blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Baejarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@ vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. í fjölmiðlaveldinu 365, sem virðist ætla að he§a rekstur á nýjum miðli í viku hverri, virðast ekki allir á eitt sáttur um efnistök einstakra miðla svo halda mætti að óeining væri komin í hópinn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins reið á vaðið um helgina og for- dæmdi skrif kollega sína á nýja slúðurriti 365 miðla, Hér og nú, um tón- listarmanninn Bubba Morthens og fyrrverandi eiginkonu hans. Fleiri starfsmenn veldisins hafa gagnrýnt umfjöllunina, til að mynda starfs- menn Talstöðvarinnar, sem sent hafa frá sér yfirlýsingu sama efnis á vef blaðamannafélagsins, Press.is. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með þá stefnu sem íslensk blaðamennska er að taka. Slúðurritið Hér og nú, sem virðist útgefið til höfuðs slúðurritinu Séð og heyrt, hefur að dómi manna gengið fullharkalega fram í meðhöndl- un sinni á málum og mönnum, og telja kollegarnir á Talstöðinni að rit- stjóm Hér og nú leggi menn í einelti. Krassandi fyrirsagnir blaðsins, sem í besta falli mætti kalla villandi, hafa náð athygli alls samfélagsins og vel má velta því fyrir sér hvort þá sé ekki einmitt tilgangi ritstjóm- arinnar náð. Það er ólíklegt að í okkar fámenna samfélagi sé hægt að halda úti fjölda slúðurrita og á meðan efnistök Hér og nú verða að um- fjöllunarefni annarra miðla má velta því fyrir sér hvort verið sé að leika sér með lögmál samkeppninnar. Um það snérist einmitt umræðan um fjölmiðlafrumvarpið en þegar hún gekk fjöllum hærra steig aðaleigandi fjölmiðlasamsteypunnar, sem nú nefnist 365, fram á ritvöllinn „til að sefa áhyggjur af því að eignarhald á fjölmiðlunum þremur, Fréttablaðinu, DV og Stöð 2/Bylgjunni, valdi skaða á fréttaflutningi á íslandi...", eins og hann orðaði það sjálfur í grein í Morgunblaðinu þann 7. janúar í fyrra.Tillögur Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar voru í þremur liðum þar sem hann hnykkti á því að frétta- stjórar á miðlunum hafi þann starfa að reka óháða fréttastofu sem gætir hlutleysis og réttlætis í fréttaflutningi og að ritsjómir miðlanna væru með öllu óháðar hvor annarri. Það virðist nú komið á daginn að svo er, enda hver höndin uppi á móti annarri á 365 miðlum og ekki allir á eitt sáttir um réttlætið í fréttaflutningnum. Athygliverð var tillaga Jóns Ás- geirs um svokallað fjölmiðlaráð sem hann vildi koma á stofn en það átti að hafa þann tilgang að vaka yfir „fréttaflutningi fjölmiðlanna þriggja og gæt(a) þess að hann sé innan hlutleysis- og réttlætismarka. Fjölmiðla- ráðið yrði skipað þremur mönnum tilnefndum af félagasamtökum og óvilhöllum stofnunum; til dæmis Neytendasamtökunum, Háskóla ís- lands og Blaðamannafélagi íslands." Auðvitað má ætla að menn starfandi í slíku gölmiðlaráði hefðu lítinn tíma til annarra starfa, enda flóra 365 orðin bæði mikil og litrík, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Það virðist þó augljóst að stefnan um- rædda, sem menn hafa áhyggjur af, er einmitt tekin á einstökum miðl- um 365 sem eru í beinni samkeppni við aðra miðla. Þar á bæ virðast menn þurfa gæslumenn til að gæta gæslumannanna. þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið Græðgin hungur vekur arinnar þetta að umtalsefni. í frétt Mbl. 24. nóvember sama ár segir: „Eignatengsl á verðbréfamarkaði eru algengari hér á landi en víða annars staðar. Mikið skortir hins vegar á að tengslin séu skýr. Viðskiptabank- amir þrír leika stórt hlutverk í þeim eignatengslum sem skapast hafa“. Hlutabréfamarkaðurinn er fyr- irbæri sem almenningur skilur æ minna í. Látlausar fréttir hafa verið um kaup og sölu bréfa í fyrirtækjum og ævintýralegan gróða á skömmum tíma. Ég er eiginlega á svipuðu róli, næ ekki sambandi við þetta svið at- vinnulífsins, reyni af veikum mætti að skilja fréttimar um að þessi hafi keypt í fyrirtæki A, sem eigi svo dálítið í fyr- irtæki B, það á svo hell- ing í fyrirtæki C, en það er stór eigandi í A og svo er einhvers staðar eignarhaldsfélag sem á allt bixið með dreifðri hlutafjáreign í G og H, sem keypt var með framvirkum samningi og óvirkum greiðslum. Það á því greinilega í harðri valdabaráttu við AB-feðga sem eiga... og þarnamisstiégþráðinn. Eignatengsl og þáttur bank- anna er sem sé alvörumál og áhyggjuefni hjá sjálfu Fjár- málaeftirlitinu. Ennfremur kemur fram í greininni: „Fjármálaeftirlitið (FME) hefur áhyggjur af því að eignatengsl, sem víða er að finna meðal félaga á verð- bréfamarkaði hér á landi, ekki hvað síst með aðild fjármálafyrirtækja, kunni að ráða nokkru um gengis- þróun hlutabréfa. Á ársfundi FME í byrjun þessa mánaðar kom fram hjá Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra FME, að stofnunin telur að gagn- kvæm eignatengsl á verðbréfamark- aði geti haft áhrif á gengisþróun fé- laga á víxl þannig að hætta sé á að í hækkun spinnist gengið upp langt umfram eðlilega verðþróun. Þá telur FME að einstakir lántakendur og við- skiptaaðilar fjármálafyrirtækja, eða samtengdir fyrirtækjahópar, myndi stórar áhættur í bókum fleiri en eins fjármálafyrirtækis. í þessum efnum eru viðskiptabankarnir þrír og Straumur Fjár- festingarbanki umsvifa- mestir og því má ætla að vamaðarorð FME eigi helst við um þá“. Hlutabréfamarkaðurinn er sem sé óljós og ógegnsær. Það er í and- stöðu við tilgang markaðarins. Hann á að vera vettvangur þar sem kaup og sala fara fram eftir skýrum og ákveðnum reglum og hveijum manni má vera ljóst hver á hvað. Á ársfundi Fjármálaeftirlitsins í nóv- ember 2004 gerði forstjóri stofnun- Eignatengsl og þáttur bankanna er sem sé al- vörumál og áhyggjuefni hjá sjálfu Fjármálaeftir- litinu. Mér létti þegar ég rakst á þessa gömlu frétt Morgunblaðsins - það er þá eðlilegt að utanaðkomandi eins og ég skilji lítið í hrær- ingunum á hlutabréfamarkaðnum fyrst eftirlitsaðilinn hefur svona miklar áhyggjur af þessu öllu. Þessu tengt kom upp í hugann nýlegt dæmi. íslandsbanki keypti allt hluta- fé í Sjóvá fyrir 19 mánuðum fyrir 19,4 milljarða króna og seldi svo 2/3 af því fyrir rúmum mánuði fyrir 17,5 millj- arða króna. Hagnaðurinn varð því 4,6 milljarðar króna af bréfunum sem voru seld. Þá á eftir að gera ráð fyrir hagnaði af þeim þriðjungi bréfanna sem óseldur er. Ef söluverð á þeim hluta verður það sama verður hagnað- urinn 2,3 milljarðar króna og samtals 6,9 milljarðar króna. Til viðbótar fékk bankinn 3,5 milljarða króna í arð á þeim tíma sem hann átti allt hlutaféð. Fenginn hagnaður og arður er samtals 8,1 milljarður króna á 18 mánuðum og von á frekari hagnaði upp á 2,3 milljarða króna. Heildar- hagnaðurinn gæti því orðið 10 millj- arðar fyrir 18 mánaða eignarhald á hlutabréfum í Sjóvá. Það er yfir 50% hagnaður. Verðhækkunin virð- ist mér tengjast að einhverju leyti valdabaráttu um íslandsbanka, sem aftur veldur hækkun á hlutabréfum bankans. En það er önnur saga sem tengist því sem Fjármálaeftirlitið var að benda á, að gagnkvæm eigna- tengsl spinni upp gengi hlutabréfa. Hver borgar? Jú, viðskiptavinir Sjó- vár borga með iðgjöldum sínum af bíl- um o.s.frv. Þetta þýðir í mínum huga að samkeppnin er í skötulíki og eig- endur tryggingafélaganna, sem bank- arnir eiga að verulegu leyti, geta sent reikninginn fyrir eigin græðgi til neyt- endanna. Þeir hafa líklega ekki heyrt af hugtakinu samfélagsleg ábyrgð fyr- irtækja. Græðgin er óseðjandi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. www.kristinn.is Hverjir þurfa á leynd að halda? í kjarasamningum og töxtum er ekki til kynbundinn launamunur. Hann er eigi að síður staðreynd og tengist kjör- um sem ekki eru hluti af kjarasamn- ingum annars vegar, en hins vegar hefðbundnu vanmati á störf sem kon- ur sinna að miklu leyti. Laun snúast nefnilega að litlu leyti um framboð og eftirspum heldur þjóðfélagslegt mat. Það er t.d. verulegt framboð af fólki sem vill gegna stjórnunarstörfum og því lítil ástæða til að greiða stjóm- endum ofurlaun þess vegna. Ástæð- una fyrir ofurlaunum stjómenda má frekar finna í hugmyndaheimi fjármagnseigenda og annarra sem til- heyra valdastéttinni. Þeim finnst það einfaldlega eðlilegt að hlutverk launa sé að byggja valdapíramída. Hið sama má segja um kynbundinn launa- mun. Á honum geta ein- ungis verið tvær skýr- ingar. Annars vegar að konur séu almennt lak- ari starfsmenn en karl- ar. Fáir viðurkenna upp á sig slíka skoðun. Hin ástæðan er öllu lík- legri - að hann sé hluti af hugmyndafræði ráð- andi stétta sem líta ennþá á karlmenn sem „fyrirvinnur" og að sú ráðandi hugmynda- fræði móti raunar einn- ig sjálfsmynd kvenna sem gera þess vegna hógværar launakröfur. Til þess að viðhalda slíkum hugsunarhætti má svo byggja inn í kerf- ið alls konar varnagla gegn breytingum. Einn þeirra er launaleynd. Leynd yfir launum fólks er ekki for- senda þess að stjórnendur geti hækk- að afburðastarfsmenn í launum, enda er erfitt fyrir sanngjamt fólk að amast við því. Á hinn bóginn ger- ir hún þeim kleift að hækka laun út af einhverju öðru en verðleikum, t.d. vegna skyldleika, kyn- ferðis, flokkstengsla eða aðildar að Frímúrara- reglunni. Það blasir við að launa- leyndin gerir konum sem vinna hjá einkafyr- irtækjum óhægt um vik að sækjast eftir launa- hækkunum eða launum til jafns við jafnhæfa karlmenn. Það er líka markmið hennar, hún er fyrst og fremst stjórn- tæki þeirra sem eru á tindinum. Launaleynd hefur ekkert með persónu- vernd eða mannréttindi að gera. Hið sama má raunar segja um leynd á fleiri sviðum. Hlutverk hennar er ævinlega að takmarka upplýsingar við tiltekinn hóp fólks, sem hefur rétt á að vita það sem aðrir vita ekki. Ný for- réttindastétt verður til, sem hefur þekkinguna á valdi sínu líkt og leyni- þjónustur stórvelda vita einar hvað í rauninni er að gerast í alþjóðasam- skiptum. Leynd um kjörin sem erlend stór- fyrirtæki fá í samningum við íslensk stjórnvöld til að reisa hér stíflur eða álverksmiðjur er t.d. varin með því að þau séu „viðskiptaleyndarmál". Fáir eru þó svo skyni skroppnir að þeir skilji ekki að með því að hafa þetta fyrir leyndarmál veija stjórnvöld sig jafnframt fyrir allri gagnrýni á því að selja orku til stórfyrirtækja á undir- verði. Gagnrýnendur fá ekki sama að- gang að upplýsingum og leynimakk- ararnir. Hið sama má segja um ráðamenn sem hafa notað leyniskýrslur sem rök fyrir ólöglegum hernaði og stríðsglæp- um. Leyndin var skjól þeirra skálka sem lugu „staðreyndum" um gereyð- ingarvopn sem voru svo ekki til. Þekking er vald. Leynd er tilraun til að takmarka slíkt vald við fámenn- an hóp. Hvort sem það er launaleynd, viðskiptaleyndarmál eða upplýsingar sem varða „öryggi ríkisins". Sverrir Jakobsson sagnfræðingur. www.murinn.is H------------- Það blasir vlð að launaleynd- in gerir konum sem vinna hjá einkafyrirtækj- um óhægt um vik að sækjast eftir launa- hækkunum eða launum til jafns við jafnhæfa karl- menn. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 Ritstjórn 510-3799 Skiptiborð 510-3700 blaðid-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.