blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 24
föstudagur, 27. maí 2005 I blaðið brilljant tökur Á morgun verður 50. sýning á leikritinu „Alveg brilljant skilnaður" í Borgarleik- húsinu. Á tæpum þremur mánuðum hafa sýningar orðið 50 og sýnt hefur verið fjórum til sex sinnum í viku. Upp- selt hefur verið á allar sýningamar. Þijár sýningarhelgar eru eftir áður en sumarfrí leikhússins skellur á. „Auðvitað er ég gríðarlega montin yfir árangrinum, sem er nokkuð ein- stakm-,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með eina hlutverk leikritsins. Hún leikur Ástríði Jónu Kjartansdóttur sem verður fýrir því áfalli að eiginmaðurinn yfir- gefur hana vegna yngri konu. ,Ég skil hvert einasta augnablik hjá þessari konu,“ segir Edda. ,Annars held ég að í átökum milli kynjanna séum við konumar refsigl- aðari og hefhigjamari en karlamir, auk þess sem við höfum meiri hugmyndaflug þegar kemur að refsiaðgerðum.“ Konur em í meirihluta sýningar- gesta leikritsins og Edda segir það ekki koma á óvart: „Konur halda uppi leikhúslífinu. Þær era mátt- arstólpar Hstalífsins í hinum vestræna heimi. Það hefur þó komið mér á óvart hversu gaman karlmenn hafa af þessu leikriti, þeir virðast skemmta sér konunglega." Kolbrun@vbl.is gáfa. Ein besta gamanleikkona heims, Dawn French, lék hlutverk- ið sviði Edda Björgvinsdóttir. „Núna, eftir að hafa fengið allar athugasemdirnar, er ég mjög stolt af sýningunni. Mér finnst hafa verið farin rétt leið að þessu verki." Fallegur sársauki Höfundurinn, Geraldine Ar- on, kom hingað til lands og sá 40. sýninguna. Edda lýsir Geraldine sem óborganlega skemmtilegri konu. „í viðtöl- um sagði hún, og ég apaði það upp eftir henni: „This is not my divorce." Svo trúði hún mér fyrir því að skilnað- ur hennar hefði verið nauða- líkur þeim í leikritinu, hún hefði bara logið öðra. Eg kveið því nokkuð að henni myndi ekki líka þessi íslenska út- London. Ég er einlæg- ur aðdáandi hennar og fannst ekki spennandi að vera borin saman við hana. Geraldine sagði hiklaust hvað henni fannst að sýningunni og var mjóg heiðarleg. Svo sagði hún við mig: „Það sem mér finnst fallegra við þessa sýningu en Lundúnarsýninguna era sársaukafulluaugnablik- in.“ Hún sagðist hafa farið að gráta í þeim at- riðum. Eg var næstum farin að gráta þegar hún sagði þetta. Ég varð svo innilega glöð. Það era svo margir sem líta svo á að leiki mað- ur í gamanleik sé maður ekki að leika Konur halda uppi leikhúslíf- inu. Þær eru mátt- arstólpar listalífsins í hinum vestræna heimi. drama. En það er stutt á milli grát- urs og hláturs." Engin léttúðug hopp Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri sýningarinnar og Edda ber mikið lof á hana: „Ég lá í henni að leikstýra sýningunni og vissi að hún myndi ekki láta mig komast upp með að gera hlutina á auðveldan hátt. Hún gerði miklar kröfur um að ekki væri hoppað léttúðlega yfir neitt. Þegar sýning er komin á fjalimar sér maður hvað er að og hvað hefði átt að gera öðravísi, þótt maður sé ekkert að ræða það úti í bæ. Maður sér sýninguna með augum gagnrýn- enda, áhorfenda og allra sem hafa gert athugasemdir. Núna, eftir að hafa fengið allar athugasemdimar, er ég mjög stolt af sýningunni. Mér finnst hafa verið farin rétt leið að þessu verki." Fjallað um„Hannesarmálið“ í Berlingske 6.888' Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst í hinu danska Berlingske Tideme var fjallað ítarlega um réttarhöldin yfir Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni vegna brota á höfundarrétti við ritun íyrsta bindis ævisögu hans um Halldór Laxness. Til stóð að réttarhöldin hæfust í dag en þeim hefur verið frest- að til 1. júní. Höfundurinn er Sören Kassebeer. Hann hefur greinina á orðunum: „Er íslenski rit- höfundurinn, Nóbelsverðlaunahaf- inn og sósíalistinn Halldór Laxness, fómarlamb nornaveiða sjö árum eftir dauða sinn? Eða eru það þvert á móti hægri sinnaðir gagnrýnendur hans sem era ofsóttir?" Höfundur greinarinnar ræddi við Guðnýju Halldórsdóttur, dóttur Lax- ness, og Hannes Hólmstein Gissurar- son. Guðný segir að tilkynning Hann- esar á sínum tíma, um ritun ævisögu föður hennar, hafi komið á óvart og sér hafi ekki litist á blikuna þar sem Hannes sé einn af hugmyndasmið- um hægri sinnaðs stjómmálaflokks (Sjálfstæðisflokksins) og aðdáandi Margaretar Thatcher. í greininni kemur fram að Björn Bjamason dóms- málaráðherra hafi skrifað um mál Hannesar á heima- síðu sína, þar sem hann heldur fram sakleysi hans í málinu. „Fólk á íslandi efast um að réttlætið nái fram að ganga þegar vinir ríkisstjórnarinnar hafa af- skipti fyrir hönd Gissurarsonar," hef- ur greinarhöfundur eftir Guðnýju. Hannes Hólmsteinn segir hins vegar að málið snúist um hugmynda- fræði. „Róttæka vinstra liðið reynir - að koma glæpastimpli á aðrar skoð- anir en þeirra eigin og flæma fólk, sem ekki fylgir pólitískri rétthugs- un þeirra, út úr Háskólunum," segir Hannes. Hann segir að enginn vafi leiki á að Laxness hafi verið einn af merkustu rithöfundum Islands á 20. öld og bætir við: „En það er óþolandi að einungis innvígð klíka vinstri manna, sem íjölskylda hans er hluti af, hafi einkarétt á að skrifa um hann.“ m 15.888' Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst 28.888' Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur Rekstrarvörur - vinna meö þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Ri Kór og unglingakór Grafarvogskirkju flytja vorlög og kirkjulega tónlist í Grafarvogskirkju sunnudaginn 29. maí kl. 16. Unglingakórinn er í vináttusam- bandi við bandarískan drengjakór „Land of Lakes Choirboys“ frá Elk River Minnesota. Drengjakórinn hefur tvívegis komið í heimsókn til íslands og haldið tónleika í Grafar- vogskirkju, síðast 30. júní 2004 þar sem Unglingakórinn söng ásamt hon- um. Nú í sumar mun kórinn leggja upp í langa og mikla söngferð til USA og á Islendingaslóðir í Kanada. Hann mun endurgjalda heimsókn Drengjakórsins og halda ásamt hon- um þrenna tónleika í nágrenni Elk River Minnesota og syngja við messu í Central Lutheran Church í Elk Ri- ver. í Kanada heldur kórinn tónleika í Winnipeg og Gimli og mun syngja við messu í Árborg. Einnig mun hann heimsækja elliheimili og gleðja eldri borgara með íslenskri tónlist. Á eínis- skrá kórsins er að finna nær eingöngu íslenska tónlist og verkefnið kallast „íslensk tónlist vestur um haf“. Aðgangseyrir að tónleikunum gj

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.