blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 6
þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið POLISHING WAX • Cottiin HewBlÆmiffiTechtioloq* with High MalecalarSSSSiSqi • Eitrcme Shinc and ftatccVMSÍ • lasts thmgh moaths aiHmm:______ Wcathcriag aid WashmgJM Á heimasíðu Miss Intercontinental fegurðarsamkeppninnar er hægt að kjósa um ljósmyndafyrirsætu keppn- innar og er Ingunn Sigurpálsdóttir, sem keppir fyrir hönd Islands, þar í efsta sæti. Það sem vekur athygli er að til þess að nýta atkvæðarétt sinn þarf að greiða fyrir það með greiðslukorti. Þannig er hægt að kaupa 10 atkvæði Miss Intercontinental: Ingunn í efsta sæti á eina evru, 20 fyrir tvær, 50 fyr- ir fimm evrur og að lokum er hægt að gefa þeim keppanda sem manni þóknast 100 atkvæði fyrir einungis 10 evrur, sem samsvarar tæpum 800 krónum. Þá er e.t.v. rétt að nefna að einungis 14 stúlkur höfðu fengið atkvæði en kjósa má fram til 29. júlí þegar keppnin verður haldin í Kína. Þegar þetta er skrifað trónir Ingunn á toppnum með 21,8% atkvæða en fast á hæla hennar er Michelle Banz- er frá Bandaríkjunum með 18,5%. Konur sýna störfum í álveri áhuga Starfmanna- stjórí Alcoa, sem byggir ÆKL. W nú álver í K~'í ‘nm Reyðarfirði er bjartsýnn á að stór hluti Bk starfsmanna verði konur. Mark- mið Alcoa sé að helmingur starfsmanna í hinu nýja ál- veri verði konur og hélt fyrirtækið þrjá kynningarfundi fyrir skömmu til að kynna konum þá möguleika sem þeim opnast á nýjum vinnustað. Að sögn Hrannar Pétursdóttur, starfs- mannastjóra Alcoa, mættu um 100 konur á fundina, sem var nokkuð fram úr væntingum. „Sú mynd sem almenningur hef- ur af álverum sem vinnustað nútím- ans byggist á gömlum álverum. Sú mynd er ekki raunsæ,“ segir Hrönn. Hrönn Pétursdóttir, starfsmannastjóri Alcoa. Hún bendir á að konur gætu fundið fjölmörg störf á nýjum vinnustað, en viðurkennir um leið að 50% markmiðið náist líklega ekki á næstunni. Til þess séu of margir starfsmenn álversins iðnaðarmenn, og að konur vanti nauðsynlega inn í iðnaðarmannageirann. Hún segir þó að um langtímamark- mið hjá Alcoa sé að ræða, og að unnið verði að málinu á komandi árum. Gera má ráð fyrir að um 400 manns muni vinna hjá 0 ALCOA Stafrænt sjónvarp: Ríkisútvarpiö og 365 fá tíðnir Póst- og fjarskiptastofnun tilkynnti í gær að gengið hefði verið að tilboðum Ríkisútvarpsins (RÚV) og 365 ljós- vakamiðla ehf. í UHF-tíðnir fyrir staf- rænt sjónvarp á landsvísu. Alls voru tíu rásir boðnar út til útsendinga samkvæmt DVB-T staðli og rann til- boðsfrestur út 31. maí. Athygli vekur að aðeins RÚV og 365 ljósvakamiðlar gerðu tilboð í rásirnar og fær R Ú V þrem- ur rás- um út- hlutað en 365 ljósvakamiðlar tveimur rásum. RÚV hyggst nota eina rásina alfarið til þess að dreifa háskerpu- sjónvarpi (HDTV), en efasemdaradd- ir hafa heyrst um burði RÚV til þess að halda úti íleiri sjónvarpsrásum þótt lagaheimild sé til þess, en stofn- unin hefur átt við varanlegan rekstr- arvanda að etja undanfarin ár. í útboðslýsingu voru settar fram kröfur um að bjóðendur skyldu tryggja að uppbygging á dreifikerfi til 98% landsmanna yrði lokið innan tveggja ára. Tilboð beggja fyrirtækja þóttu uppfylla skilyrði um útbreiðslu sendinga og þjónustu við notendur og var því gengið að þeim báðum. Undirbúning- ur kominn á fullt Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum er nú kominn á fullan skrið. í þessari viku verður til að mynda byrjað að flytja í Herjólfsdal öll helstu mannvirki Þjóðhátíðar. Meðal þess sem flutt verður í dalinn er stóra sviðið, brúin og fleira. Hóp- ur manna mun á næstuni vinna við að koma öllu nauðsynlegu fyrir í dalnum. Farið er að safna eldiviði í brennuna og vinna að ýmsu öðru er hátíðinni tengist. í gær var tilkynnt að engin önnur en Icy Spicy Leoncie myndi troða upp á Þjóðhátíð í ár. Hún mun koma fram á kvöldvöku hátíðarinnar á fóstudags- kvöldinu. Kirkjan kemur til móts viö samkynhneigöa Alcoa þegar starfsemin verður kom- in á fullan skrið, en byrjað verður að ráða almenna starfsmenn um mitt næsta ár. Þjóðkirkjan hefur lengi verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi á málefnum samkynhneigðra. Kristján Valur Ingólfsson, lektor við Háskóla íslands og prestur á Þingvöllum, segir mál- in vera í vinnslu innan kirkj unn- ar og von sé á úrskurði kenni- nefndar um hjónavígsluritúal. Samt verði ekki litið fram hjá því að kirkjan hafi mikil áhrif og vill alls ekki hlaupast und- an merkjum með það. í sérriti Kirkjuritsins, sem Prestafélag íslands gefur út, er samantekt á erindum þriggja málþinga undir nafninu „Samkynhneigð, kirkja og trú“. Ritinu er lokið með ályktun um skipan þriggja manna starfshóps. Hlutverk hans sé að gera hjónavígsluritú- al sem gildir jafnt fyrir vígslu allra hjóna, óháð kynhneigð. Niðurstaða þessarar hópvinnu skuli liggja fyrir innan þriggja mánaða. Kirkjan opin öllum Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, bend- ir á að kirkjan sé auðvitað öllum opin og til staðar fyrir alla þá sem eiga við vandamál að etj a. Vissulega sé ágrein- ingur um stöðu samkynhneigðra innan hennar en hér á landi snúist hann nánast eingöngu um hjónabönd þeirra. Hún telur fordóma gegn sam- kynhneigðum frekar vera í hefðum samfélagsins heldur en innan kirkj- unnar - samkynhneigðir séu velkomn- ir í kirkjuna eins og allir aðrir. e pór tjaW Omaona) 7.400 W- Esja tjaW (6r|}! 29.900 w. ROmfeottf)ö'sMdut)a'd anna) Hafnarfjarðarmeistaramót í dorgveiði - fyrir börn Á morgun verður haldið ár- legt Hafnarfjarðarmeistara- mót í dorgveiði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Þessi keppni við Flensborgarbryggju hefur tekist vel undanfarin ár og verið ungum keppendum til ánægju- auka og mikils sóma en í fyrra voru rúmlega 300 keppendur. Veiðarfæra- leysi þarf engan að stoppa því þeir sem ekki eiga veiðarfæri geta fengið þau lánuð á keppnisstað. Einnig verð- ur hægt að fá beitu og leiðbeiningar hjá starfsmönnum en það eru leikja- námskeiðin í Hafnarfirði sem standa fyrir dorgveiðinni. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þeir sem veiða flesta fiska fá einnig verðlaun. Styrktaraðili keppninnar er Veiðibúð- in við lækinn, sem gefur verðlaun - veiðarfæri og góð ráð. Leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiðanna verða með öfluga gæslu við bryggjuna, auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur verður með björgunarbát á svæðinu. Keppnin hefst um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15.00. RIÐ ER TIMINN ÞAKMÁLUN S: 697 3592 / 844 1011 66°NORÐUR tjöldin fást í verslunum okkar í Faxafeni, Garðabæ og á Akureyri

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.