blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 4
þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið Þingmannaheimsóknir mjög gagnlegar ísland vinsælt hjá erlendum erindrekum Ene Ergma kemur til fundar við Halldór Blöndal. Mikill verðmunur milli tjaldsvæða í gærmorgun kom Ene Ergma, for- seti eistneska þingsins, til íslands í opinbera heimsókn í boði Halldórs Blöndal en þau hittust á Alþingi og ræddu við formenn þingflokkanna. Halldór segist þeirrar skoðunar að þingmannaheimsóknir sem þessar séu mjög gagnlegar og er skemmst að minnast þess þegar hann fór í svipaða heimsókn til Skotlands í boði forseta skoska þingsins. Helstu kosti heimsóknanna segir Halldór að per- sónuleg tengsl geti auðveldað mjög samningagerð milli landa. Hann seg- ir íjölmörg dæmi til um þetta og nefn- ir t.a.m. að í viðræðum um evrópska efnahagssvæðið hafi hjálpað mjög vin- Sex mótmælendur, í tveimur tjöldum, dvelja nú við Sauðaá, nálægt Kára- hnjúkum. Með þessu vill fólkið mót- mæla byggingu Kárahnjúkavirkjun- ar. Tjöldin eru í landi Valþjófsstaða, sem er kirkjujörð í Fljótsdal á Héraði. Samkvæmt lögum þurfa mótmælend- ur að fá leyfi jarðeiganda til að setja upp tjaldbúðir, og það gerðu þeir í gær. Höskuldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Prestsetrasjóðs, sagð- ist í samtali við Blaðið hafa fengið erindi frá hópnum í tölvupósti. Hann hafi þegar haft samband við prestinn á Valþjófsstað, sem og stjómarmenn Prestsetrasjóðs, og þar á bæ væm allir sammála um að leyfa fólkinu að skapur íslendinga við þáverandi land- búnaðarráðherra Þýskalands. Nóg í boði ^Alþjóðavæðing veldur því að gagn- kvæmar heimsóknir hafa færst í vöxt,“ segir Halldór og bætir við að yfirleitt komi frumkvæðið frá er- lendu aðilunum. „Það er almennt meiri áhugi á íslandi en áður. Þá er líka meira samstarf milli þinganna og meiri ásókn í að auka samstarf þjóðþinganna, fram hjá alþjóða stofh- unum og ríkisstjóm," sagði Halldór Blöndal. forseti Alþingis, og bætti því við að lslendingar færu alls ekki á alla þá staði sem þeim væri boðið til. setja upp umræddar tjaldbúðir. Greinilegt er á öllu að mótmælend- ur búast við að það fjölgi í hópnum. Þannig hafa þeir sótt formlega um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Austur- lands til að setja upp tvo kamra við tjaldbúðirnar. Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- litsins, staðfesti þetta í gær og sagði ennfremur að leyfið hefði þegar verið afgreitt með samþykki. Báðir aðilar sögðu að ekki væri hægt að gera ráð fyrir öðm en hópur- inn gengi vel um á svæðinu - þetta væri jú hópur af náttúruverndarsinn- um. | í nvrri könnun sem Verðlagseftirlit ASI gerði á tjaldsvæðum um allt land kom í ljós mikill verðmunur milli svæða. Gisting getur verið ókeypis fynr fjölskyldu með tvö börn, 12 og 15 ára, allt upp í að kosta 4.800 kr. Algengast er að gjald sé innheimt fynr hvem einstakling sem gistir á hverju tjaldsvæði og að ókeypis sé eða að afsláttur sé veittur fyrir böm. Það er þó mismunandi við hvaða ald- ur full gjaldtaka miðast. Á sumum svæðum er þó aðeins rukkað fyrir hvert tjaldstæði, óháð því hve margir gista í hveiju tjaldi. í könnun ASÍ er einungis gerður samanburður á verði fyrir gistingu á tjaldsvæðum en ekki borin saman sú þjónusta sem í boði er á hverju svæði. Gisting fyrir tvo fullorðna með tvö börn, 5 og 10 ára, í tvær nætur var ódýrust á tjaldsvæði Patreksfjarðar þar sem hún kostaði ekki neitt. Könnunina má finna á heimasíðu ASÍ, www.asi.is. Sótti slasað- an sjómann Björgunarskipið Ingólfur lagði að bryg- gju á Hornafirði um kl. 8 í gærmorgun. Björgunarskipið Ingólfur, sem er skip Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar á Höfn í Hornafirði, fór í sinn fyrsta leiðangur aðfaranótt mánu- dags. Skipið var kallað út um kl. 04.30 til að sækja slasaðan skipverja af bátnum Smáey frá Vestmannaeyj- um. Maðurinn hafði dottið ofan í lest skipsins og slasast í andliti við fallið. Skipin mættust skammt austur af Hrollaugseyjum og var sjúklingurinn fluttur þar á milli skipa. Björgunarskipið lagði síðan með hinn slasaða að bryggju á Hornafirði um klukkan 8 í gærmorgun, og var þegar farið með hann í aðhlynningu hjá lækni. ■ Verðmetið á rúmar 130 milljónir. Metið á 130 milljónir Stjórn Fasteignastofu Reykavíkur- borgar ákvað á fundi sínum í gær að selja húsið að Sólvallagötu 10, sem margir þekkja sem gamla mæðra- heimilið. Samkvæmt verðmati gera borgaryfirvöld ráð fyrir að húsið selj- ist á rúmar 130 milljónir. Á fundin- um var ákveðið að selja fleiri hús, svo sem Fríkirkjuveg 3, sem lengi hýsti Innkaupastofnun. Ástæða þess að húsin eru seld nú er að borgin telur sig ekki hafa frekari not fyrir þau. ■ Flug til New York í allan vetur Flogið verður til New York borgar fjórum sinnum í viku næsta vetur en þetta er breyting frá fyrri árum. Það er Icelandair sem flýgur en undanfar- in tvö ár hefur félagið gert hlé á flugi sínu yfir háveturinn. Sú verður þó raunin með flug til og frá Minneapol- is í um tvo mánuði í vetur. Ástæðan fyrir þessum breyting- um er sú að markaðsaðstæður í New York eru hagstæðari en þær hafa verið undanfarin ár, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. TILB0ÐSDEKK OTRULEGT VERÐ! AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMEWMSKA í FYRIRRÚMI FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHÓTEL VIÐ GEYIVIUM DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI GUMMIVINNUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS Kirkjan leyfir þeim að vera

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.