blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 18
þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið Þreyttir Stuð- menn að lokn- um tónleikum. Lífið með augum Egils Ólafssonar Egill Ólafsson tón- listarmaður er upptekinn um þessar mund- ir, enda er sumariðtími sveitaballa og Stuð- menn fara um landið og skemmta fólki. Blaðið fékk Egil til að festa á filmu það sem fyrir augu hans bar síðustu daga og auðvitað var ekki skotið fram hjá Stuðmönnum. Stórhljóm- sveit Egils er líklega ein vinsælasta sveitaballahljómsveit íslandssög- unnar og ekki dregur Hildur Vala Idol-stjama úr áhuganum en eins og frægt er orðið hljóp hún í skarð Röggu Gísla í sumar. Stuðmenn skemmtu Skagfirðingum á fóstudagskvöld og á laugardag var komið að Eyfirðingum að teygja búkinn og tvista. Nýtt tónlistarhús Þótt tónlistin sé lífsstarf Egils eru það skipu- lagsmál sem eiga hug hans um þessar mundir. Egill er formaður samtaka um byggingu tón- listarhúss, SUT, og situr í sam- ráðsnefnd Austurhafn- ar TR-ehf., sem þessa dagana tekur þátt í að velja um tvær tillög- ur um væntanlegt nýtt tónlistarhús. „Þetta eru spennandi hugmyndir sem væntanlega eiga eftir að gerbreyta ósýnd miðbæjarins, alltfráLækj- artorgi að varðskipabryggj- unni til norðurs, og að Mið- bakka til vesturs," segir Egill. Fyrirhugað er að tónlistarhúsið verði opnað árið 2009 en barist hefur verið fyrir tónlistarhúsi í Reykjavíkurborg, allt frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. „í þessu nýja húsi verða þrír salir og þama mun Sinfóníuhljómsveit íslands hafa aðsetur sitt en salirnir eiga ennfremur að nýtast fyrir allar tegundir tónlistar." Þegar kem- uraðundir- búningi fyrir nýtt skipulag svæð isins, með tónlistarhúsi og ráð- stefnumiðstöð í öndvegi, verða nokkur gömlu húsa bæjarins rifin og þau fónguðu athygli Egils. Hildur Vala á leið á sviðið í Miðgarði. Þetta fallega hús á gömlu Hafskipa- lóðinni hverfurfyrir nýjum húsum. Nýja tónlistarhúsið verður væntanlega byggt á hluta þess svæðis þar sem Faxaskálinn stendur núna, en bygging- amar teygja sig svo lengra til norðaust- urs í átt að ytri höfninni. loftkœling Verð frá 49.9ÖO án vsk. ÍS-hÚSÍð 566 6000 ...og gamla strætóhúsið beint á móti fer ...og bensínstöð Essó við bryggjuna jafnvel líka. Vafalaust verða margir því verður líka rifin. fegnir, ef svo fer. Við höfnina breytist svipur borgarinnar mikið en Faxaskálinn gamli fær að fjúka.. Ziemsen-húsið við Hafnarstræti verður rifið til að rýma fyrir nýja skipulagi mið- bæjarins...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.