blaðið - 08.06.2005, Síða 28
miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið
dagskn
Stutt spjall: Gísli Einarsson
Gísli er umsjónarmaður þóttanna Út og suður á Ríkissjónvarpinu þar sem hann flakkar um allt land og hittir áhugavert fólk.
Molar
Hvernig hefurðu það
í dag?
,Ég hef það aldeilis
ágætt."
Er ekki nauðsynlegt
að vera flakkari og
mannblendinn í þínu
starfi?
,Jú, það sþillir ekki fyrir.
í starfi mínu sem blaða-
og fréttamaður hef ég
vanist þessum þeytingi
en þetta vex mér ekki í
augum. Ég hef nú gaman
af að umgangast fólk og
kynnast nýjum viðhorfum.
Það er í raun það sem er
skemmtilegast við þetta
starf; að uppgötva nýja
hluti og hrífast með þeim
einstaklingum sem eru I
þáttunum hjá mér.“
Er þetta ekki skemmti-
legt starf?
„Svo sannarlega. Þetta
er með því skemmtileg-
asta sem ég hef gert, ef
ekki það skemmtileg-
asta. Ég fæ tækifæri til
að kynnast landinu og
fólkinu á allt annan hátt
en sem ferðamaöur. Það
sést bersýnilega að við eigum ótrúlega
skemmtilegt og fjölbreytt mannlíf. Svo
hafa viðtökumar verið góðar, sem er ein-
staklega skemmtilegt. Við fáum stöðugt
ábendingar um viðmælendur og það er
enginn skortur á viðfangsefnum."
Hvað er fram undan í þættinum?
„Á sunnudaginn heimsækjum við
Jón Sveinsson, sem er mikill jaxl og
æðabóndi í Reykhólasveit. Hann er
líka fyrrum liðsforingi í norska hemum
og skiljanlega eru þetta mjög ólík við-
fangsefni. Einnig tökum við hús á Ólöfu
Hallgrímsdóttur sem er bóndi í ferðaþjón-
ustu og mikil áhugakona um íslenska
matargerð."
Zeta-Jones
of falleg
Höfundurinn Andrew
Lloyd Webber hafnaði
Catherine Zeta-Jones
af því hann taldi að
hún væri of falleg í
söngleik sinn. Zeta-Jo-
nes fór í leikprufu hjá
Webber þegar hún var
upprennandi leikkona
í kringum 1990. Hún
reyndi fyrir sér sem
Rose Vibert í söngleikn-
um Aspects of Love.
Ástæðan fyrir því að
Webber hafnaði Zeta-Jo-
nes var sú að hún var of
falleg og honum fannst
hún því ekki henta í
hlutverkið þar sem karl-
hetjan átti að hætta með
kvenhetjunni og enginn
maður með réttu ráði
myndi hætta með svo
guðdómlegri veru sem
Catherine Zeta-Jones.
Eitthvað fyrir..
Stöð 2 - Strong Medicine 3 (6:22) -
kl. 21.55
Vönduð þáttaröð um tvo ólíka en kraft-
mikla kvenlækna sem beijast fyrir
bættri heilsu kynsystra sinna. Hjá
læknunum Dönu og Lu ríkir engin logn-
molla en til þeirra leita konur úr öllum
þjóðfélagshópum. Whoopi Goldberg er
einn framleiðenda Strong Medicine.
Skjár 1 - Law and Order - kl. 22
Ný þáttaröð af þessum vinsælu banda-
rísku þáttum um störf rannsóknar-
lögreglumanna og saksóknara í New
York. Rannsókn á dauða skokkara, sem
grimmur hundur drap, leiðir lögregluna
á spor fanga í Attica, lögmanna hans og
hóps sem efnir til hundabardaga.
kylfinga
Sýn - Tiger Woods (2:3) - kl. 23.15
Tiger Woods er einn besti kylfingur
allra tíma. Nafn hans er þegar skrifað
gylltu letri í golfsöguna en afrekaskrá
Tigers er bæði löng og glæsileg. Hæfi-
leikar hans komu snemma í ljós en í
þáttaröðinni fá sjónvarpshorfendur að
kynnast kappanum frá ýmsum hliðum.
Rætt er við fjölskyldu og vini Tigers,
sem og þekktar stjömur úr íþróttun-
um og skemmtanaheiminum, sem allar
eiga það sameiginlegt að dást eindregið
að þessum snjalla kylfingi.
Af netinu
Morgun Síðdegi Kvöld 18:30-21:00
■O. 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 17.55 Landsleikur í fótbolta Bein útsending frá leik íslands og Möltu í forkeppni heimsmeistaramóts- ins. 19.00 Fréttayfirlit 19.05 Landsleikur í fótbolta Ísland-Malta, seinni hálfleikur. 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Víkingalottó 20.40 Ed (71:83) Framhaldsþættir um ungan lögfræð- ing sem rekur keilusal og sinnir lög- mannsstörfum í Ohio. Aðalhlutverk leika Tom Cavanagh, Julie Bowen, Josh Randall, Jana Marie Hupp og Lesley Boone.
U 06.58 ísland í bítið W M 09.00 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 09.20 í fínu formi 09.35 Oprah Winfrey 10.20 ísland í bítið 12.20 Neighbours (Nágrannar) 12.45 Ífínuformi 13.00 Sjálfstætt fólk (Flosi Ólafsson) 13.40 Hver lífsins þraut (5:6) (e) 14.10 Að hætti Sigga Hall (6:12) (e) (Ítalía: Umbría) 14.45 Happy Days (Jamie Oliver) (3:4) (Kokkur án klæða) 15.15 Summerland (13:13) (e) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.53 Neighbours (Nágrannar) 18.18 Island í dag 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 ísland í dag 19.35 Simpsons (Simpson-fjölskyldan) 20.00 Strákarnir Félagarnir halda uppteknum hætti og sprella sem aldrei fyrr. 2005. 20.30 Medium (13:16) (Miðillinn)
© 17.55 Cheers - 3. þáttaröð Aðalsöguhetjan er fyrrum hafna- boltastjarnan og bareigandinn Sam Malone, snilldarlega leikinn af Ted Danson. Þátturinn gerist á barnum sjálfum og fylgst er með fastagestum og starfsfólki í gegnum súrt og sætt. 18.20 Brúðkaupsþátturinn Já - Ný þáttaröð (e) 19.15 Þak yfir höfuðið (e) 19.30 Þak yfir höfuðið 19.45 Sjáumst með Silvíu Nótt - NÝTT! (e) 20.10 Jack & Bobby
07.00 Olíssport CTW77 07.30 Olíssport 08.00 Olíssport 08.30 Olíssport 18.45 Olíssport 19.15 David Letterman 20.00 HM 2006 (Finnland-Holland) Bein útsending frá leik Finnlands og Hollands í 1. riöli. Hollendingar unnu fyrri leik þjóðanna, 3-1 og berjast við Tékka um sigurinn í riðlinum.
WÆ3Œ1 °6-15 The Master of Disguise (Meistari dular- gervanna) 08.00 Since You Have Been Gone (Bekkjarmótið) 10.00 Uncle Buck (Buck frændi) 12.00 Trail of the Pink Panther (Á slóð Bleika pardusins) 14.00 The Master of Disguise (Meistari dulargervanna) 16:00 Since You Have Been Gone (Bekkjarmótið) 18.00 Uncle Buck (Buck frændi) 20.00 Trail of the Pink Panther (Á slóð Bleika pardusins) Þegar ómetanlegum demanti er stolið er auðvitað kallað á Clouseau. Þetta er verkefni sem enginn ræður við nema hann. Byrjunin lofar samt ekki góðu því þegar Clouseau heldur af stað til að leysa málið hverfur flugvélin hans.
07,00 Meiri músik 20.00 Game TV 20.30 Sjáðu í Sjáðu er fjallað um nýjustu kvik- myndirnar og þær mest spennandi sem eru í bíó.
, .. ,-r .. Molar
Áðan á Skjá einum
sá ég nýjan sjón-
varpsþátt sem heitir
Sjáumst með Silvíu
Nótt. Margir hafa
sagt að hér sé á
ferðinni sé mjög fynd-
inn þáttur, þarsem
loksins einnhver geri
gnn að öllum egósent-
rísku þáttastjórnend-
unum sem er alveg
sama um allt nema
að koma vel f ram í
sjónvarpinu og um
leið öllum þessum
djammgelgjum sem
ofsækja miðbæinn.
Djö, sko, það fólk veð-
ur ógeðslega í villu.
Því að Silvía Nótt
er svalasta mann-
eskja sem til er. Hún er sönnun þess
að eitís-tískan er kúl og komin aftur og
allir eiga að vera með
grifflur eins og hún.
Með hennar aðstoð
hef ég lært ógeðslega
mikið, sko, og ég er
glaður, enda vissi ég
ekki að Alþingi væri
svona rosalega töff
eða að Biggi í Maus
ætti ekki bíl. Og hvern
hefði grunað að það
væri bara svona
„ógeðslega fatlað og
Ijótt fólk“ I Kolaport-
inu sem selur dótið
sitt (sem er kannski
stolið?).
Alltént, ef ég væri
kona, þá væri ég
Silvía Nótt. Endilega
sjáið þennan þátt í
endursýningu.
http://www.blog.central.is/flog
Það fór eitt eftirmiðdegi í það að horfa á
Pimp My Ride á MTV. Þessir þættir eru
líka sýndir á frónversku sjónvarpsstöð-
inni Skjár einn.
Þannig var að ég fékk hugmynd um að
tala við þá á Skjá einum um að gera
íslenska útgáfu af þættinum.
Þama er fyrir þá sem ekki hafa séð
þetta svartlitaður rapþari sem kynnir
þetta og breytir bílum úr druslum í alls
konar myndir.
Þess vegna datt mér I hug að Gylfi Ægis
gæti kynnt þetta og byrjað á galloþþern-
um mínum, málað hann í Liverpool-litun-
um og sett örninn á húddið.
Komið fyrir bar í skottinu og svo má
áfram telja.
Síðan endar þátturinn á að ég segi takk
fyrir að manga bílinn minn.
http://www.blog.central.is/kjellinn
Lindsay
Lohan
of þokka-
full
Hópur sérfræðinga
hefur unnið við
það undanfarið
að minnka bijóst
Lindsay Lohan
í nýjustu mynd
hennar, Herbie.
Sérfræðingarnir
hafa þurft að fara
yfir hvert einasta
atriði og laga barm
unglingastj örnunn-
ar vinsælu. Yfirmönnum fannst þessi
aðferð nauðsynleg þar sem þeir ótt-
uðust að persóna Lindsay, Maggie
Pejdon, væri of
þokkafull fyrir fjöl-
skyldumynd. Auk
þess höfðu þeim bor-
ist nokkrar kvart-
anir frá foreldrum
við prufusýningar.
Sérfræðingunum
var sagt að athuga
sérstaklega atriði
þar sem stjaman
hoppar upp og nið-
ur. Að sama skapi
voru hálsmál hækk-
uð á einstaka stað.
, jÉg skil ekki hvern-
ig Renee Zellweger
fitnaði og grenntist
stöðugt fyrir mynd
sína, Bridget Jones. Þetta er ekk-
ert gaman. Komið með tölvugæjana,"
sagði Lindsay við þetta tækifæri.