blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 22
þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið West Ham á eftir Figo og Butt Forráðamenn enska úrvalsdeild- arliðsins West Ham hafa sett sig í samband við Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa West Ham á portúgalanum Luis Figo. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Daily Star í gær. Figo, sem er 32ja ára, er sagður þurfa að taka á sig töluverða launalækkun ef hann ætlar að spila með West Ham, fara úr 10,8 milljónum íslenskra króna á viku í 7,2 milljónir. Þá er Alan Par- dew, framkvæmdastjóri West Ham, að undirbúa tilboð í Nicky Butt, leik- mann Newcastle, sem ekki náði að festa sig í sessi í byrjunarliði félags- ins í vetur. Tilboð Pardews hljóðar upp á 240 milljónir íslenskra króna. Greame Souness, framkvæmda- stjóri Newcastle, keypti Butt á 300 milljónir frá Manchester United. Nicky Butt er þrítugur að aldri. Hópurinn fyrir NM U17 kvenna valinn Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U-17 ára landsliðs kvenna í knattspymu, hef- ur valið leikmannahóp sinn sem tek- ur þátt í Norðurlandamótinu. Leik- mennimir koma frá átta félögum á landinu en mótið fer fram í Noregi í byrjun næsta mánaðar. U 17 lið íslands Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik 0 leikur Guðrún E. Hilmarsdóttir Breiðablik 8 leikir Hekla Pálmadóttir Breiðablik 8 leikir Hlín Gunnlaugsdóttir Breiðablik 0 leikur Laufey Björnsdóttir Breiðablik 3 leikir Rósa Húgósdóttir Breiðablik 0 leikur Sandra Sif Magnúsdóttir Breiðablik 4 leikir Elísa Pálsdóttir Fjölnir 1 leikur Kristrún Kristjánsdóttir Fjölnir 0 leikur Rúna Sif Stefánsdóttir Fjölnir 0 leikur Anna Þórunn Guðmundsd. Grindavík 0 leikur G. Bentína Frímannsdóttir Grindavik 0 leikur Ása Aðalsteinsdóttir HK 4 leikir Thelma Gylfadóttir ÍA 0 leikur Mist Elíasdóttir Keflavik 0 leikur Agnes Þóra Árnadóttir KR 0 leikur Margrét Þórólfsdóttir KR 0 leikur Guðný Óðinsdóttir Valur 0 leikur Leikið verður 3.-6. júlí og Frakkar verða með gestalið í mótinu. VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222 FH rúllaði yfir Fylki Flestir sem fóra á leik Fylkis og FH í Landsbankadeildinni áttu von á jöfn- um leik og jafnvel að FH tapaði sín- um fyrstu stigum á íslandsmótinu. Fylki hefur gengið afar vel með FH undanfarin ár þegar liðin hafa mæst í Árbænum en í þessum leik sáu heima- menn aldrei til sólar þó svo að veðrið hafi verið eins og best verður á kosið. Eftir hálftíma leik var staðan orðin 0-3 fyrir FH og var Allan Borgvardt á skotskónum í tveimur fyrstu mörkun- um. Áfram héldu gestimir og bættu við einu marki og staðan í hálfleik var 0-4. Heimir Guðjónsson og Auð- un Helgason bættu við mörkum núm- er þrjú og fjögur. Heimamenn löguðu aðeins stöðuna í seinni hálfleik þegar Helgi Valur Daníelsson og Björgólfur Takefusa skoraðu fyrir Fylki, 2-4, en Hafnfirðingar vora ekki hættir og settu fimmta markið og þar var að verki Allan Borgvardt. Daninn snjalli skoraði því þijú mörk í leiknum og hef- ur nú skorað sjö mörk í deildinni en Tryggvi Guðmundsson, sem ekki náði að skora í leiknum, er markahæstur með átta mörk. Tryggvi Guðmunds- son var rekinn af velli í leiknum gegn Fylki, eftir að hafa lent í einhveijum ryskingum við Ragnar Sigurðsson Fylkismann. Dómari leiksins, Magn- ús Þórisson, var ekki í vafa og rak báða út af. Spurning hver þeirra var æstastur, leikmennirnir sem vora reknir út af eða Magnús dómari. Framarar heillum horfnir Fram og Keflavík mættust á Laugar- dalsvelli. Framarar gátu með sigri híft sig upp í 3. sæti og Keflvíkingar stefndu að sama markmiði. Framar- ar komust yfir með sjálfsmarki Kefl- víkinga þegar þeir reyndu að bjarga góðum skalla Víðis Leifssonar. Þeir bláklæddu voru töluvert betri í fyrri hálfleik en hinum unga miðverði liðs- ins, Kristjáni Haukssyni (18 ára), urðu á alvarleg mistök fimm mínút- um fyrir lok fyrri hálfleiks og Stefán Öm Amarson nýtti sér það og skor- aði fram hjá Gunnari Sigurðssyni í markinu hjá Fram. 1-1 var staðan í hálfleik og það vora ekki liðnar nema 20 sekúndur af seinni hálfleik þegar Hólmar Öm Rúnarsson skoraði fyrir Keflavík. Gestimir voru miklu betri í seinni hálfleik en Framarar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en komust lítt áfram gegn Suðumesja- piltum. Hörður Sveinsson kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja mark Keflavíkur einni mínútu fyrir leikslok en Ingvar Ólason svaraði fyrir Fram 60 sekúndum síðar og lokatölur urðu því 2-3 fyrir Keflavík. Guðmundur Steinarsson var sá leik- maður sem Framarar réðu ekkert við í leiknum á Laugardalsvelli en hann er í fantaformi, drengurinn, og er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Framarar urðu fyrir áfalli í leiknum þegar Andri Fannar Ottósson var borinn af leikvelli og er búist við að hann verði frá keppni í allt að þrjár vikur, en Andri Fannar er með trosnuð liðbönd. Sanngjamt í Grindavík Grindavík og Þróttur léku í Grinda- vík. Þar vora Þróttarar betri aðilinn lungann úr fyrri hálfleik Eftir 15 mín- útna leik vora þeir búnir að ná foryst- unni þegar Halldór Hilmisson skor- aði með ágætisskoti. Þróttarar hefðu með smáheppni getað komist tveim- ur mörkum yfir en þess í stað jöfnuðu Grindvíkingar m’etin þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Magnús Þorsteinsson. Um fimm mín- útum síðar fékk Þróttarinn Dusan Jaic að líta sitt annað gula spjald og þar með vora Þróttarar einum færri síðasta kortérið í leiknum. Gylfi Þór Orrason dómari gaf átta sinnum gula spjaldið í leiknum og Jaic fékk tvö þeirra. Jafntefli, 1-1, urðu úrslitin og verða það að teljast sanngjöm úrslit. Þar með era Þróttarar komnir með fimm stig og era enn í neðsta sæti en Grindvflringar komust að hlið Fram- ara í 6.-7. sæti með átta stig. Sharapova Rússneska tennisdrottningin Mar- ia Sharapova, sem er aðeins 18 ára, komst öragglega í átta manna úr- slit á Wimbledon-mótinu í tennis í gær. Sharapova lék gegn frönsku stúlkunni Natalie Dechy, sem er í 16. sæti heimslistans, og Sharapova vann öragglega í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Sharapova mætir löndu sinni Nadiu Petrovu í ótta manna úrslitum en Sharapova hefur titil að veija. Lindsay Davenport vann Kim Clijsters 6-3, 6-7 og 6-3. Mary Pierce sló út ítölsku stelpuna Flaviu Pen- netta og Venus Williams átti ekki í teljandi erfiðleikum með löndu sína, Jill Craybas. líkleg til afreka Hewitt áfram í karlaflokki Ástralinn Lleyton Hewitt, sem er númer þijú á heimslistanum, lenti í töluverðum erfiðleikum með Banda- ríkjamanninnTaylorDentí 16manna úrslitum, en Dent er númer 16 á list- anum. Hewitt vann tvö fyrstu settin, 6-4, en Bandaríkjamaðurinn vann það þriðja, 6-7. í fjórða settinu vann svo Hewitt 6-3 og komst í 5. umferð eða átta manna úrslit. Andy Roddick fró Bandaríkjunum, sem er númer tvö á heimslistanum, sló út Guill- ermo Coria frá Argentínu með því að vinna 6-3, 7-6 og 6-3. Femando Gonz- alez frá Chile sló út Rússann Mikhail Youshny. Svíinn Thomas Johansson sló út Búlgarann Max Mimyi, 6-4, 7-5 og 6-4. Þeg- ar Blaðið fór í prentun var Ro- ger Federer, sem er númer eitt á heimslistanum, að vinna Juan Carlos Ferrero frá Spáni í fyrsta settinu. TOYOTA-MOTAROÐIN I GOLFI KARLAR lcelandair-mótið Carlsberg-mótið Ostamótið Heildarstig: 1. Sigurpáll Geir Sveinsson GKJ 62,6 111,1 111,1 284,8 2. Auðunn Einarsson GK 42,4 35 166,7 244,1 3. Magnús Lárusson GKJ 138,9 46,2 185,1 4. Örlygur Helgi Grímsson GV 138,9 14,1 18,53 171,53 5. Heiðar Davíð Bragason GKJ 166,7 166,7 6. Björgvin Sigurbergsson GK 21,45 20,26 62,6 104,31 7. Hlynur Geir Hjartarson GOS 13,26 12,43 50 75,69 8. Stefán Már Stefánsson GR 9,95 62,6 72,55 9. Ottó Sigurðsson GKG 21,45 46,2 67,65 10. Birgir M. Vigfússon GR 32,5 14,1 18,53 65,13 11. Helgi Birkir Þórisson GK 32,5 20,26 52,76 12. Ólafur Már Sigurðsson GR 21,45 30 51,45 13. Örn Ævar Hjartarson GS 50 50 14. Pétur Óskar Sigurðsson GR 13,26 25 9,8 48,06 15. Davíð Már Vilhjámsson GKJ 9,5 35,8 45,3 KONUR lcelandair-mótið Carlsberg-mótið Ostamótið Heildarstig: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 62,6 166,7 166,7 396 2. Þórdís Geirsdóttir GK 166,7 50 32,5 249,2 3. Anna Lísa Jóhannsdóttir GR 111,1 111,1 222,2 4. Nína Björk Geirsdóttir GKJ 50 111,1 161,1 5. Tinna Jóhannsdóttir GK 30 62,6 46,2 138,8 6. Helena Árnadóttir GA 22,4 42,4 62,6 127,4 7. Helga Rut Svanbergsdóttir GKJ 42,4 46,2 88,6 8. Anna Jódís Sigurbergsd. GK 16,65 35 22,46 74,11 9. Katrín Dögg Hilmarsdóttir GKJ 25 32,5 57,5 10. Ingibjörg Osk Einardóttir GR 14,1 30 12,4 56,5 11. Karlotta Einarsdóttir NK 35 18,4 53,4 12. Kristín Sigurbergsdóttir GK 13,5 25 38,5 13. María M. Guðnadóttir GKG 16,65 13,5 30,15 14. Anna M. Guðmundsd. GR 12,4 17,2 29,6 15. Anna S. Sigmarsdóttir GK 14,7 14,7 29,4 Þegar keppni er hálfnuð á Toy- ota-mótaröðinni í golfi í karla- og kvennaflokki, er Ragnhildur Sigurð- ardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur með yfirburðaforystu í kvennaflokki. Ragnhildur er með 396 stig en næsti keppandi er með tæp 250 stig en þar er Þórdís Gerisdóttir á ferð. Hjá körl- unum er öllu jafnari keppni en Sigur- páll Geir Sveinsson úr golfldúbbnum Kili í Mosfelsbæ er í efsta sæti en Auðunn Einarsson úr golfklúbbnum Keili úr Hafnarfirði er í öðra sæti. Sex mót era í heildina í Toyota-móta- röðinni og það má segja að vægi sig- urs í hveiju móti sé mun meira en áður hefur tíðkast. Núna verður gert nokkurt hlé á Toyota-mótaröðinni vegna þátttöku landsliðanna í golfi á Evrópumótinu. Karlamir heíja keppni á morgun á Hillside-vellin- um í Englandi en keppni þar lýkur á laugardag. Þeir sem keppa fyrir ís- landshönd em Magnús Lárusson og Heiðar Davíð Bragason úr GKJ, Örn Ævar Hjartarson úr GS, Ottó Sig- urðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG, og Stefán Már Stefánsson úrGR. Konurnar hefja síðan keppni á Evrópumótinu í Karlstad í Svíþjóð 5. júlí. Næsta mót hjá körlunum og kon- unum á Toyota-mótaröðinni verður ekki fyrr en 21.-24. júlí en þá verð- ur íslandsmótið í höggleik haldið á Hólmsvelli í Leiru. Staðan í Toyota-mótaröðinni, þeg- ar keppni er hálfnuð, er eftirfarandi:

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.