blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 27
blaðið I þriðjudagur, 28. júní 2005 KU 5-7-9-11 KL.9-11 KL,5-7 KL 5.45-8-10.15 KL 5.45-8-10.15 KL 4.50 BATMAN BEGINS INSIDE DEEP THROAT A LOT LIKE LOVE VOKSNE MENNESKER CRASH HITCHHIKER'S GUIDE TO THE GALAXY BATMAN BEGINS KL. 5.10-6.30-8.10-9.30-11 B.1.12 HOUSEOFVAX KL 10.30 B.l. 16 THE WEDDING DATE KL. 8 THE ICE PRINCESS KL. 6 BATMAN BEGINS MR. AND MRS. SMITH A LOT LIKE LOVE BATMAN BEGINS BATMAN BEGINS VIP A LOT LIKE LOVE HITCHHIKER'S GUIDE. THE WEDDING DATE SVAMPUR SVEINSSON BATMAN BEGINS KL. 5.30-8-10.30 A LOT LIKE LOVE KL. 6 CRASH KL.8-10 www.sambioin.is MORGAN REEMAN KATIE ILMES CHRISTIAN BALE MICHAEL LIAM CAINE NEESON NYR OG MIKLU BETRI LEEÐUBLÖKUMAÐUR MBL. HILDUR LOFTSDÖPTTIR BLAÐIÐ LOKSÍíÍS, LOKSINS M.M.M. XFM 91,9 GLEYMID OLLUM HINUM BATMAN MYNDUNUM. ÞESSI ER MÁLIÐ. ANDRI CAPONE X-FM 91,9 GLEYMDU HINUM. ÞETTA ER ALVÖRU BATMAN Ó.Ö.H. DV BATMAN, EINS OG ÞU HEFUR ALDREI SEÐ HANN AÐUR! Fjöldi íslendinga tekur þátt í útsendingu Live 8 Ragga Gísla, Inga Lind og Sölvi Blöndal hafa bókaö komu sína. Undirbúningur fyrir Live 8 tónleik- ana, sem fara fram á laugardaginn, er nú í fullum gangi víða um heim og þar á meðal á íslandi. Eins og fram hefur komið í fréttum að und- anfórnu hyggjast sjónvarpsstöðin Sirkus og tónleikafyrirtækið Concert sýna frá tónleikunum í 12 tíma dag- skrá. Hundruð tónlistarmanna koma fram um allan heim, meðal annars Björk, Coldplay, Pink Floyd, Lauryn Hill, U2, Madonna, Elton John og Brian Wilson. Hér heima mun fjöldi gesta líta inn í myndver sjónvarps- stöðvarinnar og þar á meðal norska glysrokksveitin Wig Wam, en sveit- in heldur tónleika á Gauki á Stöng sama kvöld. Fjölmargir þjóðþekktir íslendingar hafa bókað komu sína í útsendinguna. Listinn er langur en á honum má meðal annars sjá Birg- ittu Haukdal, Jónsa, Egil úr Vinyl, Idol-stjörnuna Davíð Smára, Sölva úr Quarashi, Samma úr Jagúar, Nyl- on-stúlkurnar, Erp Eyvindarson, Jón Gnarr og nýbökuð hjónin Svanhildi Hólm og Loga Bergmann. „Þetta er bein útsending og fullt af liði sem kíkir inn í myndveriðsegir Einar Bárðarson hjá Concert. „Þetta verður stórt partí og sýnt verður frá öllum tónleikunum sem fara fram í Banda- ríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Ítalíu, Afríku og Bretlandi. Ég man ennþá hvar ég var þegar á sá Live Aid fyrst þannig að þetta er viðburður sem menn muna alla ævi,“ bætir Einar við og er þetta án efa tón- listarviðburður sem enginn má missa af. Auk þess standa fyrirtækin nú í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á íslandi, í kringum útsendingu Live 8 og ætla að hvetja fólk til að skrá sig sem heimsforeldrar og hjálpa bágstöddum börnum í heiminum. „Okkar verkefni hér á íslandi er að safna heimsfor- eldrum fyrir UNICEF og við ætlum að keyra á því grimmt í dagskránni. Við hlökkum mikið til að takast á við það verðuga verkefni," bætir Einar við. Útsendingin hefst á hádegi laug- ardaginn 2. júlí nk. Smashing Pumpkins saman á ný? Samkvæmt fréttum MTV eru miklar líkur á því að hljómsveitin Smashing Pumpkins hyggist koma saman á ný, en hljómsveitin spilaði síðast saman á tónleikum 2. desember árið 2000. í síðasta mánuði sagði Billy Corgan, söngvari sveitarinnar í samtali við MTV News, að engar líkur væri á slíku en nú virðist sem annað hljóð sé komið í kappann. í auglýsingu í blaðinu Chicago Tribune koma fram áform söngvarans um að ná bandinu sínu saman á ný en þar segist hann vilja fá hljómsveitina, lögin sín og drauma til baka. Ekki kemur fram hvernig hann hyggist endurvekja hljómsveitina eða hvenær það verði. Trommuleikarinn Jimmy Chamberl- in hefur þegar staðfest að hann verði með og sagði í viðtali við Tribune að hann væri spenntur fyrir að spila með gömlu félögunum á ný. Þessi frétt kemur fáum á óvart þar sem Chamberlin og Corgan hafa unnið þónokkuð saman eftir að Smashing Pumpkins hættu, meðal annars í hljómsveitinni Zwan, sem átti sér stutta lífdaga, og Chamberlin spil- aði með í nokkrum lögum á sólóplötu Corgans, The Future Embrace. Það gæti orðið erfiðara að sannfæra aðra fyrrum meðlimina um að þess- ir endurfundir séu góð hugmynd og ekki hefur enn heyrst frá gítarleikar- anum James Iha ogbassaleikaranum D’Arcy Wretzky. Chamberlin segist vonast til þess að fjórmenningarnir standi allir á sviðinu en segist þó en- göngu getað svarað fyrir sjálfan sig. Eitt er víst að þessar fréttir kæta marga aðdáendur sem urðu miður sín þegar sveitin leystist upp fyrir tæpum fimm árum. Mars Volta hættir við tónleika Samkvæmt fréttum tónlistartíma- ritsins NME hefur hljómsveitin Mars Volta neyðst til að hætta við tónleika- ferð sína um Evrópu vegna veikinda eins meðlimanna. Sveitin átti meðal annars að spila á Hróarskelduhátíð- inni um næstu helgi en eftir að gít- arleikarinn, Omar Rodriguez-Lopez, annar forsprakki hljómsveitarinnar, fór að kvarta undan magaverkjum sem fóru að ágerast kom ekki annað til greina en að aflýsa öllum fyrirhug- uðum tónleikum. Vonast er til að hljómsveitin geti spilað saman aftur með haustinu en búið var að skipu- leggja tónleikaferð um Bandaríkin með System Of A Down. Gallagher finnst Live 8 vera tímasóun Það eru ekki allir jafnhrifnir af framtaki Boþs Geldof með Live 8 tónleikunum. Damon Albarn hef- ur gagnrýnt tónleikahaldarana og segist efast um að þeir komi íbúum Afríku til hjálpar og nú stígur Noel Gallagher úr Oasis fram og segir tón- leikana alla vera eintóma tímasóun. Gallagher segir í viðtali að þetta sé ekkert annað en tilgangslaus athöfn sem muni ekki hjálpa til við að draga úr skuldum þróunarríkjanna þar sem ráðamenn muni aldrei hlusta. Hann bætir því við að rokkstjörnur hafi engin áhrif á stjórnmálamenn og að það muni engu breyta þótt þær syngi nokkur lög á sviði. Hann spyr blaðamann hvort líkur séu á því að ráðherrar G8-ríkjanna muni horfa á Annie Lennox syngja Sweet Dream eða Keane syngja Somewhere Only We Know og segja að þau hafi virki- lega eitthvað til síns máls. „Það mun aldrei gerast," segir Gallagher að lok- um, neikvæðnin uppmáluð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.