir sig landið, en síðan hafði konungur heitið honum að gera hann jarl sinn.Uni tók
land þar sem nú heitir Unaós og húsaði þar. Hann nam land sér til eignar fyrir sunnan Lagarfljót, allt
hérað til Unalækjar. En er landsmenn vissu ætlan hans, tóku þeir að ýfast við hann og vildu eigi selja
honum kvikfé eða vistir, og mátti hann eigi þar haldast.” (Landnáma). ,,Enn má sjá stórkostlegar tóftir í
túninu sem eru eignaðar Una.” (Þjóðsögur Jóns Árnasonar).
Unaós er ysta jörð á Fljótsdalshéraði austan megin. Landmikil (3000 ha.) en brattlend og
ræktunarskilyrði takmörkuð. Kostagóð sauðfjárjörð með hlunnindum af silungsveiði í Selfljóti, sem
rennur í ósinn sem jörðin er kennd við, ásamt lítils háttar reka. Fuglalíf auðugt og náttúrufegurð mikil og
býður jörðin upp á góða möguleika til ferðaþjónustu. Náttúruperlan Stórurð undir Dyrfjöllum er skammt
undan og nokkrar merktar gönguleiðir liggja um land jarðarinnar, á vit Borgarfjarðar og Víknaslóða.
Unaós
Umsjón:
Ármann
Þorgrímsson,
Akureyri.
Ég vil vekja athygli mjólkur-
bænda á grein í síðasta Bænda-
blaði um nýja mjólkursamninginn.
Þar kemur fram KRAFA um
að tilkynningu um aðilaskipti að
greiðslumarki fylgi samningur þar
sem m.a. komi fram kaupverð
greiðslumarks og verð á lítra.
Þetta er í raun óskiljanleg
krafa þar sem þarna er um einka-
mál viðkomandi að ræða og að-
gangur annarra þar með óheimill
og er þá í besta falli eingöngu til
að svala forvitni einhverra. Sé
tilgangurinn hins vegar sá að fá
þessa samninga í hendur þriðja
aðila til einhverra ótilgreindra
nota þarf að bregðast við því af
hörku, það er slík framkoma sem
líklega engri stétt væri boðið upp
á og engin önnur stétt léti bjóða
sér. Ég vil því benda þeim bænd-
um á sem eru að gera samninga
um kvótakaup og sölu þessa
dagana að setja inn ákvæði er
tekur af öll tvímæli um að hér sé
um trúnaðarmál að ræða og að-
gangur annarra óheimill án leyfis.
Ég vil svo hvetja hinn nýja for-
mann okkar, sem ég býð vel-
kominn til starfa og bind miklar
vonir við, að láta þetta mál til sín
taka og leiða hina gömlu forystu
okkar inn í nútímann.
Kveðja,
Þorsteinn, Fíflholti.
Bréf frá
bónda
Bóndi spyr
Hvar eru viðvörunarskiltin?
Gunnar Þórisson, bóndi í
Fellsmúla í Þingvallasveit, fór á
aðalfund Landssamtaka sauðfjár-
bænda sem haldinn var á Eiðum á
dögunum. Vegna þessa fór hann
hringveginn. Heimkominn sagðist
hann aðeins hafa séð tvö skilti sem
vöruðu við því að von gæti verið á
sauðfé á veginum. Annað skiltið
var í Sveinsstaðatungu og var
breiddur poki yfir það. Hitt skiltið
var í Suðursveit.
Hann segir að sauðfé gangi um
hinn fjölfarna Þingvallaveg en þar
er ekkert varúðarskilti. Hann sagði
að sig undraði hvað Vegagerðin
stendur sig illa í að merkja svæðin
þar sem hætta getur verið á sauðfé
á veginum. Hann sagði að fyrst
Vegagerðin girði ekki meðfram
vegunum væri lágmark að hún
setti upp varúðarskilti.
Eigendur sjávarjarða
við austanverðan
Eyjafjörð stofna félag
Í síðustu viku héldu landeigendur við
austanverðan Eyjafjörð fund á Grenivík
og ræddu bann veiðimálastjóra við
netaveiði göngusilungs. Fyrir
fundinum lá sú afstaða veiðifélaga við
Eyjafjörð að þau höfnuðu að draga til
baka beiðni sína um veiðibann. Stofn-
félagar voru tæplega 30 talsins.
Formaður félagsins er Haukur
Halldórsson, Þórsmörk og með
honum í stjórn eru Sveinberg Laxdal,
Túnsbergi og Ásta Flosadóttir, Höfða.
Á fundinum á Grenivík varð ákveðið að
stofna félag sem heitir Félag eigenda
sjávarjarða við austanverðan
Eyjafjörð. Fundurinn samþykkti
heimila stjórn að ráða lögfræðing til að
reyna hnekkja ákvörðun veiði-
málastjóra um bann við netaveiði.
Í 3. grein samþykkta félagsins segir að
tilgangur félagsins sé:
- að standa vörð um eignar- og nytja-
rétt sjávarjarðanna innan netlaga (115
m útfrá stórstraumsfjöruborði), jafnt
botninn sem sjónum þar yfir, þar með
talin öll veiði og hvers konar aðrar
nytjar.
- að koma fram fyrir hönd félags-
manna gagnvart hinu opinbera og
hverjum þeim öðrum sem þörf krefur.