blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 18
föstudagur, 27. maí 2005 I blaðið á Hrc ernak@vbl.is Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Hróarskelduhá- tíðina en von er á síðustu miðunum í hús nú í lok maí. AUt flug sem Stúd- entaferðir áttu frátekið vegna hátíðar- innar er löngu uppselt en fólk getur sjálft séð um flugþáttinn með Iceland Express eða Icelandair. Talið niður „Við erum bara farin að telja niður,“ segir Hrund Þorgeirsdóttir, þjónustu- fulltrúi Stúdentaferða, en von er á síð- ustu sendingu af miðum nú í lok maí. Hún segir að salan hafi farið mun fyrr af stað en áður en kann engar aðrar skýringar á því en að hátíðin sé sífellt vinsælli. „Við settum stefnuna á að selja fleiri miða en í fyrra en þá seldum við 670 miða. Nú þegar höf- um við selt um 650 miða svo þeir sem ætla sér að fara verða að hafa hraðar hendur því það eru einungis um 40 miðar eftir." Margar grúppur Hróarskelduhátíðin er að venju þétt- setin alls kyns hljómsveitum og uppá- komum. Aðaláherslan verður lögð á skemmtun, útilegu, afþreyingar og uppákomur fyrstu fjóra dagana fyrir hátíðina og í kjölfarið verða svo íjórir dagar þéttskipaðir tónlistaratriðum. Þar ber hæst Ozzy Osboume með gömlu hljómsveitinni sinni Black Sab- bath, Brett Anderson með hljómsveit- inni The Tears, Snoop Dogg og Green Day. Þá verður þama einnig gamli Beach Boys forsprakkinn Brian Wil- son Foo Fighters með Dave Grohl, fyrrverandi trommara Nirvana í far- arbroddi, eighties-bandið Duran Dur- an og Audioslave, sem er samblanda af meðlimum Rage Against the Mac- hine og Soundgarden. Ódýr skemmtun Hmnd segir að margir sem kaupa miða líti svo á að þar með séu þeir að tryggja sér ódýran miða til að sjá fjölda hljómsveita. Hún segir að marg- ar þeirra verði á íslandi í sumar en margir vilji sjá þær á báðum stöðum. „Auðvitað em margar skemmtilegar hljómsveitir að spila á Hróarskeldu og margar þeirra munu einnig spila á íslandi í sumar. Margir sjá sér leik á borði og vilja tryggja sér miða á Hróarskeldu fyrir 15.500 krónur og geta þá fengið mun meira fyrir pen- inginn því þar kemur saman íjöldi frægra hljómsveita eins og Foo Figt- hers og Duran Duran. Svo eigum við auðvitað okkar fulltrúa, Mugison og Brúðarbandið." Tjaldstæði Hró- arskelduhátíðarinnar verður opnað sunnudaginn 26. júm' og hátíðin hefst fimmtudaginn 30. júní. Meira um hátíðina á www.roskilde-festival.is Á sportbíl um Suður-Ítalíu - öðruvísi sumarfrí Sænska ferðaskrifstofan Fritidsre- sor býður í sumar upp á vikulanga ökuferð um Kalabríu-hérað á Suður- Ítalíu. Ökutækið er hvorki meira né minna en glæsilegur Triumph Spitfire forn-sportbíll og fyrirhugaður er hóp- akstur á nokkram slíkum um þetta fallega hérað við Miðjarðarhafið. Hver bíll rúmar tvo farþega og innifal- ið í pakka ferðaskrifstofunnar er flug frá Svíþjóð til S.-Ítalíu, kennsla á bíl- inn, gisting á fimm fjögurra og fimm stjömu hótelum, fullt fæði, bensín á bílinn og leðurslá fyrir ökumanninn. Lagt verður upp í ferðina frá Club Belmonte á Miðjarðarhafsströndinni og stansað verður á áfangastöðum þar sem ferðalanga bíða uppbúin borð utandyra með hvítum dúkum, postulíni og kristal. Enskumælandi leiðsögumaður segir ferðalöngum af stöðum og staðháttum en leiðsögnin fer fram með heyrnartækjum. Ferðin kostar um 140.000 krónur og nán- ari upplýsingar um ferðina má fá á www.fib.is Pestir og T( - hverju þarf að huga að? ■ i Ekki er ástæða til að fresta skipulögð- um ferðalögum til Suðaustur-Asíu vegna fuglaflensunnar en fulltrúar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) vöruðu við því fyrr í mánuð- inum að mikil hætta væri á að fugla- flensan, sem kostað hefur 45 manns lífið í Asíu, verði að heimsfaraldri. Mikilvægt er þó á ferðalögum að sýna almenna aðgát. Hreinlæti mikilvægast Haraldur Briem sóttvamalæknir segir að ferðamenn á þessum slóðum þurfi ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir en gott sé að hafa varann á sér varðandi matvæli og borða ekk- | ert nema það sé vel soðið eða steikt. „Við höfum ekki gefið út neinar sér- ; stakar viðvaranir en höfum ráðlagt | fólki sem fer til Suðaustur-Asíu að | forðast fuglamarkaði og þvo sér vel um hendumar og forðast hrámeti." Haraldur segir að ef maturinn er rétt og vel matreiddur sé ekki ástæða til að sniðganga fuglakjöt og egg. Þeir ; sem hafa smitast eru í beinu sam- bandi við lifandi fugla, umönnun og slátmn. Litlar líkur á hermannaveiki Hermannaveikin er almennt eitthvað sem menn þurfa ekki að vera hræddir við en hún skýtur upp kollinum reglu- lega. „Erfitt getur reynst að grípa til ráðstafana vegna hennar því ómögu- legt er að segja fyrir um hvar henn- ar getur orðið vart. Hermannaveiki sprettur út frá jarðvegsbakteríu sem oft er í grunnvatni en mikil áhersla er lögð á að fylgst sé vel með öllum vatnskerfum." Upp kom frægt mál í Hollandi fyrir tveimur árum þegar fjöldi manns sýktist út frá gosbrunni í verslanamiðstöð en Haraldur segir afar litlar líkur á því að fólk smitist afhermannaveiki. Iðrapestir algengastar Það fer eftir því hvert fólk er að ferð- ast hvaða ráðstafanir og vara það þarf að hafa á sér. „Almennt hrein- læti er alltaf gott, að þvo sér oft um hendur og forðast hráan mat og salöt, sem hafa staðið frammi lengi en iðra- sýkingar era algengustu kvillar ferða- manna. Það era hundrað manna sem koma heim með slíkar sýkingar eftir ferðalög erlendis. Það eru gömul og góð ráð þegar ferðast er að borða ein- ungis það sem er vel steikt eða soðið og ef menn velja sér ávexti þá ættu þeir að vera þannig að hægt sé að af- hýða þá, það er öraggast. Gott er að tala við sinn lækni áður en ferðast er og fá bólusetningar þegar við á og fá góð ráð,“ segir Haraldur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.