blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 1
11 punda bleikja á land - bls. 12 Tíu ráð til.betra sambands - bls. 20 '1 Ekki orðlausar -bls. 11 Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is ?-'• ;• ,.;v/ . V :• ■ m . FÓJk á iandsbyggðinni eRrii sektað - bls. 4 Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks - bls. 4 Dýrt einvígi - bls. 2 Engin titilvörn að ári Einar S. Einarsson og Boris Spasski skoöa skopmyndir frá einvígi aldarin- nar á Hótel Loftleiöum í gær. íslenska hagkerfið stefnir í kreppu Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri úttekt OECD á efnahagsmál- um á íslandi. í skýrslunni, þar sem fjallað er um stöðu og horfur í efna- hagsmálum OECD-ríkjanna, koma fram áhyggjur af þenslu hér á landi vegna mikils hagvaxtar um þessar mundir, samfara lækkandi sköttum. Skattalækkanir nú kalli ennfr emur á meira aðhald í ríkisfjármálum en ella hefði þurft. Mikilvægt sé að Seðla- bankinn hækki stýrivexti enn ffekar til að hamla gegn aukinni verðbólgu, en bent er jafhframt á þá hættu sem gæti skapast ef snögglega fjarar und- an uppsveiflunni þegar stóriðjufram- kvæmdunum lýkur. „Við vitum að stjóriðjuff amkvæmdum lýkur árið 2007 og höfum áhyggjur af því hvað gerist í hagkerfinu þá,“ seg- ir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Um þess- ar mundir er mikil þensla hér á landi og ríkisstjómin hefur látið Seðlabankann um að spoma á móti henni með hækkun stýrivaxta. Þetta hefur meðal annars þýtt að gengi krónunnar hefur styrkst mikið að und- anfömu. Að okkar mati er þetta ekki lækning á verðbólguvand- anum heldur aðeins frestun. Við slík- ar aðstæður verður viðskiptahallinn gríðarlegur, sem grefur undan krón- unni til lengri tíma. Þegar við kom- ASÍ hefur áhyggjur af stöðu mála. um úr hagvaxtarskeiðinu mun krón- an lækka verulega, sem aftur mun þýða snögga hækkun verðbólgu." Að sögn Ólafs Darra gerði hagdeild ASÍ allaf ráð fyrir þenslu um þessar mundir, í tengslum við stóriðju- framkvæmdir. Hann bendir hins vegar á að nauðsynlegt hefði ver- ið að ríkissjóður hefði spennt á móti í uppsveiflunni, meðal annars með minnkun ríkisútgjalda. J’að hefði þurft meira aðhald í rík- isfjármálunum. Við höfum bent á að skattalækkanir nú séu illa tímasett- ar og að þær séu beinlínis verðbólgu- hvetjandi, enda hafa skattalækkanir sömu áhrif og aukin ríkisútgjöld. Það hefði ennffemur þurft að draga úr ríkisútgjöldum, til dæmis með því að draga úr framkvæmdum." í skýrslu OECD er sagt að ef ffam sem horfir geti íslendingar átt von á stóru verðbólguskoti, og jafnvel kreppu á næstu árum. „Við gerum ráð fyrir verðbólgu og þeirri óáran sem slíku fylgir,“ segir Ólafur Darri. JEívort við eigum von á kreppu er erfitt að segja til um. Hins vegar má fullyrða að útlitið þyrfti ekki að vera jafndökkt ef efnahags- stjóm hefði verið með öðrum hætti," sagði Ólafur Darri að lokum. ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga blaöiö

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.