blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 8
föstudagur, 27. maí 2005 I blaðið Yfirmenn Pentagon lugu um Kóraninn í klósettinu magnus@vbl.is Fangi í Gantanamo-fangelsinu sak- aði bandaríska verði um að sturta Kóraninum niður í klósettið árið 2002, samkvæmt skýrslum Banda- rísku alríkislögreglunnar (FBI) Fyrir skemmstu birti Newsweek grein þar sem sömu ásakanir komu fram en blaðið varð að draga ummæli sín til baka og biðjast afsökunar þar sem heimildarmaður þess bar við tímabundnu minnisleysi. í greininni var því lýst að bandarískir fangaverð- ir pyntuðu og niðurlægðu múslímska fanga sína, m.a. með því að sturta niður Kóraninum. Sú frásögn orsak- aði gríðarlega reiði meðal múslíma en harðar skærur skullu á víðs veg- ar um Miðausturlönd og dóu m.a. 15 manns í óeirðum í Afganistan. Ný gögn komin í Ijós í síðustu viku sagði talsmaður Pentagon að engar „áreiðanlegar eða sérstakar ásakanir" um að Kóranin- um hefði verið komið í klósett hefðu verið lagðar fram. Talsmenn Hvíta hússins réðust harkalega að News- week og sögðu þá hafa skaðað ímynd Bandaríkjanna varanlega. Skýrsla FBI sýnir hins vegar að Bandaríkja- menn vissu af ásökununum á meðan þeir létu þessi orð falla. í FBI-skýrslu, sem gerð var opin- ber á miðvikudag, skrifaði ónefndur leyniþjónustumaður 1. ágúst 2002: „[Fanginn] er ekki persónulega á móti Bandaríkjunum. Verðirnir leika hann grátt. Hegðun þeirra er slæm. [...] Fyrir um fimm mánuðum börðu verðirnir fangana. Þeir sturtuðu Kór- aninum niður í klósettið. [...] Verðim- ir dansa um þegar fangamir reyna að biðja. Verðimir haga sér ennþá svona.“ Talsmenn Pentagon hafa ekki vilj- að tjá sig um þessi nýframkomnu gögn sérstaklega en segja að fjölda- margar ásakanir íyrrverandi fanga hafi verið afsannaðar - nú sé verið að bera saman frásagnir fanga til að sannreyna sögur þeirra. í skýrslunni sem FBI birti á miðvikudag hafa fleiri kunnuglegar ásakanir komið í ljós, m.a. að kvenfangavörður hafi nuddað tíðablóði framan í fanga með- an á yfirheyrslum stóð. í ársskýrslu Amnesty Internation- al 2004 segir að Bandaríkin séu leið- andi ríki á sviði mannréttindabrota og þau reyni í sífellu að þróa nýjar aðferðir til að réttlæta pyntingar sín- ar. Talsmenn Hvíta hússins segja skýrslu Amnesty fáránlega og órök- studda. Þriðji maðurinn handtekinn fyrir morðið í Kristjaníu Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið þrítugan mann sem grunaður er um að hafa valdið dauða 26 ára manns í Kristjamu 21. apríl sl. Þetta var skotárás sem hafði það í för með sér að einn lést og fimm særðust. Auk manns- ins, sem handtekinn var í gær, eru tveir í haldi grunaðir um aðild að málinu. Réttarhöld yfir mönnunum hefjast á næst- unni en lögreglan telur þó enn nokkra vitorðsmenn ganga lausa. Ársreikninga- og Bókhaldsþjónusta Rekstrar- og Fjármálaráðgjöf hf mar.is 19§4 - 2004 í það minnsta 13 írakar, þar á meðal böm, einn túlkur bandaríska hersins og vinsæll háskólaprófessor, létust í írak í gær, að sögn lögregluyf- irvalda í Bagdad Um áttaleytið í gærmorgun sprakk bílsprengja í grennd við lögreglustöð í Norður-Bagdad. Þrír lögreglumenn og tveir saklausir borgarar létust í sprengingunni og 17 særðust. Spreng- ingin varð á háannatíma en mikill íjöldi fólks var á leið til vinnu. Önnur sprengja sprakk við þjóðveg þegar bandarísk herbflalest átti leið hjá. Einn bfll gjöreyðilagðist en ekki hafa fengist upplýsingar um mann- fall. Skelfilegar aðstæður Tugum milljóna barna á grunn- skólaaldri er smalað í nauðungar- vinnu í stað þess að þau gangi í skóla. Talið er að um 246 milljónir barna séu við vinnu í heiminum og að 70% þeirra vinni við skelfilegar aðstæður og bág kjör. Litlar telpur eiga á hættu að vinnuveitandi þeirra í aðskildu tilræði var bfl ekið á ofsa- hraða í gegnum hverfi í suðurhluta Bagdads og úr honum skotið á hóp fólks sem var á leið til vinnu. Fjórir írakskir borgarar létust og einn túlk- ur bandaríska hersins. Meðal fórnar- lambanna var Musa Salom, virtur prófessor við Háskólann í Bagdad. Bam var drepið í átökum milli bandarískra hermanna og írakskra andspymumanna í N orður-írak. Tals- menn Bandaríkjahers segja átökin hafa brotist út í Tal Afar, sem er 150 km austur af landamærum Sýrlands. Ekkert lát hefur verið á átökum í Tel Afar síðan a.m.k. 20 manns létust þar í bflsprengju á mánudag. nauðgi þeim reglulega eða selji þær í vændi. Börn ganga dag hvern kaup- um og sölum um allan heim og eru notuð í klámiðnað, þau hneppt í þræl- dóm eða kvödd í heri. Sameinuðu þjóðimar telja að á þriðja hundrað milljón börn vinni erf- iðisvinnu með um 65 krónur í dags- laun. Evrópustjórnar- skránnl hafnað í Frakklandi? Á sunnudag ganga Frakkar að kjör- borðinu til þess að staðfesta eða synja stjórnarskrá Evrópusambands- ins (ESB). Allar skoðanakannanir undanfarinna daga benda eindregið til þess að þeir felli stjómarskrána. Samkvæmt síðustu könnuninni hyggjast 54% þeirra, sem á annað borð ætla að kjósa, segja nei en 46% ætla að segja já. Margvíslegar ástæður Ástæður þess að svo margir Frakk- ar ætla að kjósa neitandi eru marg- víslegar. Margir óttast einfaldlega að Evrópa sé að gleypa Frakkland og að þjóðin glati sjálfsákvörðunarrétti sínum. Þeir eru þó sjálfsagt fleiri sem óttast aukið viðskiptafrelsi og markaðshyggju, sem þeir telja að Evrópusambandið kunni að innleiða. Nei-atkvæði þeirra er greitt í von um að þannig megi standa vörð um störf, atvinnu- og félagsréttindi, en margir Frakkar óttast að hin nýfijálsu ríki Austur-Evrópu, sem gengið hafa í Evrópusambandið, ógni þeim með lág- um launum, lágum sköttum og færri reglugerðum. Þá má ekki gleyma því að stór hluti Frakka óttast að Tyrkir muni senn ganga í ESB og það hafi í för með sér nýja holskeflu íslamskra innflytjenda. Stjórnarskránni grandað? Frakkar eru vitaskuld ekki eina Evrópuþjóðin sem kýs um stjórnar- skrána en þeir eru ein af fáum þjóð- mn sem beinlínis getur drepið hana í einni kosningu. Verði henni hafn- að í smærri löndum kann að vera kosið þar að nýju og nei frá Bretum myndi sjálfsagt lykta með aukaaðild þeirra. Frakkland hefur til þessa ver- ið hjarta Evrópuhugsjónarinnar og ef þeir haína stjórnarskránni verður henni ekkert til bjargar. Afdrifarík atkvæðagreiðsla Hafni Frakkar stjórnarskránni má vænta nokkurra hræringa á fjár- málamörkuðum Evrópu og skjálftum á komandi leiðtogafundum Evrópu- sambandsins. Embættismenn þess munu vafalaust skeggræða hvort hlutum stjórnarskrártillögunnar megi koma á undir núverandi sátt- málum sambandsins en eftir situr ágreiningur um veigamikil mál, eins og aukið ftjálsræði í sölu á þjónustu, Qárlög ESB og framlög einstakra ríkja til þess. Eins er viðbúið að inn- töku nýrra aðildarríkja verði skotið á frest. Hvert verður hlutverk ESB? Hugsanlega reyna stjórnmála- menn að semja nýja stjórnarskrár- tillögu, sem líklegra er að þegnamir felh sig við, en stóra deilan er enn eftir: Hvers eðlis á Evrópusamband- ið að vera - yfirþjóðlegt eða milliríkja- samband - og hvað verður um aðild- arrflán? Ólíklegt verður að teljast að Evrópusambandið, eða þeir stjóm- málamenn, sem harðast hafa barist fyrir auknum samruna, vilji efna tjl þeirrar umræðu. Ai jglýsingadeild 51 ■ Jtc m 0-3744 ac L • v7 Atvinnuleysi unga fólksins eykst 88 milljónir ungs fólks á aldrinum 15-24 ára eru atvinnulaus, eða 14,4%. Þetta hlutfall var 11,7% árið 1993 Ástandið er verst í Miðausturlöndum og Norður-Afríku en þar er atvinnuleysið 26%. Þetta kemur fram í ný- legri skýrslu Alþjóða- sambands fijálsra verkalýðsfélaga. í henni segir að vand- inn sé ekki einskorð- aður við atvinnuleysi heldur snúi hann einnig að þeim störf- um sem ungu fólki standa til boða. Lang- stærstur hluti vinnur í svokölluðu „óform- legu hagkerfi" þar sem störf lúta hvorki alþjóðareglum né ákvæðum kjarasamn- inga. Þar eru óhóflega langir vinnutímar og lág laun við óviðun- andi aðstæður. Kona sefur ásamt komabami sínu á gangstétt í Bombay í gær. Áætlað er að hundruð þúsunda indverskra barna búi á götunni og vinni fyrir sér með þrælkunarvinnu eða íranar og Evrópusambandið ákveða samningstíma Ríkisstjóm írans og Evrópusamband- ið hafa samið um að fresta því um tvo mánuði að kjamorkuáætlun írana verði tekin fyrir í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna íran er auðugt af olíu en írönsk stjórnvöld ogvísindamenn telja að þær auðlindir minnki til muna á næstu áratugum, sérstaklega vegna sívax- andi orkuþarfar stórra iðnríkja sem sækja í olíulindir Miðausturlanda. Þeir hafa því hafið kjamorkuáætlun til að mæta framtíðar raforkuþörfum innanlands. Bandaríkjamenn, sem eru stærstu gjöreyðingarvopnafram- leiðendur í heiminum, saka þá hins vegar um að reyna í leyni að koma sér upp kjamavopnum. Á fundi utanríkisráðherrra Frakk- lands, Bretlands, Þýskalands og sáttasemjaraíransstjórnarvarákveð- ið að Evrópusambandið myndi kynna kröfur sínar fyrir írönum í lok júlí til að gæta þess að öllum tækni- og ör- yggisreglum verði fylgt. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að máli írana verði skotið til Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða refsiaðgerðir á borð við við- skiptabönn og efnahagslegar þving- anir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.