blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 20
pfekjp'íi Qý kynjanna föstudagur, 27. maí 2005 I blaðið Tíu ráð til betra samband 1. Eyðið tíma ein saman. Finnið ykkur tíma á hveijum degi þar sem þið deilið hugsunum ykkar og tilfinning- um varðandi litla sem stóra hluti. Setjið ykk- ur ákveðinn dag í viku sem þið notið til þess að gera eitthvað sem þið hafið bæði áhuga á. Gaman er að gera skemmtilegt kvöld út úr því og fara út að borða eða skiptast á að elda góðan mat. 2. Aætlið framkvæmdir fjölskyldunnar í sameiningu. Það getur verið gaman að setjast saman inni í stofu og skipuleggja ferðir fjölskyldunnar, deila hugmyndum um afmælisgjafir eða skipuleggja næsta íjölskyldufagnað. 3. Deilið vonum ykkar og draumum. Þannig getið þið komið með skemmtilegar vangaveltur um lífið almennt og komist í meiri nánd við hvort annað. 4. Taiið um tilfinningar ykkar. Það geta komið tímar þar sem öðru finnst það vera utanveltu, en það getur verið þegar við- komandi er mikið írá vegna vinnu eða annarra mála og missir þar af leiðandi af hinum ýmsu stundum á heimilinu, t.d. þegar bamið byrjar að ganga eða tala. Talið um þetta og gerið ráð- stafanir þess efnis að báðir séu vel í takt við það sem er að gerast og séu viðriðnir heimilis- haldið. 5. Talið um peninga. Gerið raunhæf markmið sam- an og sjáið hvað hægt er að gera, hveiju má safna fyrir og hver íjárhagsleg staða fjöl- skyldunnar er. 6. Hlægið saman. Það er ekkert eins skemmti- legt og þegar maður hlær með maka sínum en það kitl- ar svo sannarlega ástartaug- amar og gerir okkur ánægð- ari með sambandið. Að segja hvort öðm brandara eða fynd- in tilvik frá því sem gerðist í vinnunni eða með vinunum lífgar upp á sam- bandið og þá birtir til í hjarta okkar. 7. Segið frá vonum ykkar og þrám. Þar sem við erum ekki enn þannig af Guði gerð (flest a.m.k.) að við getum á einn eða annan hátt lesið hugsanir hvort annars er mjög mikilvægt að við tölum saman um vænt- ingar okkar og þrár. Talið um þá hjálp sem þið þarfnist hvort frá öðm og látið ykkur ekki standa á sama um þarfir hins aðilans. 8. Kyssist alltaf góða nótt. Það að fara að sofa í sátt og samlyndi er mikið atriði svo að öllum líði sem best. Því er ekki vitlaust að smella einum kossi á hann/hana þegar lagst er til hvílu. 9. Hleypum barninu í okkur út. Leikið ykkur sam- an á heimilinu og leyfið ykk- ur að láta eins og böm af og til. Það hefur góð áhrif á samband ef fólk er ekki of hátíðlegt alla daga. 10. Komið hvort öðru á óvart. Hægt er að gera hina ýmsu hluti til þess að gleðja makann en litlir hlutir sem krefjast ekki mikils gera oft mikið fyrir viðkomandi. Til dæm- is er hægt að kaupa litlar gjafir, elda góðan mat án fyrirvara, keyra óvænt á rómantískan veitingastað og fleira. Um að gera að leyfa hug- myndafluginu að blómstra. NAUÐ lúbbanna fótboltagláps karlmanna Konur þurfa tíma með vinkonum til þess að tjá sig Þeir era reyndar ekki margir karl- mennimir sem gagnrýna sauma- klúbbskvöld konu sinnar eða þegar þær hitta vinkonur sínar en kynin era misjöfn og það sest yfirhöfuð ekkert rosalega á taugarnar á karl- mönnum þegar konan er víðs fjarri í nokkrar klukkustundir. Þó er mik- ilvægt að allir geri sér grein fyrir nauðsyn þessa kvölda fyrir konuna en þar fær hún tækifæri til þess að uppljóstra um vandamál heimilis- lífsins frammi fyrir vinkonunum og þannig hreinsa út. Þá fá konur ráð frá vinkonunum og þær koma mun glaðari heim, enda búnar að pústa og fá útrás fyrir gremjuna, nú eða að tala um hversu hamingjusöm hún er. Þetta hafa konur þörf fyrir, þó svo að karlmenn eigi í mestu erfiðleikum með að skilja það, enda era þeir ekki margir sem ræða ástarmál sín og kon- unnar með tug karlmanna fyrir fram- an sig. Karlmenn - reynið að skilja þarfir kvenna því hjá þeim er afar mikilvægt að fá að deila hamingju eða óhamingju sambandsins með vin- konunum. Þetta er ekkert væl og eng- in dramatík, eingöngu eitthvað sem konum er nauðsynlegt. A1fablóm Á1 fheimum Sýnið skilning þegar mannsefnið þarf að sniðganga kvöldmatinn af og til Áhugamál karlmanna geta oft sett sinn svip á heimilishaldið en konur geta átt það til að verða óþreyjufullar þegar þær bíða eftir manninum sínum sem fór með vinunum eftir vinnu. Fótboltaleikir tróna á toppnum yfir þá afþreyingu sem hvað mestan tíma tekur hjá karlmönnum. Það eiga margar konur eiga erfitt með að skilja, sérstaklega þegar leikir era á mat- artíma og makinn fer á næsta bar með vinunum. Það er samt mikilvægt að konur geri sér grein fyrir að þama er á ferðinni málefni sem á hug og hjarta flestra karlmanna og það þýðir ekkert að tjónka við það - menn- imir verða að fá sinn tíma til þess að fá útrás fyrir karlmennskuna en bjór í góðu vinasamsæti yfir leiknum er þar tilvalinn kostur. Konur ættu því að sýna þessu til- litsemi og þakka fyrir að maðurinn sé þó a.m.k. heilbrigður. Verra væri það nú ef hann færi aldrei út úr húsi. Einhverjar yrðu nú pirraðar á því að hafa mannsefn- ið alltaf yfir sér og myndu þá líklega óska þess að hann gæti fundið sér eitthvert skemmtiefni og bragðið sér af bæ. Karlmenn hafa þörf fyrir afþreyingu af þessu tagi og því ættu konur að sýna því skilning og finna sér eitthvað skemmtilegt til þess að gera sjálfar, en nóg er um úrval- ið fyrir konur. Ertu góður hlustandí fyrir maka þinn? þykir leiðinlegt í ákveðinn tíma, en ef við breytum hugarfarinu og verðum jákvæð hvort í annars garð þá breyt- ist það fljótlega. Þá finnst okkur allt í lagi þó svo að makinn tali um einhveija vitleysu - á meðan hann/ hún hefur gaman af því þá líður okkur vel. Þar sem sambönd ganga að mörgu leyti út á samræður hvers konar er mikilvægt að við temjum okkur að hlusta af athygli og sýna skilning séum við beðin um að ræða einhver mál, burtséð frá því hvort við höfum áhuga á téðu málefni eður ei. •Gefðu makanum tíma til þess að greina frá máli sínu án þess að grípa fram í. •Slepptu því að gefa ráð nema eftir þeim sé innt. Yfirleitt vill viðkom- andi eingöngu segja þér söguna frá sínu sjónarhorni án þess að fá tiltek- in ráð. •Gakktu úr skugga um að þú skilj- ir maka þinn með því að endurtaka það sem hann segir. Til dæmis: „Ertu að meina að þér finnist þú vera í öðra sæti?“ eða „Mér sýnist þú vera mjög spennt/ur fyr- ir afmæli móður þinnar...?“ Þetta kemur í veg fyrir misskilning og sýnir fram á að þú haf- ir hlustað af ákefð. •Sýndu múlefninu áhuga, jafhvel þótt þú hafir ekki nokkum áhuga. Það sést á fólki ef það er áhugasamt og eins ef það gerir það bara fyrir ein- hvem annan að hlusta. Þetta skiptir miklu máli - reyndu að minnsta kosti að sýnast mjög spennt/ur fyrir sam- ræðunum. •Vertu jákvæð/ur og hugsaðu sem svo að allir þurfi sína útrás. Fólk verður eðlilega óþreyjufullt ef það er knúið til að sinna einhveiju sem því

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.