blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 11
blaðið i föstudagur, 27. maí 2005 Ekki Nýtt tölublað „Orðlaus“ kemur út á morgun Þetta er nú bara nokkuð gott hjá þeim, hugsa ég um leið og ég fletti síð- asta tölublaði tímaritsins „Orðlaus" meðan ég bíð eftir að ná sambandi við önnum kaína starfsmenn blaðs- ins. Eg sé strax að umfjöllun um tónlist og tísku er fyrirferðarmikil í blaðinu og er markhópur þess konur á aldrinum 16-25 ára. Það sem kem- ur kannski á óvart er að þar er enn- fremur að finna umfjöllun um pólitík og meira að segja er þar grein sem tengist fótbolta - eitthvað sem blaða- maður ímyndaði sér að ungar konur væru ekki að velta sér of mikið upp úr. „Þetta á að vera hugsandi blað fyr- ir hugsandi konur,“ er það fyrsta sem þær Hrefna Björk Sverrisdóttir, Ema María Þrastardóttir og Steinunn Jak- obsdóttir segja þegar ég næ loksins sambandi við þær. Tímaskorturinn og biðin er tilkomin af þeirri einfóldu ástæðu að næsta tölublað „Orðlaus" kemur út á morgun og því í mörg hom að líta svona rétt áður en blaðið fer í prentsmiðjuna. „Við viljum hafa ákveðið jafnvægi í efnistökum, ekki hafa eingöngu einhveija froðu, enda hafa lesendur blaðsins áhuga á fleiri hlutum en fræga fólkinu, tísku og úthti. Okk- ur fannst á sínum tíma ákveðið gat í flölmiðlamarkaðnum hér á landi - hér vom eingöngu gefin út það sem við viljum kalla „kerlingablöð“ fyrir konur hér á landi, t.d. Mannlíf, Hús- freyjan, Nýtt h'f og fleiri. Þessi blöð em ekki slæm en þau höfða ekki til þeirra sem við viljum vera að skrifa fyrir.“ Hrefha, Ema og Steinunn hafa nú gefið út 21 tölublað af „Orðlaus" - tölublað morgundagsins ber því hið virðulega númer 22. Þetta blað er það fyrsta sem gefið er út eftir að samkomulag um samstarf náðist við Ár og dag, sem meðal annars gefur út Blaðið. „Það náðist mjög þægilegt sam- komulag við fyrirtækið," segja þær stöllur. „Við samnýtum ýmislegt með Blaðinu, svo sem intemet, hönnum, ljósmyndara og fleira. Við fáum engu að síður að vera algerlega sjálfstæð eininginnan fyrirtækisins. Það er eng- inn sem skiptir sér af efhisinnihaldi eða öðm, ritstjómin er sjálfstæð og við sjáum ennþá um fjármál og aug- lvsingaöflun. Með samstarfinu við Ar og dag sjáum við einfaldlega fram á að koma „Orðlaus" reglulega út og efla blaðið - og að sjálfsögðu gripum við það tækifæri fegins hendi.“ Þær stöllur hófu útgáfu þegar þær vom nýskriðnar út úr menntaskóla. Að sögn hefur blaðinu verið mjög vel tekið og þær taka sérstaklega ffarn að fjölmargir strákar lesi blaðið spjaldanna á milli. Hvað ffamtíðar- sýn varðar segjast þær ekki ætla að vera í þessu endalaust. „Við viljum ekki að blaðið eldist með okkur. Við verðum væntanlega með puttana í útgáfunni næstu ár- in en við viljum að „Orðlaus" höfði áffam til unga fólksins. Við erum þegar að leita að ungum stelpum á aldrinum 18-20 ára til að skrifa sem lausapennar fyrir okkur í blaðið. Kannski tekur einhver af þeim við af okkur, svona þegar við erum orðnar of gamlar fyrir þessa útgáfu." Að þeim orðum sögðum lokar blaðamaður minnisbók sinni, kveður og yfirgefur ritstjóm „Orðlaus", hugs- andi um það hvemig fjallað verði um pólitík og íþróttir í næsta tölublaði - en engin svör fást við því fyrr en á morgun. ísland - Ungverjaland 4. júní og ísland - Malta 8. júní Frábært tilboð — Einn miði sem gildir á báða leikina! ... Forsala á Netinu 25. maí-2. júní Forsala hjá ESSO 3. júní Sala á leikdag 4. júní ^/Sæti í nýju stúkunni 1.500 kr. 1.500 kr. 2.000 kr. Forsala er hafin á ksi.is og esso.is - tryggið ykkur miða tímanlega! Undankeppni HM 2006 er aftur komin á fullan skrið og strákamir þurfe þinn stuðning gegn Ungverjalandi og Möltu dagana 4. og 8. júní. Af því tilefni verður hægt að kaupa einn miða á báða leikina á frábæru verði. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli og hefjast báðir kl. 18:05. Áfram ísland! Miði á ísland - Ungvefjaland 4. júní Forsala á Netinu 25. maí-2. júní Forsala hjá ESSO 3. júní Sala á leikdag 4. júní Sæti í gömlu stúkunni 2.000 kr. 2.000 kr. 2.500 kr. Miði á ísland - Malta 8. júní Forsala á Netinu 25. maí-6. júní Forsala hjá ESSO 7. júní Sala á leikdag 8. júní Sæti í gömlu stúkunni 2.000 kr. 2.000 kr. 2.500 kr. 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.