blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 2
þriðjudagur, 28. júní 2005 i blaðið Jafnréttis- áætianir fátíðar Þörf er á því að minna fyrirtæki og stofnanir á að vera með virka jafn- réttisáætlun eins og getið er um í lögum. Fyrir rúmu ári sendi Árni Magnússon félagsmálaráðherra bréf til forsvarsmanna fyrirtækja og stofn- ana þar sem starfa fleiri en 25 starfs- menn. í bréfinu voru aðilar beðnir um að svara ákveðnum lista og skila gögnum. „Svör við bréfinu voru ekki alltof góð en gáfu þó vísbendingu um hvað þyrfti að gera betursegir Sig- uijón Öm Þórsson, aðstoðarmaður ráðherra. Hann sagði að jafnframt hafi Árni hugsað sér að fylgja bréfinu eftir á næstunni, enda sé ekki van- þörf þar á. Engar reglur eru til um það hvem- ig lögum um jafnréttisáætlun skal fylgt eftir og að sama skapi em eng- in refsiákvæði ef ekki er farið eftir þeim. ■ Landakotsskóli: Enn óvissa um næsta ár Enn er óvíst hvernig skólastarf Landakotsskóla verður á næsta ári eftir mikið fjaðrafok í byijun mán- aðarins. Björg Thorarensen, sem nýlega var kjörin formaður stjóm- ar Landakotsskóla, segir að málin standi í stað og beðið sé eftir um- sóknum í starf skólastjóra. Eins og vitað er hefur séra Hjalti Þorkelsson lýst því yfir að hann vilji ekki halda áfram starfi sínu sem skólastjóri en ráðningarsamningur hans rennur út í ágúst. Björg segir að engin lending sé komin í þeim málum sem snúa að kennurum skólans en þeir skiptu sér í tvær fylkingar þegar málin stóðu sem hæst, leitað sé að nýjum skóla- stjóra og málin verði könnuð þegar þau mál komast á hreint. Kínversku ungmennin: Staða enn óljós Mál kínversku ungmennanna, sem reynt var að koma til Bandaríkjanna í síðasta mánuði, eru enn óljós en þau em komin úr höndum sýslumanns- ins í Keflavík til Útlendingastofnun- ar. Þar er beðið eftir ákvörðun ung- mennanna um hvort þau óski eftir að vera áfram hérlendis. Ljóst þykir að þau fái ekki að halda áfram fór sinni til Bandaríkjanna en þangað var ferð- inni heitið þegar þau vom handtekin í Leifsstöð í lok maí. Maðurinn, sem fylgdi ungmennunum, var dæmdur til hálfs árs refsingar fyrir að reyna að smygla þeim í gegnum landið. Mikið um afbókanir á hótelum Mjög mikið er um afbókanir á hótel- gistingu þetta sumarið. Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ástæð- una rekur hún til sterkrar stöðu krónunnar og til aukinnar ásóknar ferðamanna til Bandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna, sem og landa í Austur-Evrópu. Hún segir ennfrem- ur að öfluga markaðssetningu þurfi á komandi misserum til að snúa þró- uninni við. Hópum og ráðstefnugestum fækkar Hefð er fyrir því að ferðaskrifstofur bóki fjölmörg hótelherbergi með löng- um fyrirvara. Ef skrifstofumar nái ekki að selja þessi herbergi neyðist þær til að afbóka. Slíkar afbókanir hafi verið óvenjulega miklar á þessu vori. Ástæðan liggur aðallega í því að færri hópar hafa bókað sig nú en áð- ur, sem og að ráðstefnugestum hefur verið að fækka. Erna bendir þannig á að ekki þyrftu mörg dæmi um að 300 gestir mættu á ráðstefnu þar sem áætlanir hefðu gert ráð fyrir 500 gest- um, til að það færi að skipta máli. Um fjölþættan vanda er að ræða. Til að mynda hefur sterk staða krón- unnar um þessar mundir það í fór með sér að Island er orðinn ákaflega dýr áfangastaður. Ennfremur hafa aðrir áfangastaðir styrkt stöðu sína, svo sem Eystrasaltsríkin og lönd í Austur-Evrópu, sem ennþá eru mjög ódýr kostur fyrir ferðamenn. Á sama tíma hefur smám saman dregið úr hræðslu ferðamanna við Bandaríkin eftir árásirnar 11. september. Peninga þarf í kynningarstarf Erna bendir ennfremur á að ferða- munstur í heiminum hafi verið að breytast. Þannig færist það sífellt í aukana að ferðamenn skipuleggi ferð- ir sínar lítið fram í tímann. Vegna þessa eru aðilar í ferðaþjónustu hér bjartsýnir fyrir sumarið, enda standa vonir til þess að ferðamenn sem ferð- ast á eigin vegum, vegi upp á móti umræddum afbókunum. Hins vegar bendir Ema á að stjórn- völd hafi í ár lagt af 170 milljóna króna framlag sem ætlað var til styrk- ingar ferðaþjónustunnar eftir áfallið sem hún varð fyrir við árásirnar 11. september. „Sú ákvörðun rfkisstjórnarinnar að taka höndum saman við greinina reyndist mjög árangursrík og höfum við bent á að nauðsynlegt sé að halda þessu samstarfi áfram, bæði til að verja greinina áfóllum við þetta geng- isstig, auk þess sem menn eru í mun erfiðari samkeppni en síðstu árin,“ segir Ema. „Ríki sem eru í samkeppni við ísland leggja að jafnaði gríðarlega fjármuni í markaðssetningu, og sú staðreynd að þau eru ódýrari kostur en ísland hjálpar ekki til. Því þarf nauðsynlega að setja aukið fjármagn í þessa hluti hér á landi.“ Nammigrís dæmdur til að greiða sekt Árni Emanúelsson var í Héraðsdómi Austurlands í gær fundinn sekur um ólöglegan innflutning á gotteríi. Hann var dæmdur til að greiða 12.000 króna sekt fyrir að reyna að flytja til Hægt hefði verið að Ijúka málinu með 7.500 kr. sekt. Þess í stað þarf Ámi að greiða 12.000 kr. sekt, sem og máls- kostnað upp á 80.000 kr. landsins 7,3 kg af ýmis konar nammi, 5,45 kg af skinku í tveimur dósum og 20 stk. af 0,33 lítra dósum af pepsi gosdrykk. Ennfremur þarf hann að greiða allan sakarkostnað upp á um 80.000 krónur. Strax boðið að klára málið með sekt Forsaga málsins er að Árni kom til landsins með bílferjunni Norrænu 30 nóvember síðastliðinn. Hann var ásamt fleirum farþegi í húsbíl sem, þegar á bryggjuna á Seyðisfirði var komið, var keyrt að rauðu tollhliði. Þar hafi hann verið spurður að því hvort hann hafi einhvern tollskyld- an vaming meðferðis. Árni bar við að svo væri ekki, enda hafi hann á þeim tíma ekki vitað að aðeins væri leyfilegt að flytja inn til landsins þrjú kíló af sætindum í einu. Við leit í bif- reiðinni fannst hins vegar nokkuð af nammi fram yfir leyfilegt magn, og var Áma þegar gefinn kostur á að ljúka málinu með því að greiða sekt upp á 7.500 krónur. Við það undi Árni ekki en bauðst þegar til að greiða toll af gotteríinu. Nammið lá fyrir allra augum Ámi kvaðst í samtali við Blaðið aldr- ei hafa ætlað að brjóta lög, en viður- kenndi mistök sín. Niðurstaða dóm- ara Héraðsdóms Austurlands var að Árni hefði klárlega aldrei upplýst tollverði um hin ólöglegu sætindi, og þau hafi því fundist við leit í bifreið- inni sem Árni ferðaðist í. Hann hafi því gerst brotlegur við tollalög og því dæmdur til áðurnefndrar sektar. Árni var mjög ósáttur við niður- stöðu dómsins, enda hefði hann klár- lega aldrei verið að reyna að smygla einu eða neinu - gotteríið hafi legið á miðju gólfi húsbílsins. Aðspurður að því hvort ekki hefði verið viturlegra að borga einfaldlega sektina sagði hann að svo væri ekki - hann héldi fast við að hann hefði ekkert rangt gert. Árni hyggst áfrýja dómnum, sem og að krefjast þess að vera við- staddur þegar „góssinu" verður eytt. Forseti stjórnar ekki utan- ríkisstefnu Athugasemdir herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, á fundi í Bandaríkjunum hafa vakið nokkra athygli, en þar vék hann að þeim mun sem væri á Bandaríkjunum og Evrópusambandinu og taldi íslend- inga eiga meiri samleið með grönn- um sínum vestanhafs, sérstaklega að því leyti sem sneri að efnahagsum- hverfinu. Einn leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar sagði að þessi ummæli forsetans væru frekar sérstök en sagði ástæðu- laust að tjá sig frekar um þau að svo stöddu. „Forsetinn stjórnar ekki ut- anríkisstefhunni." Ekki var hægt að fá afrit af ræðu forsetans, enda flutti hann hana blaðalaust. „Þessi fundur var með málfundarbrag og þessar athuga- semdir hafa að einhverju leyti áður komið fram í máli forseta,“ segir Stef- án Lárus Stefánsson forsetaritari. „í sinni einfóldustu mynd sner- ist málið um þá skoðun forsetans að hin einsleita reglugerðasmíð Evrópusambandsins fyrir aðildarríki sambandsins öll væri ekki endilega jafnheppileg ög það kerfi sem menn búa við vestra. Þar gilda vitaskuld margvísleg sameiginleg lög og regl- ur, að ógleymdum gjaldmiðlinum, en að hans mati hafa einstök ríki Bandaríkjanna mun meira svigrúm og frelsi á margvíslegum sviðum en gerist í Evrópusambandinu." Háttsettur embættismaður í Utan- ríkisráðuneytinu sagði að forsetinn hefði ekki ráðfært sig við ráðuneytið um þetta efni, enda væri afar fátítt að forseti fjallaði um mál með þeim hætti að ástæða væri til samráðs þar á milli, hvað þá íhlutunar. Hann taldi jafnframt að þó að ummæli for- setans væru á margan hátt óvenjuleg þá rúmuðust þau vel innan utanrík- isstefnu lýðveldisins, engum blandað- ist hugur um að samband íslands og Bandaríkjanna væri náið og efasemd- ir um skrifræði Evrópusambandsins væri að finna í öllum stjórnmálaflokk- um. ■ Leiðrétting Ranghermt var í myndatexta á forsíðu Blaðsins í gær að FH hefði burstað Fylki 5-1 í Árbænum í fyrrakvöld. Hið rétta er að FH burst- aði Fylki 5-2. Sjá nánari umfjöllun á íþróttasíðu á bls. 22 í Blaðinu í dag. HADEGISVERÐARTILBOÐ HEITT HLAÐBORÐ Á AÐEINS Frá I I.O(í- 13.30 AA Tilboðlð gildir til 30. Júní 1» éákl 690.- Sóltún 3 Sími: 562 9060 Bæjarlind 14-16 Sími: 564 6111 t h o i I e n s h matstofQ O Heiðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjað Amsterdam Barcelona Berlfn Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vin Algarve Dublin Glasgow 23 30 21 22 28 18 16 19 19 26 31 25 23 26 19 27 18 11 28 23 17 20 (Alskýjað // Rigning, lltilsháttar Rlgnlng ’?’ Súld Snjókoma Slydda Snjóél jj Skúr 12V M / / 6 11°-' & / / ✓ w J0 ■;0 i9rb mw W 4> -jj;í 14° ///^ Veðurhorfur í dag kl: 12.00 Veðursíminn K)2 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu (slands 13^| // / n*v Á morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.