blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 10
10 föstudagur, 27. maí 2005 ! blaðið Hlaupum í - /i I; V- agnar.burgess@vbl.is Sumarið er tíminn fyrir útivist og hreyfingu og því ekki seinna vænna en að koma sér af stað. Á hlaupavefnum www.hlaup.is má finna allar þær upplýsingar sem þörf er á til að vita hvað er í gangi, hvar og hvenær í hlaupaheim- inum. í Blaðinu í gær nefndum við nokkur atriði varðandi skóbúnað svo þá er bara að skella sér á netið til að finna helstu hlaupaleiðir og rjúka út um dyrnar til móts við náttúruna og betra lífs með hreint loft í lungum. Þétt dagskrá Yfir 20 hlaup eru nú þegar skráð á hlaupavefinn fyrir sumarmánuðina. Hæst ber sennilega að nefna árlega Reykjavíkurmaraþonið en flöldamörg önnur eru einnig í boði. Á morgun verður Akraneshlaupið, 19. Heilsu- hlaup Krabbameinsfélagsins verður á fimmtudaginn og Blóðbankinn held- ur fjölskylduskokk sitt 4. júní. Svona má halda áfram svo líklega er best að birta listann bara og benda þeim sem meira vilja vita á www.hlaup.is. 02 júní - Heilsuhlaup Krabbameins félagsins 02 jún: - Skútuhlaupið Patreksfirði - Skaftárhlaup 04 iun^ - Fjölskylduskokk Blóðbankans - IVIadonnuhlaupið í Krýsuvík 17 júní - Kvennahlaup ÍSÍ - Álafosshlaup (minningarhlaup) - Sparisjóðshlaup UMSB - Miðnæturhlaup á Jónsmessu - Mývatnsmaraþon jún - Óshliðarhlaup Joú - Bláskógaskokk HSK 02 júii - Þorvaldsdalsskokk 05 júli - Fjallaskokk yfir Vatnsnesfjall Oíi - Námsflokkahlaupið 18 júlí - "Laugavegurinn" 16 jú : - Blönduhlaup 23 j - Jökulsárhlaup 30 júii - Barðsneshlaup 04 áy - Vatnsmýrarhlaupið 13 ágús - Heljuhlaup i Svarfaðardal 20 agúst - Reykjavíkur maraþon 1 1 Íwm n Jr FJI SKtr K ■ var hlaupið Það er hægara sagt en gert að rífa sig upp úr sófanum og koma sér í hlaupaform. Á hlaupavefinn hefur Sigurður P. Sigmundsson hlaupagikkur skrifað fjölmarga pistla og fékk Blaðið leyfi til þess að birta einn þeirra. Pistillinn er skrifaður sem æfingaáætlun fyrir byrjendur. í yijendur ættu að fara rólega af stað. Þegar meta skal hversu mikið hveij- um og einum er ráðlegt að gera í upp- hafi þarf að taka tillit til aldurs, lík- amlegs ástands og bakgrunns. Fólk sem komið er á miðjan aldur og er að byrja að hreyfa sig reglulega ætti t.d. að byrja á því að ganga og skokka til skiptis. Það er alltof algengt að fólk spenni sig of mikið of fljótt. Skynsam- legt er að byggja sig upp í rólegheitun- um og ná upp góðum grunni. Það er miklu skemmtilegra að spreyta sig í almenningshlaupunum ef maður hef- ur undirbúning að baki. Hvað er best að gera og hversu mik- ið? Ráðlegt er að prófa sig áfram því fjölbreytni er af hinu góða. Ganga, skokk, sund, hjólreiðar og létt leik- fimi eru allt góðir valkostir. Einhver blanda af þessu getur vérið besti kosturinn en ef fólk fær áhuga á ein- hveiju öðru fremur er það gott og gilt. Aðalmálið er að hreyfa sig og hafa ánægju af því. Þó skal forðast að fara í of mikil átök of fljótt, svo sem hopp og lyftingar. Fyrsta æfingaáætlunin er sú að ákveða að gera eitthvað t.d. þrisvar í viku og reyna að festa ákveðna daga fyrir æfingarnar. Síðan má auka álag- ið og fjölga æfingadögunum eftir því hvemig miðar. Mikilvægt er eigi að síður að hafa einhvem sveigjanleika þannig að tillit sé tekið til veikinda og annarra aðstæðna. Æfingaáætlun getur verið mikil- væg hjálp fyrir þá sem vilja undirbúa sig markvisst fyrir tiltekið hlaup. Þá skiptir máli að stígandi sé í áætl- uninni. í áætluninni hér er gengið út frá því að viðkomandi hafi lítið stundað líkamsrækt. Þeir sem hafa betri grunn eða eru komnir áleiðis gætu byijað síðar í áætluninni t.d. á viku sex. Einnig gætu þeir tvöfaldað uppgefnar vegalengdir á töflunni. í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir hraðaæfingu, enda engin ástæða til þess fyrir byrjendur. Þegar viðkom- andi er kominn með nokkurn grunn- styrk getur verið ástæða til að taka léttar hraðaæfingar einu sinni í viku til að fá meira hraðaúthald og stjuk. Birt með góðfúslegu leyfi www.hlaup.is Mín reynsla er sú að þeir sem vilja vera í góðu formi verða að hreyfa sig a.m.k. þrisvar í viku. Ég hef gjarnan stillt því þannig upp að á sunnudegi sé lengsta æfingin, frí á mánudegi, hraðara og styttra á þriðjudegi, frí á miðvikudegi, á fimmtudegi það sama og á þriðjudegi nema hægara, og frí á fóstudegi og laugardegi. Þegar lengra er komið bætist fjórða æfingin á laugardaginn og síðan sú fimmta á miðvikudaginn. Æskilegt er að blanda styrktar- og teygjuæf- ingum við hlaupaæfingarnar. Eg hef t.d. þróað upp hoppprógramm og lyft- ingaprógramm fyrir hendur (1-3 kg handlóð) fyrir þá skokkhópa sem ég hef verið með og hefur það gefið góða raun. Engin ástæða er til að hreyfa sig meira en fimm sinnum í viku fyrr en eftir nokkurra ára reynslu og ein- ungis ef verið er að stefna að þátttöku í hálfmaraþoni eða lengra. í tímarit- inu Hlauparanum er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar og æfingaáætl- anir fyrir byijendur, t.d. í 1. og 2.tbl. 1994, 3. tbl. 1995 og 1. tbl. 1998.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.