blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 23
blaðið I föstudagur, 27. maí 2005 hefur fengið á sig er vegna sendinga og meðferðar með knöttinn en ég er búinn að sjá hann spila tvo leiki með Brann í vetur og sá einn leik í sjónvarpi. Hann hefur staðið sig vel og sýndi það í leiknum á móti Start á dögunum og okkur Ásgeiri fannst hann báðum rólegri með boltann. Hann er náttúrlega að vinna að þess- um veikleika sínum sýknt og heilagt alla vikuna í sínu liði. Hann hefur ótví- ræða hæfileika sem vamarmaður að vinna bolta. Þegar hann nær tökum á tækninni held ég að við verðum svo komnir með mjög sterkan leikmann." Veikir það okkar lið mikið að missa Hermann, Heiðar og Jáhannes KarH „Jú, það gerir það ugglaust. Þetta eru ekki bara góðir fótboltamenn held- ur hafa þeir reynslu sem þeir sem eru að koma inn hafa ekki. Hermann hef- ur verið eins og kóngur í vörninni hjá okkur og Heiðar frammi á vellinum og er hann afar sterkur þar. Málefni Jóhannesar Karls eru þess eðlis að hann hefur sjálfur ákveðið að vera ekki með og það er hans ákvörðun, Tveir nýliðar hjá Loga og Ásgeiri - viðtal við Loga Ólafsson landsliðsþjálfara um valið á landsliðinu Þú ert með nokkra unga stráka í liðinu núna. Ertu að byggja til framtíðar? „Já, unga og ekki unga. Jóhannes Harðarson er ekki mjög ungur þann- ig lagað sem knattspyrnumaður. Hann var svolítið í felum í Gronin'gen í Hollandi á sínum tíma en hefur ver- ið að standa sig afar vel með liði sínu, Start í Kristiansand. Haraldur Guðmundsson hefur einnig staðið sig mjög vel með Ála- sundi. Ég sá Harald til dæmis leika gegn Válerenga gegn manni eins og Steffan Iverssen, sem er mjög sterk- ur leikmaður og þið þekkið ugglaust. Þar var Haraldur að standa sig mjög vel og hann fær góða dóma. Síðan hef ég séð Jóhannes spila í sjónvarpi. Hann var því miður í banni þegar við Ásgeir sáum leik Start og Brann. Sá hugur og andi sem er gagn- vart Jóhannesi í Kristiansand er að- dáunarverður og hann er talinn einn af betri mönnum liðsins. Ástæðan fyrir þessu vali, fram yfir að taka menn sem hafa verið að leika í 1. deildinni í Englandi, er að það verður tæpur mánuður síðan deild- inni lauk í Englandi þangað til þessi leikur er. Meðan þessir menn eru að spila vel finnst mér sjálfsagt að skoða það.“ Við höfum ekkert séð Jóhannes spila hérna á Islandi. Hvernig leik- maðurer hann? „Jóhannes er teknískur miðjumað- ur sem er mjög duglegur. Hann get- ur bæði spilað boltanum vel frá sér, hann getur unnið boltann og er með góðar sendingar fram völlinn. Það er svolítið sem við höfum verið að baks- ast með í okkar liði - að við höfum ekki verið nógu góðir í að halda bolt- anum - og Jóhannes er liður í því að styrkja hópinn hvað það snertir." Talandi um leikmenn sem hafa ver- ið að spila vel. Tryggvi Guðmundsson er kominn ( hópinn eftir að hafa spil- að frábærlega hér heima. „Já, þegar við Ásgeir tókum við liðinu á sínum tíma ræddum við við Tryggva, sem og aðra leikmenn, og gerðum þeim grein fyrir því með hvaða hætti þeir yrðu notaðir í okk- ar liði. Við sögðum Tryggva að hann myndi nýtast okkur þegar við værum að fara í leiki þar sem við sækjum meira en minna, og hugsanlega gegn veikari þjóðum. Hann afgreiddi leik okkar gegn Færeyjum á sínum tíma svo við vit- um að hann er mjög marksækinn, hann veit hvar markið er og er í góðu formi núna. Hann skorar mörg mörk og það þurfum við að fá. Svo er þetta kannski svolítil ábending til fótbolt- ans að það er enginn dauðadómur að koma til íslands og spila fótbolta." Hvað með Auðun Helgason? Nú er hann ekki í hópnum. „Nei, en hann kom mjög vel til greina. Við veltum honum mikið fyrir okkur en þá hugsuðum við hann sem bakvörð eða hafsent. Við erum með tvo menn í þeirri stöðu sem við tökum fram yfir hann að þessu sinni. Það eru Kristján Örn Sigurðsson og Grétar Rafn, sem hefur leikið þessar stöður báðar.“ Nú hefur Kristján Orn fengið smá- gagnrýni á sig í Noregi. „Já, helsta gagnrýnin sem hann sem við virðum, og við vitum að það kemur maður í hans stöðu. Við erum með efnilega og góða leikmenn þarna á miðjunni, sem geta komið í hans stað.“ Hafið þið rætt við hann? „Nei, ekki við, en Geir Þorsteins- son hefur rætt við hann.“ Gunn- ar Heiðar Þorvaldsson hefur líka spilað mjög vel í Svíþjóð „Já, Gunnar kom aðeins í okkar hóp í fyrra og var með okkur úti í Króatíu og á Ítalíu. Ég hef líka séð hann spila í Svíþjóð og mér finnst hann hafa tekið miklum framfórum. Hann er orðinn hraðari, vinnusamari og hefur alltaf verið öflugur fyrir framan markið. Hann mun spila með 21 árs liðinu. Hann varð fyrir því óláni úti í Noregi að lenda í samstuði við Frode Kippe og kollegar ykkar þarna í því landi hafa nánast afhausað hann þannig að honum hefur ekki verið ýtt inn á völlinn nema að litlu leyti eftir það. Þess vegna teljum við að það sé gott fyrir Hannes að fara að spila þennan U-21 leik og svo sjáum við til. Ef eitt- hvað gerist í okkar hópi með leikbönn eða meiðsli er aldrei að vita nema við kippum Hannesi yfir.“ Eiður Smári hefur verið að spila aðrar stöður hjá Chelsea en eingöngu í framlínunni. Hafið þið íhugað að færa hann aftur hjá ykkur? „Já, við höfum gert það. Hann hef- ur reyndar spilað þessa stöðu hjá okkur áður, reyndar á móti Englandi, og það minnti nú lítið á fótboltaleik nema að það voru mörg mörk skoruð. Að vísu var þetta þannig að þegar Rúnar Kristinsson var í liðinu hj á okk- ur að þeir voru mikið að skipta um stöður þannig að Eiður þekkir þetta mjög vel. Hann er góður í að koma til baka og fá boltann. Það gladdi okkur og við höfum reyndar alltaf vitað að Eiður getur leikið þessa stöðu. Ástæð- an fyrir því að hann hefur ekki gert það fyrr er kannski sú að vinnusemi hans og hlaup án bolta og hlaup í varnarleik hafa tekið miklum stakka- skiptum og það finnst okkur hafa ver- ið til bóta.“ Er hann leiðtoginn sem vantar á miðjuna eftir að Rúnar fór? „Éiður Smári er leiðtogi, hvort sem Rúnar er með eða ekki. Það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur að fá Eið Smára inn í þennan hóp. Knatt- spyrnugeta hans er engum vafa und- irorpin og ekki bara geta hans á vell- inum heldur mun hann færa öðrum leikmönnum sjálfstraust, sem ég held að sé mjög mikilvægt." Munum við sjá sóknarbolta í leikj- unum tveimur? „Það var nú einhver sem var svo skemmtilegur í svona viðtali að hann sagði: Við sækjum þegar við höfum boltann. Við erum að fara að spila á móti sterkri þjóð, sem er Ungveijar, og einbeitum okkur að því fyrst til að byija með. Við vitum að grunnurinn að því að við sigrum í leikjum er að við höldum okkar marki hreinu. Við vitum að við munum skapa okkur færi en grunnurinn er að halda mark- inu hreinu og síðan gerum við okkur grein fyrir því að við verðum að fara ögn fleiri í sóknina en við höfum gert áður.“ Eigum við einhverja von í riðlin- um? „Við verðum bara að einbeita okk- ur að þessu eina verkefni og svo sjá- um við til. Það verða einhverjir sem verða fáanlegir til að telja til einhver stig ef við fáum þau.“ Viðtal við Harald Frey Guðmundsson Haraldur Freyr Guðmundsson var í gær valinn í A-landslið karla í knatt- spyrnu í fyrsta sinn. Þessi 23 ára varnarmaður gekk til liðs við Aale- sund FK í janúar en vakti verðskuld- aða athygli með Keflavík síðasta sum- ar. Við heyrðum í Haraldi sem var að vonum ánægður með að vera kominn í íslenska landsliðið. Kom þér á óvart að vera valinn í landsliðið á þessum tímapunkti? „Ég vissi að ef ég stæði mig héma í Noregi þá ætti ég möguleika á sæti í liðinu en auðvitað kom þetta skemmti- lega á óvart.“ Voru landsliðsþjálfararnir búnir að kíkja á leik með þér svo þú vitir til? „Nei, ekki svo ég viti til. Ég veit að minnsta kosti þá ekki hvaða leik þeir komu á en heyrði af einhverjum þvælingi hjá þeim héma í Noregi um daginn." Hafa þeir rætt eitthvað við þig um valið á þér? Veistu hvort þú fáir að spila? „Nei, það verður örugglega bara gert þegar hópurinn kemur saman en ég er staðráðinn í að nýta mitt tæki- færi ef ég fæ það.“ Er þetta ekki gríðarlega stórt stökk fyrir þig að fara í atvinnumennsku og verða valinn í landsliðið á rétt rúm- lega hálfu ári? „Jú, kannski, en vissulega hef ég tekið framfóram með því að geta ein- beitt mér 100% að boltanum héma úti. Ég fæ að kljást við betri leikmenn og boltinn er hraðari þannig að mað- ur tekur framfórum." Hvernig hefur þér gengið síðan þú gekkst í raðir Aalesund? „Það hefur gengið mjög vel hjá mér persónulega. Klúbburinn er lítill og heimilislegur og það hefur ekki verið mikið mál að koma sér fyrir hérna. Reyndar hefur okkur ekkert gengið alltof vel að plokka inn stig það sem af er móti en ég hef fulla trú á að það fari að koma hjá okkur.“ Þú hefur fengið frábæra dóma í Noregi með liðinu. Er þetta ekki að ganga vonum framar? „Jú, vissulega hefur gengið vel. Þetta er bara eitthvað sem maður stefndi á - að komast í liðið og svo er bara að halda áfram. Hvort ég fæ góða dóma í blöðunum skiptir mig ekki miklu máli, maður veit alltaf best sjálfur hvort maður spilar vel eða illa.“ Hvernig hafa stuðningsmennirnir tekið á móti þér? „Þeir hafa tekið mér mjög vel og emm við án nokkurs vafa með bestu stuðningsmenn í Noregi. Það er góð tilfinning að ganga inn á völlinn okk- ar fyrir framan stuðningsmenn okk- ar. Bærinn hérna er með einhvers konar fótboltaveiki og gjörsamlega elskar fótboltaliðið sitt. Það snýst allt um boltann hér í þessum bæ.“ Hvernig er að vera atvinnumaður í Noregi? Er þetta eintómur dans á rósúm? „Það er bara ágætt. Ég hef það a.m.k. mjög gott en að sjálfsögðu er þetta ekki bara dans á rósum. Það er æft stíft og þá sérstaklega á und- irbúningstímabilinu. Núna þegar að tímabilið er byijað þá er minna um erfiðar æfingar en á móti er leikja- álagið meira.“ Hvernig hefur þér gengið að aðlag- ast? „Það hefur í raun gengið mjög vel. Strákamir í liðinu hafa tekið mér vel og eins stuðningsmennirnir. Ég er búinn að koma mér vel fyrir og mér líður bara vel hérna í Álasundi.“ Er mikill munur á aðstöðunni hjá Aalesund og Keflavík, þar sem þú varst áður? „Já, ég myndi segja það. Umhverf- ið er allt annað. Það sem skilur mest á milli almennt heima og svo það sem gerist í atvinnumennskunni er að í kringum liðið og klúbbinn eru menn á fullum launum en eru að gera þetta í sjálfboðavinnu heima, a.m.k. hjá Keflavík. Þar er samt staðið vel að málum og reyna þeir að gera þetta eins faglega og þeir geta. Þeir menn sem standa í þess- ari sjálfboðavinnu eiga hrós skilið." Fylgistu með íslenska boltanum eft- ir að þú fórst út? „Já, ég fylgist mikið með boltan- um heima í gegnum netið. Maður sér fótboltakvöld og les svo þess- ar helstu fréttir á fotbolta.net." Hvað finnst þér um stöðu mála hjá þínugamla félagi, Keflavík? „Mér finnst staðan ágæt þar. Liðið hefur misst marga leikmenn frá því í fyrra. Eftir var samt góður kjami og hefur liðið svo fengið marga góða leik- menn til sín. Ég hef engar áhyggjur af því að Keflavík standi sig ekki vel. Eigum KR á morgun heima og þeir vinna þann leik eins og vanalega þeg- ar KR kemur í heimsókn." Hvers saknarðu mest frá Islandi? „Ég sakna vina minna og fjöl- skyldu mest.“ Við höfum heyrt af áhuga hol- lenskra liða á þér. Hefur þú heyrt eitt- hvað af því? „Já, ég hef eitthvað heyrt af því. Ég einbeiti mér bara að því að spila og ef eitthvað annað kemur upp á borðið í sumar eða seinna þá skoðar maður það þá.“ Hefðirðu áhuga á að fara í hol- lenskt lið? „Ég er alltaf tilbúinn að skoða allt og Holland er örugglega mjög góður kostur." Hver eru framtíðarmarkmið þín? „Að vera heill heilsu, bæta mig sem knattspyrnumaður og gera það sem mér finnst skemmti- legast - að spila fótbolta."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.