blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 6
föstudagur, 27. maí 2005 I blaðið Ríkið seilist í fleiri þúsundir hektara lands Fjögurra daga máltaka fram undan Eins og fram hefur komið í fréttum að undanfórnu hefur óbyggðanefnd birt allar kröfur sem lýst hefur ver- ið vegna meðferðar þjóðlendumála á Norðausturlandi. Annars vegar eru áður birtar kröfur fj ármálaráðherra um þjóðlendur og hins vegar kröfur annarra um eignarréttindi á sömu svæðum. Málið verður tekið fyrir við Hér- aðsdóm Austurlands í næstu viku og verður haldið sérstakt íjögurra daga dómsþing vegna málsins. Að sögn Ólafs Björnssonar, sem er einn af þremur verjendum land- eigenda í málinu, er það mikið og flókið. „Óbyggðanefnd á ekki beina aðild að málinu heldur er ríkið að deila beint við landeigendur. Málið snýst um að ríkið sættir sig ekki við nið- urstöðu óbyggðanefndar og fer fram á að taka stærri hluta af jörðum landeigenda undir þjóðlendur en óbyggðanefnd leggur til. Ennfrem- ur hafa nokkrir landeigendur sjálf- ir gert athugasemd við niðurstöðu nefndarinnar, og finnst hún hafa gengið of langt. Það eru þúsundir hektara sem verið er að deila um.“ Að sögn Ólafs er þetta að hluta til land sem ríkið hafi í raun samþykkt eignarrétt á árum saman. „Landeigendur hafa greitt fast- eignaskatta af sínu landi árum sam- an og með því lítum við svo á að rík- ið hafi samþykkt eignarrétt. Það er furðulegt að láta menn borga eigna- skatt af landi en véfengja síðan að eignarrétturinn sé raunverulega til staðar," sagði Ólafur að lokum. Kjörstjórn landsfundar segir kosningar í lagi Kjörstjórn landsfundar Samfylking- arinnar sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem áréttað var að öll störf hennar á landsfundinum hefðu ver- ið lögmæt og í samræmi við reglur flokksins. Ingvar Sverrisson, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, ítrekaði í samtali við Blaðið í gær að ffam- kvæmd kosninga á landsfundi flokks- ins, afhending kjörgagna og eftirlit með kosningunum hefði verið með eðlilegum hætti, en undanfarna daga hefur verið nokkuð efast um fram- kvæmd þeirra í tengslum við varafor- mannskjör Samfylkingarinnar. Hann staðfesti jafhffamt fyrri ummæli sín um að einhver brögð hafi verið að því að fólk reyndi að kjósa fyrir aðra en sjálft sig. „En ég fullyrði að þetta hafi verið í lagi.“ í gær náðist enn ekki í Ágúst Ólaf Ágústsson, nýkjörinn varaformann Samfylkingarinnar. Landspítalinn kvartar yfir DV Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala háskólasjúkrahúss, segir að umfjöllun fjölmiðla um tilfelli af hermannaveiki, sem greinst hefur hér á landi, hafi verið mjög fagleg og yfirveguð. Hann nefnir þó eina und- antekningu sem birtist á forsíðu DV í gær. í yfirlýsingu ffá honum segir að „í samfélagi okkar ríkir almenn sátt að virða ffiðhelgi einkalífs hjá fólki sem þarf að dvelja á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna. Heimildarlaus birting á nafni sjúklings í blaðinu, svo ekki sé minnst á að birta líka mynd af honum án leyfis, er gróft virð- ingarleysi við þennan einstakling og fjölskyldu hans. Starfsmenn sjúkra- hússins leggja sig fram um að virða sjúklinga og réttindi þeirra. Sjúkra- húsið gerir um leið kröfur til þess að fjölmiðlar sýni sjúklingum nærgætni og virðingu, DV eins og aðrir." Ekki fengust viðbrögð ffá Jónasi Krist- jánssyni, ritstjóra DV, vegna þessa í gær. ■ Skartgripir fjallkonunnar Skartgripir a heimsmælikvarða Eru þeir eftir Dorrit? Fróbært kaffi og meðlæti Café Presto Hlíðarsmára 15, Kóp H USGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrir fólk með sjálfstæðan smekk þú velur sófa þú velur stól þú velur áklæði þú velur lit þú hannar Hornsófi Áklæði frá kr 72.000 Leöurkr 134.000 Sófasett 3+1+1 Áklæði frá kr 86.000 Leður frá kr 204.000 Borðstofustólar Áklæöi frá kr 7.200 Leðurkr 12.500 Sessalong Áklæði frá kr 37.000 Leðurkr 81.000 Sófasett - sófar - hægindastólar - boröstofustólar - borðstofuborð - skápar Bensínverð lækkar hraðar á ómönn- uðum sjálfsafgreiðslustöðvum en á bensínstöðvum með þjónustu, sam- kvæmt úttekt FÍB á bensínverði á bilinu janúar 2003-2005. Töluverð lækkun álagningar á bensíni á sjálfs- afgreiðslustöðvum vekur athygli en hagnaður olíufélaga á slíkum stöðvum hefur lækkað um 19% á umræddu tímabili. Til samanburðar segir í úttekt FÍB að álagning á bens- ínverði á þjónustustöðvum hjá Esso, Olís og Shell lækki hægar, þrátt fyrir miklar sveiflur á tímabilinu. í sam- tali við Blaðið segir Rimólfur Ólafs- son, ábyrgðarmaður FÍB-blaðsins, að merkja megi breytt neyslumynstur hjá bíleigendum, sem virðast sífellt hlynntari því að dæla sjálfir á bílana sína. Af þessu leiðir að starfssvið starfsmanna á bensínstöðvum bein- ist meira að almennri afgreiðslu og frá því að dæla á bíla. Þá má sjá að með tilkomu sjálfsafgreiðslustöðv- anna er áþreifanleg lækkun á bensín- verði staðreynd. Samningaviðræðum frestað Samkeppni lækkar bensínverð Samningaviðræðum milli Starfs- greinafélags íslands og launanefndar sveitarfélaga hefur verið frestað um viku, en unnið er að endurnýjun kjara- samnings rúmlega 2.000 starfsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Samkvæmt heim- ildum Blaðsins liggur fyrir tilboð frá LN upp á um 20% launahækkun á íjögurra ára samningstíma og munu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ætla að fara yfir það á næstu dögum. Vegna þess hafa formenn stéttarfé- lága verið kallaðir á fund sem hefjast átti klukkan níu í morgun. ■ Lionsmenn gáfu 13 sjónvörp Lionsmenn í Lionsklúbbnum Nirði færðu deild R-3 að Grensási að gjöf 13 United-sjónvarpstæki með inn- byggðum DVD-spilara og einnig fest- ingar á veggi. Formaður Lionsklúbbs- ins Njarðar, Hörður Sigurjónsson, afhenti gjöfina 24. maí 2005 í athöfn í skála á deildinni. Með gjöf Lions- Umsóknarfrestur í framhaldsskóla Nemendur í 10. bekk grunnskóla geta sótt um skólavist í framhalds- skólum á haustönn 2005 fram til 14. júm'. Þeir fá bréf með leiðbeiningum og veflykli, sem opnar þeim aðgang að innrituninni á www.menntagatt. is, en þar eru einnig upplýsingar um nám í framhaldsskólum. Aðrir um- sækjendur þurfa að senda skriflegar umsóknir í framhaldsskólana. manna verða komin sjónvarpstæki á allar sjúkrastofur deildarinnar. Við þetta tækifæri söng Gerðubergskór- inn nokkur lög og færði deildinni að gjöf fjóra geisladiska. Ingibjörg S. Kolbeins, hjúkrunardeildarstjóri á R- 3, veitti gjöfunum viðtöku. Styrkir til Noregs Skólahljómsveit Kópavogs, 9. og 10. bekkur Höfðaskóla á Skagaströnd, Skíðadeild Víkings og samtökin Landsbyggðin lifir, hlutu í gær styrki úr sjóðnum „Þjóðhátíðargjöf Norð- manna“. Styrkirnir voru fyrst veittir úr sjóðnum árið 1976 og fór nú fram 28. úthlutun. 14 styrkumsóknir bár- ust en hlutu ofangreindir aðilar þær 600.000 krónur sem í boði voru. ■ ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga blaóió

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.