blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 22
I I ■> föstudagur, 27. maí 2005 1 blaðið VANTAR RAFVIRKJA UPPL í SÍMA. -8991993- straumver@isl.is Samkvæmt fréttum frá höfuðstöðv- um Knattspymusambands Evrópu eru nánast engar líkur á að Liverpo- ol, sem í fyrradag fagnaði sigri í Meistaradeildinni, fái að verja titil- inn á næstu leiktíð. Mál eru þannig með vexti að England fær fjögur sæti í Meistaradeildinni ár hvert til handa liðunum í fjórum efstu sætunum í úrvalsdeildinni. Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton urðu í fjórum efstu sætunum og samkvæmt nýjustu reglum UEFA verður lið að ávinna sér þátttökurétt í gegnum landstitil en Evrópumeistarar fá ekki lengur sjálfkrafa þátttökurétt á næstu leiktíð. Enskir ætla að beita þrýstingi David Davies hjá Enska knatt- spymusambandinu ætlar að reyna að setja þrýsting á UEFA (Knattspymu- samband Evrópu). William Gaillard, talsmaður UEFA, lét hafa eftir sér enn og aftur í gær að sambandið hyggðist ekki breyta reglum sínum og því væri ljóst að Liverpool kæmi ekki til með að veija Evrópumeistara- titilinn á næstu leiktíð. „Þessi regla hefur þegar verið notuð einu sinni. Það var leiktíðina 2000-2001 þegar Real Madrid varði titil sinn en varð í fimmta sæti í spænsku deildinni. Real Zaragoza varð í fjórða sæti og spænska sambandið ákvað að láta Real Madrid fá sætið," sagði Gaillard í viðtali á BBC 5 útvarpsstöðinni í gær. „Þetta er hörð og erfið ákvörð- un en reglur era reglur og eftir þeim verður að fara.“ Það er því nokkuð ljóst, eins og staðan er í augnablik- inu, að Liverpool verður í Evrópu- keppni félagsliða á næstu leiktíð en félagið vann sér þátttökurétt þar en ekki í Meistaradeildinni. Rýmum fyrir nýjum vörum - aðeins í fáa daga! RYMINGARSALAI G0LFDEILD allt að 70% afsláttur Heilt golfsett í poka, verð frá kr. 18.750. (Fæst einnig vinstri handar). Golffatnaður allt að 70 % afsláttur. Golfpokar 25 - 40 % afsláttur. Rafmagnsgolfkerrur verð frá kr. 24.900,- Golfboltar í heilum kössum 20 % afsláttur. Barnagolf, golfsett í poka frá kr. 8.900,- Hippo og Howson járnasett 20 ~ 40 % afsl.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.