blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 24
24 ferðalö g. ___ 9 Albufeira Máritíus þriðjudagur, 28. júní 2005 i blaðið Þessi vinsæli áfangastaður á suður- til golfiðkunar er til fyrirmyndar, og strönd Portúgals hefur marga kosti. einnig eru stór diskótek rétt hjá mið- Þar má meðal annars telja fallegan bænum og margir góðir gististaðir. gamlan miðbæ, en Albufeira á sér Að auki er hægt að fara í siglingar viðburðaríka sögu þar sem ægir sam- meðfram ströndinni. an alls kyns atburðum - innrásum mára, jarðskjálftum og fleiru. Margt er hægt að skoða og mik- ið að gera, en Albufe- ira skartar prýðisúr- vali fjölskyldugarða. Umhverfis bæinn eru fjórir stórir skemmti- garðar sem bjóða upp á fjöldann allan af afþreyingu - allt ffá skoðun á hákörlum, höffungum, ránfugl- um og sædýrum, að vatnsrennibrautum og tívolíi. Jeppaferð- ir inn í landið standa til boða, en mikið er af gömlum bæjum og þorpumumhverfisAl- bufeira og því tilvalið að rölta í ævintýra- og rannsóknarleið- angra um nágrennið. Þar má meðal annars nefna Pademe, sem skartar fógrum kast- alarústum, og Grutas de Xorino, en þar eru tilkomumiklir neðan- jarðarhellar. Aðstaða Sandur, sól og strönd. Það verður ekki efast um aðdráttar- afl ffamandi landa, og þar er Márit- íus undan austurströnd Afríku eng- in undantekning. Eyjan hefur verið nýlenda Hollendinga, Frakka og Englendinga, sjóræningjabækistöð og að lokum sjálfstætt lýðveldi. Öll gistiaðstaða er þar til fyrirmyndar og mikið lagt upp úr að gera mjög vel við gesti. Boðið er upp á sjóstöng og stórfiskaveiðar, en einnig er til stað- Skemmtisigling. ar aðgangur að alhliða sjósporti. Þá eru skoðunarferðir á landi vinsæl- ar, en staðurinn býr yfir geypilegri náttúrufegurð. Máritíus er mikið §öl- menningarsamfélag, en þar búa jafnt Afríkubúar sem Indveijar, Kínveijar og Evrópubúar. Boðið er upp á lifandi tónlist á hveiju kvöldi, en þar ægir saman jafnt þjóðlegum tónum sem og djass- og dinner-tónlist. Sögulegt heygarðshorn - Speaker’s Corner heldur velli London geymir marga söguffæga staði en flestir eiga þeir það sameig- inlegt að vera hlaðnir úr gijóti og sögu heimsveldisins. Þetta gildir þó ekki um garðshorn málfrelsisins í Hy- de Park, hinn heimsfræga Speaker’s Comer eða „Horn ræðumannsins". Óhugnanleg saga Speaker’s Comer er í raun norðaust- urhorn Hyde Park, en það hom á sér langa og á köflum óhugnanlega sögu. Upp úr 1100 vom þar miklir gálgar, en þá gekk svæðið undir nafninu „Ty- bum“. Þar hófst hefð málfrelsisins en hinir dauðadæmdu fengu að segja sín lokaorð við fólkið ofan af pöllum gálg- anna. Þar sem hengingardagar vom líka opinberir frídagar kom iðulega mikill fjöldi manna saman, og umræð- ur gengu þar fjöllum hærra um efni, sem yfirvöld annars ritskoóuðu heift- arlega. Miklar trú- og stjómmálaum- ræður hófust iðulega í Tybum. Lögleiðing Hengingar lögðust sem betur fer af en hefðin lifði. 1872 var Speaker’s Com- er lögleitt sem fundastaður. Hann hefur staðist tímans tönn til dagsins í dag, og er mikið heimsóttur. Talið er að tugþúsundir manna skoði Spea- ker’s Corner einu sinni eða tvisvar á ári, þúsundir manna kíki 5-10 sinn- Menn ræða málin á hominu. um og að hundruð manna vaði eld og vatn til þess að fylgjast með og taka þátt í rökræðum og fyrirlestrum. Skóli fólksins Almenningi er fijálst að grípa fram í eins og honum sýnist á Speaker’s Comer, en það er eitt af því sem skapar sérstöðu þess. Þar með skap- ast umræða um málefni og hver sem er getur mótmælt því sem fram er haldið. Speaker’s Corner hefur laðað að sér marga gesti en meðal gesta á Speaker’s Corner má telja ekki minni menn en Karl Marx, Fredrick Engels og Lenín. Þar má einnig nefna hinn sögufræga rithöfund George Orwell og marga fleiri, en milljónir manna hafa komið við á Speaker’s Corner. Þar er hiklaust vert að staldra við og sjá lifandi stað með lifandi sögu. Þrír ferðamöguleikar í Þýskalandi Söguleg Goya-sýning Mannmergð á Hockenheim. Pílagrímaferð á kappakstursbraut Vélar verða þandar til hins ítrasta á Hockenheim 22.-24. júlí, en allt stendur í jámum í formúlunni. Schu- macher vann í fyrra - vinnur hann aftur eða heldur Alonso áfram sig- urgöngu sinni? Upplifunin er víst hreint ótrúleg, en þeir sem þekkja til segja að það sé ógleymanleg reynsla að vera innan um tugþúsundir aðdá- enda, horfa á keppnina og síðast en ekki síst - heyra 30 kappakstursbíla taka af stað. Greifynjan af Solana eftir Goya. Sandlistaverk Frá 8. júh'-4. september verður hald- in merkileg hátíð á Priwall-strönd við Travemunde, en þá koma saman yfir 70 alþjóðlegir og þekktir mynd- listarmenn, sem munu gera listaverk úr sandi. Talið er að listaverkin verði allt að 15 metrar á hæð og þeki um 13 ferkílómetra svæði. Listaverk- in verða unnin úr næstum 10.000 tonnum af sandi og má telja víst að það verði undri líkast að ganga um ströndina þegar lista- og furðuverkin verða komin á sinn stað. Goya-sýning verður opnuð í Alte Na- tionalgalerie í Berlín 13. júlí og stend- ur til 3. október. Ríkislistasafn Berlínarborgar og Listasögusafn Vínar hafa í samstarfi við Museo del Prado í Madríd náð að safna saman meira en 60 af mikil- vægustu verkum Fransiscos de Goya. Einnig verða sýnd verk Blechens og Schinkels, ásamt verkum Manets og Monets, og er þetta því sniðið fyrir listunnendur. Framandi blær við strendur Afríku.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.