blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 10
10 börn og upp< þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið íslenskir foreldrar á kafi í lífsgæðakapphlaupi Verðum að hugsa okkar gang Lífsgæðakapphlaupið er í fullum gangi á ís- landi og oftar en ekki hefur það áhrif á börn- in. Sífellt fleiri börn dvelja í níu klukku- stundir eða meira í leikskóium og Ijóst er að það er löng dvöl fyrir lítið barn. Ef litið er til þess að börn á leikskólaaldri eru á tengslamyndunartíma- bili má velta upp þeirri spurningu hvort þessi langa dvöl geti haft slæm áhrif á börnin. Börnin á hakanum Hermundur Sigmundsson, prófess- or við Félagsvísinda- og tæknideild Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs í Þrándheimi, segir að börnin séu látin sitja á hakanum á íslandi. „Fólk verður að hugsa sinn gang, hér gengur allt út á að vinna. Við erum ekkert að sinna bömunum vel. Við viljum þeim vel en íslenskir for- eldrar eru á kafi í lífsgæða- kapphlaupi. Nú hef ég bú- ið í Noregi í 18 ár og þegar ég kem til íslands þá er ekki talað um annað en peninga, verðbréfoghluta- bréf. Það er það eina sem er talað um, það er enginn sem talar um börnin.“ Eitthvað á íslandi sem veldur ofvirkni Hermundur hefur rannsakað þroska og nám barna síðan 1992 og hefur skrifað bækur og vísindagreinar um það efni. Foreldrar og heimili eru áhrifamestu aðilarnir í að efla þroska bamsins en þrátt fyrir það eyðir ís- lenskt barn jafnvel meiri tíma á leikskóla en með foreldrum sínum. „Það eru hlutfallslega um helmingi fleiri börn sem fá rítalín hér á landi en í Danmörku. Það er því klárt mál að það er eitthvað hérna á íslandi sem veldur allri þessari ofvirkni. Maður spyr sig hvort lítill tími með for- eldrum gæti verið ein af ástæðunumfyrirþessariof- virkni,“ segir Hermundur og yppir öxlum. Hermund- ur segir að mikið jákvætt áreiti örvi þroska barna og lítið jákvætt áreiti hefti þroska barna. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort börnin fái nægilega örvun ef það eru um 30 börn á einni deild, enda sé það alltof mik- ill fjöldi. Það sé ágætt að hafa 15-16 börn á deild. Hermundur tekur fram að leikskólar séu ágætir út af fyrir sig. Það sé gott fyrir börnin að kynnast og ná þessum félags- lega þroska. Her- mundur spyr sig einnig þeirrar spurningar af hverju fólk sé að eignast börn ef það hafi engan tíma fyrir þau. „íslendingar eru rosalega vinnu- söm þjóð en áður fyrr höfðum við jafnvel ömmurn- ar til að sinna uppeldi og tala við börnin. Nú til dags er enginn sem tekur að sér þetta hlutverk, enda voru ömm- umar heima þá en núna eru þær líka útivinn- andi.“ u— Það eru hlutfalls- lega um helmingi fleiri börn sem fá rítalín hér á landi en í Danmörku Hermundur Sigmundsson. prófessor Lítil áhersla á að skoða þroska barna Hermundur segist ekki hafa nein algild svör við því hvaða áhrif löng vistun getur haft á bömin, enda sé fiað flókið samspil ýmissa þátta. Á slandi finnast litlar rannsóknir um nám og þroska barna en Hermund- ur hefur verið að berjast fyrir því að opna hér rannsóknarmiðstöð, „enda er ísland sérstakt þjóðfélag sem er ekki á réttri leið, að mínu mati. Það virðist vera lítil áhersla á að skoða þroska og nám barna á íslandi og hvað sé best fyrir þau. Háskólinn sem ég vinn hjá í Noregi fékk 10 milljónir norskra króna frá ríkinu til að rann- saka nám og þroska barna. Á íslandi er engin starfsemi á vegum ríkisins til að rannsaka nám og þroska barna, sem myndi þá nýtast leikskólum og skólum." Hermundur er um þessar mundir í hringferð um ísland og held- ur fyrirlestra um hreyfingu og heilsu á vegum Ungmennafélags Islands. Hann segir að það sé sérstaklega mik- ilvægt að börn séu ekki fyrir framan tölvuleiki og sjónvarp allan daginn. Að endingu segir Hermundur: „Þeg- ar við sitjum á grafarbakkanum þá hugsum við til þess tíma sem við átt- um með fjölskyldu okkar og vinum. Það er enginn sem spáir í það hvort hann hafi þénað þúsund kallinum meira eða minna eða hve marga tíma hannvann." Ertu á hraðfgffi? Bílaapótek - lyfin beint í bílinn - Hröð afgreiðsla Opið kl. 10-24 alla daga vikunnar Einnig innangengt apótek sem er opið mánudaga til laugardaga kl. 10-19. Lyfjaval (yljavdl ii * slmi S77 1160 BlLAAPÓTEK OPID 10-24 úmsTurwnHiisig HPI Savage fjarstýrður bensínbtll. Fáanlegur með þremur vélastærðum 3,5,4,1 og 4,6cc. Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is H i ta ve i t u vat n i ð getur brennt! Herdís Storgaard Ánokkuðmörg- um stöðum á landsbyggðinni geturreynsterf- itt að stilla hit- ann á baðvatn- inu. Nú þegar fólk er mikið að ferðastermikil- vægt að foreldr- ar hafi þetta í huga því árlega brennast mörg böm á heitu vatni þar sem fjölskyldan dvelur í sumarleyfi. Slysin verða við ýmsar aðstæð- ur, s.s. í sturtu, baðkari og heitum pottum. Margir hafa kynnst því hversu erftt getur verið á sumum stöðum að stilla vatnið í sturtunni rétt - hún er annað- hvort of heit eða of köld. Svo má ekki skrúfa frá kalda vatninu í öðru her- bergi því þá verður vatnið í sturtunni sjóðandi heitt. Þannig hafa flest slys- in orðið og á svipaðan hátt í baðkar- inu. Slysin í baðkari gerast við það að hitinn á vatninu er stilltur og það lá^ið rgnna,í karió, Síðan skrúfar ein- -'hwr frá Kalda vátninu' á'ððrum stað í húsinu og við það breytist stillingin á vatninu sem er að renna í baðkar- ið, og það er nú orðið sjóðheitt. Fólk er kannski vant því að nota hitastýri- tæki heima fyrir, sem sér um að hit- inn haldist á réttri stillingu, og kann- ar því oft ekki hita baðvatnsins áður en það dembir sér út í. Slys í heitum pottum (setlaugum) gerast einnig á þennan hátt. Á mörgum hitasvæðum á landinu rennur hveravatn óhindrað á yfirborð- inu. Þessi svæði eru mjög spennandi í augum barna. Talsvert er um að börn hafi verið að leika sér á svona svæð- um, jafnvel mjög ung börn í fylgd eldri systkina, sem hafa dottið ofan í sjóðheitan leir og brunnið við það lífs- hættulega. Ágætu foreldrar og forráðamenn: Hugið vel að hættunni af heitu vatni á áfangastað fjölskyldunnar - þannig má koma í veg fyrir alvarleg bruna- slys á börnum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.