blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 12
12 veiði y^J föstudagur, 27. maí 2005 I blaðið Svavar Sölvason með vænan fisk úr Laxá í Dölum en stórfiski fækkar með hverju árinu í veiðiánum. Stórlaxinn: Honum ffé&fcftr Stórlaxinum hefur fækkað stórlega í laxveiðiánum hin síðari árin. Það má sjá í veiðibókum þegar þeim er flett fram og til baka. „Jú, stórlaxinum hefur fækkað hérna í Laxá í Dölum eins og annars staðar. Við sjáum það ef við kíkjum í bækumar hin síðari árin,“ sagði Jón Egilsson, formaður Veiðifélags Lax- dæla, þegar stórlaxinn bar á góma fyrir skömmu, og fleiri hafa áhyggjur af stórlaxinum. Hann hefur veitt marga stórlaxa í gegnum árin hann Þórarinn Sigþórs- son og þeim hefur fækkað hjá honum líka eins og öðrum veiðimönnum. Fyrir þremur árum árum veiddi Þórarinn 22 punda lax í Víðidalsá í Húnavatnssýslu. Hann sá stærri fisk en fékk hann ekki til að taka. Já, það er Ijóst að stórlaxinum hef- ur fækkað verulega, eins og í Norð- urá í Borgarfirði, þar sem það telst til stórtíðinda að veiða stórfisk um 20 pund. Sífellt færri sögur heyrast af stórlöxum en áður. Veiðimálastofnun hefur hvatt veiðimenn til að sleppa stórfiski og það er alveg hægt að taka undir það. í stórlaxánni Laxá í Aðal- dal hefur stórfiski snarfækkað hin síðari ár, þar sem var mikið af hon- um fyrir nokkrum tugum ára. Það jti arinu hefur breyst og þetta er bara gangur- inn í veiðinni. Færri stórfiskar á færi veiðimanna. Laxinn er kominn í Laxá í Kjós en fiskurinn sést vel vegna þess að það er ekki mikið vatn í ánni. Eitt- hvað hafa menn kíkt í Norðurá en lítið séð af laxi ennþá en hann gæti alveg verið kominn samt. Miklar framkvæmdir hafa verið við veiðihús- ið við Norðurá og ganga þær vel. Eftir að hlýna tók aðeins hefur verið betri veiði í vötnum eins og Elliða- vatni og Vífilsstaðavatni. Veiðimað- ur, sem var í Vífilsstaðavatni fyrir fáum dögum, veiddi fimm fallegar bleikjur. Varmá: 11 punda bleikja á land GLæsilegt úrvaL Sisal oq Kókos góLfteppa HeimiLisgóLfdúkar Tilboðsverð frá kr. 900 á m2 Teppamottur 40% afsláttur Teppi horn í horn Jón Hugi Ríkharðsson með 11 punda bleikju úr Varmá en fín bleikjuveiði hefur verið þar síðustu daga. Eitt kort 20 vatnasvæði Stigateppi Níðsterk og létt í þrifum GOLFBUNAOUR KJARAN EHF • SÍÐUMÚU 14 • 108 REYKJAVÍK SlMAR 510 5510 • 510 5500 OPIÐ VIRKA DAGAKL. 8-18. Það hefur verið bullandi veiði í Varmá og þá sérstaklega í bleikjunni síðustu daga. Ríkharður Hjálmars- son lenti heldur betur í góðri veiði í ánni fyrir fáum dögum með Jóni Huga, syni sínum. „Við fengum þennan 11 punda bolta á miðsvæðinu í Varmá og sú bleikja tók fluguna Bleikt og blátt,“ sagði Ríkharður Hjálmarsson, sem var að koma af veiðislóðum fyrir fá- um dögum. „Þessar bleikjur fengum við á veiði- stað sem kallast Stíflan og þar fyrir neðan. Veiðimaðurinn sem veiddi fiskinn heitir Jón Hugi Ríkharðsson og var honum aðeins hjálpað við að landa eftir mikil hlaup á eftir henni. Það hefur verið rólegt yfir sj óbirtingn- um en bleikjuveiðin hefur verið fín og það var mikið af henni þarna,“ sagði Ríkharður ennfremur. Aðrir veiðimenn sem voru voru þarna nokkrum dögum seinna veiddu vel af bleikju og margar voru vænar. Einn daginn getur síðan bleikja verið horfin af svæðinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.