blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 25
blaðið I þriðjudagur, 28. júní 2005 Hoppað á netinu út í heim - leikur með lággjaldaflugfélögum Með tilkomu lággjaldaflugfélaganna er orðið allt að því hlægilega ódýrt að fara á milli landa. Ýmsu er að sjálf- sögðu fórnað til þess að geta boðið upp á ferðalag fyrir lítið - eins og plássi, þjónustu og hinum sívinsæla flugvélamat - en fyrir þá sem það vilja er hægt að komast ótrúlega langt fyrir afskaplega lítið. Ef geng- ið er út frá því að meðalverð á miða frá Iceland Express sé 20-25 þúsund krónur til London, Kaupmannahafn- ar eða Frankfurt, standa ferðalöng- um ýmsir möguleikar til boða. Haldið í Austurvíking Fyrir þá sem vilja heilsa upp á ætt- ingja og vini á Norðurlöndum er hægt að fara til Kaupmannahafnar, þaðan til Stokkhólms og síðan til Helsinki. Blaðinu reyndist erfitt að finna lággjaldaflug frá Finnlandi til Osló, en lausnin fólst þá í að skjótast frá Finnlandi til London og þaðan til Osló. Það kostaði heilar 8.000 krón- ur. Frá Osló er síðan flogið aftur til Kaupmannahafnar og þaðan heim. Þessi Norðurlandaferð kostaði um það bil 50.000 krónur. Menning í Mið-Evrópu Frá Kaupmannahöfn er hægt að fara í prýðilegan kúltúrhring - Kaup- mannahöfn, Prag, London, Berlín, Frankfurt - og þaðan heim með minningar og menningu í farteskinu. Þessa hringferð á að vera hægt að fara fyrir um 46.000 krónur. T-vvxvsfciuie nxxers 1 Wi«xo«oí 2coUcn Ciobcs* The Aviator Flestir láta sig bara dreyma um framtíðina. Hann skapaði hana. Frábær verð- launamynd Mart- ins Scorsese um ævi auðkýf- ingsins Howards Hughes Meet The Fockers Og þú sem hélst að ÞÍNIR foreldrar væru eitthvað skrítnir. Stórstjörn- urnar Robert DeNiro, Ben Stiller og Dustin Hoffman í sprenghlægilegri framhaldsmynd. Closer Þeir eru ófáir sem halda því fram að Closer sé ein besta mynd sem gerð var á síðasta ári og hefur hún verið hlaðin lofi og viður- kenningum enda toppleikarar í öllum aðalhlutverkum. Shall We Dance? Hvað er kallinn eiginlega að bauka eftir vinnu? Stórleik- ararnir Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í rómantískri gamanmynd. Ray Á bak við einstak tónlistina var einstakur maður. Jamie Foxx túlkar Ray Charles af stakri snilld í einni af bestu myndum síðasta árs. Vesturferð fyrir 12.000 krónur pr. stórborg Einnig er hægt að bregða sér í Vestur- Evrópuhring fyrir um það bil 60.000, ef vel er á spöðum haldið. Þá er gert ráð fyrir Reykjavík-London-París- Róm-Barcelona-London-Reykj avík, en þá fara ferðalangar á milli nokk- urra af stærstu og líflegustu borgum álfunnar fyrir 12.000 krónur að með- altali. Allt hægt Ekki er hægt að staðfesta þetta verð þar sem verðskalar lággjaldafyrir- tækja eru afar fljótandi, en það er eflaust hægt að gera betur. Möguleik- arnir eru allt að því ótæmandi. SIDEWAYS Elektra Þjálfuð til að berjast. Neydd til að drepa. Þokka- dísin Jennifer Garner er ofur- hetjan Elektra sem nú þarf á öllum sínum hæfileikum að halda til að komast lífs af. Sideways í leit að rétta vín- inu, réttu konunum og sjálfum sér... Hreint út sagt stórkostleg mynd sem farið hefur sigurför um heim- inn.Tilnefnd til Óskars verðlauna sem besta mynd ársins. Lemony Snicket's... Óhamingja. Ógleði. Ótuktarskapur. Sem sagt: Loksins eitthvað skemmti- legt. Jim Carrey fer á kostum sem hinn gráðugi Olaf greifi í frábærri mynd. After the Sunset Glæpir borga sig aldrei. Bara stund- um. Pierce Brosn- an, Woody Harrel- son og Selma Hayek í gaman- samri spennu- og fléttumynd frá Brett Ratner. Son of the Mask Settu upp grímuna og sjáðu hvað gerist. Jamie Kennedy og margir þekktir leikarar halda uppi fjörinu í sprellfjörugri grínmynd fyrir alla fjölskylduna. www.easyjet.com www.ryanair.com www.icelandexpress. com www.sterling.com www.skyscanner.net 1 umJ0Jr' F}í»» Á■ j J í'.; fc.-l|i - • ' J ; - l .UU U' 'jifiiáifiÍaPSBB i I ..s /' S'ft 1 1 Q r

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.