Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 6. júlí 2004 17
Veldu náttúruliti
frá Íslandsmálningu
Allar Teknos vörur framleiddar
skv. ISO 9001 gæðastaðli.
ÍSLANDS MÁLNING
akrýlHágæða
málning
Íslandsmálning
Sætúni 4
Sími 517 1500
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Fyrir bændur og
matvælaiðnaðinn.
Hágæða vatns Epoxy
málning á gólf og veggi
Í vor lagði forsætisráðherra
fram á alþingi skýrslu um
samanburð á matvælaverði á
Íslandi, Norðurlöndunum og
ríkjum Evrópusambandsins,
sem unnin var af Hagfræði-
stofnun Háskóla Íslands. Skýrsl-
an er viðamikil og fjallar
ítarlega um þætti sem valda
verðmun milli landa sem og
samanburð á verðlagi matvæla
hér á landi og í nágranna-
löndunum.
Ýmsar ástæður eru nefndar
fyrir því að verð á vöru og
þjónustu er mismunandi milli
landa. Nefndar eru innflutnings-
vernd, tollar og aðrar opinberar
álögur sem og flutningskostnaður.
Þó leiðrétt sé fyrir þessu geta
ýmsir staðbundnir liðir leitt til
mismunar á verðlagi. Þar má nefna
aðgang að náttúrauðlindum, stærð
markaðar, launastig, löggjöf,
þróun gengis og hagstjórn og
ríkisumsvif. Einnig er fjallað um
flutningskostnað og samkeppni.
Vorið 2003 fóru um 15% af
neysluútgjöldum Íslendinga til
matar og drykkjarvara (án
áfengis). Þar af voru um 13,5% til
matvælakaupa. Samkvæmt
skýrslunni var verðlag á Norður-
löndunum (án Íslands) 26% hærra
en að meðaltali í Evrópusam-
bandslöndunum árið 2001. Verð á
Íslandi var 19% hærra en að
meðaltali á Norðurlöndunum og
50% hærra en að meðaltali í ESB.
Sjá má að ríkidæmi landa (kaup-
máttur) skýrir hátt vöruverð að
miklu leyti, þó ekki öllu, segir í
skýrslunni.
Af þáttum sem skýra verðmun
milli landa segir m.a. að
samkvæmt tollskýrslum nemi
flutningskostnaður á matvörum,
sem hingað koma frá útlöndum,
frá 7% til 25% af verði í
útflutningshöfn. Athygli vekur að
verðmunur matvæla milli Íslands
og Norðurlandanna, t.d. Dan-
merkur, liggur einmitt á þessu bili.
Síðan segir: "Landfræðileg
einangrun Íslands hefur einnig
dregið úr samkeppni á mörgum
mörkuðum sem hefur auðveldað
fyrirtækjum að halda uppi verði á
innflutningsvörum. Ekki leikur því
vafi á að fjarlægð frá þéttbýlli
löndum á þátt í háu matvöruverði
hér á landi." Þá er tekið fram að
lítill markaður hér á landi geri það
að verkum að stærðarhagkvæmni í
framleiðslu og viðskiptum nýtur
ekki eins við og í þéttbýlli löndum.
Fyrir vikið er verð á vörum og
þjónustu hærra hérlendis en víða
erlendis.
Þegar litið er á einstaka vöru-
flokka kemur í ljós að verðmunur
er nokkuð mismunandi. Verðlag á
fiski er svipað hér á landi og innan
ESB. "Kaffi, te, kakó og "aðrar
matvörur" (t.d. alls kyns sósur,
súpur og krydd) eru tiltölulega
litlu dýrari en í Evrópusambandinu
(30-40%), en óvenjumiklu munar
á verði sykurs og sælgætis, gos-
drykkja og brauðs, eða (60-70%)."
Við þetta er því að bæta að síðan
hefur grænmeti hér á landi lækkað
verulega vegna tollalækkana í
ársbyrjun 2002. Athygli vekur
þannig að vörur sem eru að mestu
tollfrjálsar og bera ekki háa skatta
eða gjöld voru tugum prósenta
dýrari á Íslandi en í Evrópu-
sambandinu.
Eins og áður segir er skýrslan
umfangsmikil og auk þess að fjalla
um samanburð á verðlagi við
nágrannalöndin er fjallað um
þróun verðlags á matvælum hér á
landi frá 1993 til 2004. Skýrsluna
er að finna í heild sinni á vef
alþingis þingskjali 1828 á síðasta
löggjafarþingi./EB
Skýrsla forsætisráðherra um
samanburð á matvælaverði á
Íslandi, Norðurlöndunum og
ríkjum Evrópusambandsins
Horft yfir túnin á Hesti í Borgarfirði.
Íslenski
safnadagurinn
2004
Stutt leiðsögn hjá
Búvélasafninu á
Hvanneyri
Íslenski safnadagurinn er
sunnudaginn 11. júlí nk. Af því
tilefni býður Búvélasafnið á
Hvanneyri upp á stutta
gönguferð með leiðsögn þann
dag. Leiðsögumaður verður
Bjarni Guðmundsson.
Viðfangsefnið verður
Menningarlandslag og verktækni
ræktunar á 20. öld. Lagt verður
af stað frá Búvélasafninu kl. 14
og litið við á nokkrum stöðum á
Hvanneyrarengjum og -túni þar
sem dæmi verða skoðuð og
aðstæðum lýst. Göngunni lýkur
síðan í Búvélasafninu þar sem
skoða má nokkur þeirra tækja
sem mótuðu ræktunarlandslag
sveitanna á á 20. öld.
www.buvelasafn.is