blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 1
Hive.is Þjónustusími 414 1616 Hiveute Þráðlaust internet 4GB niðurhal 8Mb tenging 3.990 ÁMÁNUÐI* i Fjöldi Islendinga þátt í útsendingu uá - bls. 27 á netinu út í heim - bls. 25 að nota kreditkort?-ws. með augum - bls. 18 Ritstjórnar- og augiýsingasími: 510 3700 • biadid@vbl.is 36. TBL . 1. ARG. ÓKEYPIS Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur SímiS10-3700 bladid@vbl.is ISSN 1670-5947 FRJALST OG OHAÐ ÞRIÐJUDAGUR, 28. JUNI. 2005 í gær gáfu í sameiningu flest þau félög, sem koma að réttindum kvenna á íslandi, Alþingi gjöf í tilefni 90 ára afmælis kosninga- réttar kvenna. Halldór Blöndal, forseti þingsins, tók við gjöfinni sem erfrá Femínistafélagi Islands, Kvenréttindafélagi islands, Kvenfélagasambandi íslands, Kvennasögusafni íslands, Kvennakirkjunni, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Samtökum um kvennaathvarf, Stígamótum og UNIFEM á íslandi. Gjöfin er verk eftir listakonuna Kolbrúnu Björgólfsdóttur, Koggu, og nefnist kvennakraftur. Tugþúsunda yfirdrátt- ur á reikningi íbúa Upp komst um 14 ára langan fjárdrátt starfskonu á vist- heimili geðfatlaðra fyrir tilviljun. Aðstandendur gáttaðir á eftirlitsleysi yfirvalda. Nammigrís borgar sekt - bls. 2 / Forsetinn stjórnar ekki utanríkis- stefnunni - bls. 2 Ingunn í efsta sæti - bls. 6 ísland vinsælt hjá erindrekum - bls. 4 Sarapova líkleg til afreka - bls. 22 ókeypis til Bnxiiina heimila og fyrirtækja alla virka daga blaóió í ljós er nú komið að bankareikning- ur íbúa á heimili fyrir geðsjúka að Krummahólum í Reykjavík er kom- inn með tugþúsunda króna yfirdrátt. Starfsmaður heimilisins hafði um áraraðir greitt fyrir vörur og þjón- ustu til eigin nota með peningum heimilismanna. Aðstandandi íbúa á heimilinu segist hafa fengið sjokk þegar hann var upplýstur um málið, sem fullyrt er að hafi komist upp fyrir tilviljun. „Eins ósanngjarnt og hægt er“ Um áraraðir höfðu íbúar heimilis- ins, sem voru að jafnaði fjórir, lagt ákveðna upphæð inn á bankareikn- ing, og umræddur starfsmaður sá um að kaupa í matinn fyrir heimil- ið. Starfsmaðurinn hafði hins vegar lengi stundað að kaupa einnig vörur og þjónustu til eigin nota fyrir fjár- muni heimilismanna. Þegar málið komst upp voru að- standendur vistmanna kallaðir á fund með forráðamönnum Velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar, lögfræð- ingi borgarinnar og fleiri aðilum. Einn aðstandandi, sem sat fundinn og Blaðið ræddi við í gær, sagði að upplýsingarnar sem þar komu fram hefðu verið mikið reiðarslag. Heimil- ismenn hefðu lengi þekkt starfsmann- inn og treyst honum - þessu trausti hefði viðkomandi brugðist. Þeir gerðu sér allir grein fyrir hvað gerst hafði og þetta væri erfitt fyrir þá. Viðkom- andi aðstandandi sagði að þama væri verið að stela af fólki sem hefði lítil fjárráð, eða einungis örorkubætur. Þetta væri því eins ósanngjarnt eins og það gæti orðið. Komst upp fyrir tilviljun Á fundinum var samþykkt að málið yrði sent til innri endurskoðunar borg- arinnar, sem fyrir helgi sendi málið áfram til lögreglu. Ekkert hefur verið haft samband við aðstandendur íbúa frá umræddum fundi. Aðstandandi fullyrti að málið hefði komist upp fyrir hreina tilviljun. Það hefði verið starfsmaður sem bæri enga fjárhagslega ábyrgð á rekstr- inum sem hefði komið upp um það. Aðstandandinn segir að furðu veki að ekkert eftirlit skuli vera með svona hlutum. Ennfremur lýsti viðkomandi efasemdum um að hægt væri að fá nákvæmar upplýsingar um hversu viðamikill fjárdrátturinn væri, þar sem erfitt væri að greina á milli þess sem starfsmaðurinn keypti til heim- ilisins annars vegar og til eigin nota hins vegar. Ekki náðist í Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra vegna málsins í gær. Sparisjóöur Hafnarfjarðar: Sóttað stofnfjárhöfum að upplýsa um kauptilboð Fjármálaeftirlitið ítrekaði í tilkynn- ingu í gær að stofnfjárhöfum í Spari- sjóði Hafnarfjarðar væri skylt að lög- um að veita eftirlitinu hvers konar gögn eða upplýsingar um hugsanleg kauptilboð eða annars konar sam- komulag um kaup á stofnfjárhlutum. Stjórn Sparisjóðsins átelur á hinn bóginn Fjármálaeftirlitið fyrir að fara á svig við sig, hún sé fulltrúi stofnfjár- eigenda út á við. Tilkynning Fjármálaeftirlitsins var svar við bréfi stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá 25. júní, en þar gagnrýndi stjómin það að Fjármála- eftirlitið hefði snúið sér til einstakra stofnfjárhafa en ekki stjómarinnar. Með því telur stjórn Sparisjóðsins að Fjórmálaeftirlitinu hafi orðið á í mess- unni þar sem hún sé lögformlega rétt- ur aðili málsins og að tilkynninga- og upplýsingaskylda vegna hugsanlegr- ar sölu stofnfjórhluta liggi hjó sér en ekki þeim sem hugleiði sölu á stofn- fjárhlutum sínum. Minnt á möguleika á húsleit Fjármálaeftirlitið vísar hins veg- ar á lög um fjórmálafyrirtæki þar sem eftirlitið fær rúmar heimildir til upplýsingaöflunar vegna hugsan- legra eignabreytinga á fjármálastofn- unum. Er um leið minnt á að því sé heimilt að beita dagsektum til þess að fá nauðsynlegar upplýsingar eða leita að gögnum og leggja hald á þau ef þörf krefur. Fjórmálaeftirlitið óréttar að heim- ildin taki ekki aðeins til þeirra, sem fara með virkan eignarhlut, heldur allra sem fari með eignarhlut, hversu stór sem hann annars sé. Aðeins þannig geti Fjármálaeftirlitið metið hvort minni hluthafar í fjármálafyr- irtæki mynda saman aðila sem líta beri á sem einn virkan eiganda. Á hinn bóginn sé stjórn Sparisjóðsins hreint ekki aðili að slíku máli. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoð- unar hvort fyrirætlanir séu um sölu stofnfjár í Sparisjóðnum eða hvort slík sala hafi átt sér stað. Forsaga málsins er sú að í apríl síð- astliðnum var þáverandi stjóm Spari- sjóðs Hafnarfjarðar felld í kosningum á aðalfundi með 23 atkvæðum gegn 22, en stofnfjárhafar em alls 47, einn skilaði auðu og einn var fjarverandi. Þá þegar var um það rætt að nýja stjórnin hygðist selja Sparisjóðinn og koma hlutum stofnfjárhafa þannig í verð. Síðan virðist meirihlutinn hafa aukist því fregnir herma að 30 hlut- hafar hafi þegar gert samkomulag um sölu á hlutum sínum. Hver hlut- ur er 200.000 krónur að nafnverði en sagt er að 48 milljónir hafi verið goldnar fyrir hvern þeirra. Þetta hef- ur þó ekki fengist staðfest með nein- um hætti og hafa fréttir gengið á víxl að salan sé um garð gengin og að hún sé orðrómur einn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.