blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 7

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 7
blaðið I þriðjudagur, 28. júní 2005 Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, skömmu fyrir sjónvarpsútsendingu þar sem hún bað filippseysku þjóðina afsökunar á ummælum sinum vegna kosninganna í fyrra. Arroyo biðst afsökunar bjornbragi@vbl.is ForsetiFilippseyja,GloriaArroyo,hef- ur beðist afsökunar á því að hafa tal- að við fulltrúa kjörstjómar um vonir hennar til þess að vinna kosningam- ar frá því í fyrra með milljón atkvæða mun. Hún sagðist þó ekkert hafa gert rangt og myndi ekki víkja úr embætti. Arroyo talaði fyrir alþjóð í gær og bað þjóðina um að sýna samheldni, en miklar deilur spruttu eftir að málið kom upp og hafa fjölmargir krafist Flugvél nauð- lent vegna hnífs um borð Farþegaflugvél frá flugfélaginu Am- erican Airlines nauðlenti í Chicago um helgina, um klukkustund eftir að hún tók á loft, eftir að farþegi til- kynnti flugáhöfninni að hann hefði fundið lítinn hníf. Hnífinn fann hann í pakka sem flugfélagið útvegar far- þegum sínum, sem inniheldur kodda og teppi. Þeir 200 farþegar, sem vom á leið til Rómar, þurftu að gista eina nótt í Chicago þar sem flugáhöfn- in hafði, samkvæmt reglum, unnið of margar samfelldar stundir. Við grandskoðun á vélinni eftir að hún lenti fannst ekkert grimsamlegt. Talsmaður American Airlines sagð- ist ekki vita hvernig hnífurinn komst í pakkann. loftkœling þess að hún segi af sér, þegar fimm ár eru eftir af kjörtímabili hennar. „Ég viðurkenni að það var skortur á dómgreind að hringja þetta símtal. Ég biðst afsökunar. Ég sé einnig eftir því að hafa látið svona langan tíma líða þar til ég tala við ykkur,“ sagði Arroyo, en þijár vikur er síðan málið kom upp. „Ég tek fulla ábyrgð á gerð- um mínum og vil fullvissa ykkur um að éghef tvöfaldað viðleitni mína til að þjóna þjóðinni og endurvinna traust ykkar. Ég vil ljúka þessum kafla og halda áfram að stjóma landinu." Ekki er víst að yfirlýsing Arroyo nái að sefa andstæðinga hennar og vinstrisinna sem hafa sameinast gegn henni og haldið fjölmenn mót- mæli víða um Filippseyjar. Andstæð- ingar Arroyo hafa einnig sakað hana um að svindla í kosningunum og vinna ekki fyrir fólkið í landinu. ísraelskur hermaður dæmdur fyrir morð Fyrrum hermaður ísraelshers hefur verið dæmdur fyrir morð á 22 ára Breta á Gaza-svæðinu árið 2003. Hinn 22 ára Tom Hurndall var við störf sem ljósmyndari í palestínska bænum Rafah og var, að sögn vitna, að hjálpa bömum undan skotbar- daga þegar hermaður í varðtumi skaut hann í höfuðið. Hurndall dó svo níu mánuðum síðar eftir að hafa legið í dái allan þann tíma. ísraelsher var tregur til að aðhafast eitthvað í Tom Hurndall málinu en eftir þrýsting frá bresk- um stjórnvöldum og fjölskyldu Hurn- dalls var ákveðið að rannsaka málið til fulls. Fjöldamorðingi játar sekt sína kirkjuþings í bæjarfélagi sínu og var einnig skátaforingi. Hann kjrkti fórnarlömb sín og þóttu morðin afar óhugguleg og vöktu athygli um þver og endilöng Bandaríkin. Árið 1974 myrti hann hjón á fertugsaldri og tvö börn þeirra. Þremur árum síðar myrti hann þijár konur á miðjum þrítugsaldri. Eftir það lét hann ekk- ert frá sér spyijast í mörg ár þar til í fyrra að dagblað eitt í Wichita fékk sent umslag sem innihélt ljósmyndir af líki konu sem Rader hafði myrt ár- ið 1986 og ökuskírteini hennar. Morð sem ekki hafði verið rakið til BTK- morðingjans. í kjölfar þess sendi hann frá sér mörg bréf með dularfull- um skilaboðum en lögreglan komst svo á snoðir um Rader þegar tölvu- disklingur sem hann sendi frá sér var rakinn til kirkjunnar sem hann starfaði í. Hann var svo handtekinn 25. febrúar síðastliðinn. Þá kom í ljós að hann hafði einnig verið valdur að þremur öðrum morðum sem voru óupplýst. Ekki hefur verið ákveðið hvenær dómsúrskurður verður kveðinn upp en ljóst er að Rader hlýtur ekki dauða- refsingu þar sem glæpimir voru framdir áður en ný lög um dauðarefs- ingar í fylkinu tóku gildi. Dennis Rader. Sextugur maður frá Kansas-fylki í Bandaríkjunum, Dennis Rader, hefur jétað sig sekan um 10 morð sem fram- in voru á árunum 1974-1991. Morðin voru öll framin á Wichita-svæðinu í Kansas og ollu mikilli skelfingu. Morðinginn var viðumefndur „BTK- morðinginn", sem stóð fyrir „bind, torture, kill“ (í. binda, pynta, myrða), og var hann vanur að senda lögreglu og fjölmiðlum dularfull skilaboð sem tengdust morðunum. Rader, sem er sextugur núna, var handtekinn fyrir fjórum mánuðum og hefur mikil eftir- vænting ríkt vestanhafs yfir fréttum af málinu. Hrottafengin morð Rader, sem er giftur tveggja bama faðir, gegndi á sínum tíma forsæti Norðmenn and- vígir aðild að ESB Samkvæmt skoð- anakönnun frétta- vefsins Nationen.no er meirihluti Norð- manna andvígur aðild að Evrópu- sambandinu. I könnuninni, sem gerð var á dögunum, kom fram að 51,5% landsmanna vilja ekki að Noregur gangi í ESB en einnig vekur athygli að aldrei hafa jafnfáir verið hlynntir aðild að sambandinu, eða 36%. Inn- an Verkamannaflokks Jens Stoltemb- ergs hefur andstaðan við aðild ekki verið meiri síðan 2002. Fylgi við að- ild að ESB hefur farið minnkandi um allan Noreg, að undanskildum norð- urhlutanum og í Ósló og Akershus. Grábjörn banaði hjónum Miðaldra hjón fundust látin í tjaldi á náttúruvemdarsvæði í Alaska eft- ir að grábjöm hafði ráðist á þau á sunnudag. Hjónin vom í „River-raft- ing“ ferð og höfðu tjaldað meðfram Hulahula-ánni, þar sem þau síðan fundust, ásamt ónotuðu skotvopni. Ekkert fólk var í grenndinni þegar árásin átti sér stað. Skömmu áður en dýrið réðst á hjónin hafði maður, sem sá dýrið þegar hann sigldi niður ána, tilkynnt það yfirvöldum. Lögregluyfir- völd segjast hafa fundið dýrið og fellt það. Lögreglan sagði ekkert benda til þess að mannfólk hafi valdið dauða hjónanna og sviðsett atvikið. Þýskar vændiskonur í réttindabaráttu l Verð frá 49.900 án vsk. ÍS-hÚSÍð 566 6000 Deilur um réttmæti lögleiðingar vændis fyrir þremur árum lög gera það að verkum að vændis- konur hafa rétt til atvinnuleysis- og sjúkratrygginga. Breyti þeir (stjóm- málamennirnir) lögunum á nýjan leik munu vændiskonur ekki hafa þessi réttindi," sagði Cetin. í þinghúsinu í Berlín var hins vegar lítil samúð með mótmælum vændiskvennanna, einkum úr hópi íhaldsmanna. Þingmaður kristilegra demókrata, Ute Granold, fullyrti að lögleiðing vændis fyrir þremur árum hefðu verið mistök sem þyrfti að leið- rétta. „Vændi er ekki eins og hvert Þýskar vændiskonur beijast nú fyrir því að tryggja að ríkisstjórn Þýska- lands dragi ekki til baka áunnin réttindi þeirra, eins og einhveijir þingmenn þar í landi hafa mælst til að verði gert. Árið 2002 var vændi lög- leitt í Þýskalandi og hefur sú ákvörð- un verið nokkuð umdeild meðal lands- manna. Katharin Cetin er talsmaður Hydra-hópsins sem berst fyrir rétt- indum vændiskvenna í Þýskalandi og skipulagði m.a. mótmæli fyrir utan þinghúsið í Berlín á dögunum. „Þessi annað starf. Það er brot á mannlegri reisn," sagði Granold. „Konur eru ann- aðhvort neyddar til þess eða þurfa á peningum að halda. Lögin eru einsk- is nýt. Engin kona hefur tryggt sjálfa sig, einfaldlega vegna þess að þær vilja það ekki. Þess vegna er þörf á nýjum lögum." Stephanie Klee, vændiskona til 20 ára og fulltrúi þrýstihóps fólks í kyn- lífsbransanum, segir að ástæðan fyr- ir því að svo fáar vændiskonur hafi fært sér nýtilkomin réttindi sín í nyt, sé það homauga sem samfélagið lít- ur starfsstéttina. Vændiskonur þori ekki að opinbera starf sitt af ótta við fordóma almennings. JÞetta var ekki nema lítið skref af því sem við áttum von á og því sem við þurftum. Það sem skiptir öllu máli er að gefa okkur löglega og sanngjarna stöðu til að sinna starfi okkar," sagði Klee ennfremur. Samkvæmt fréttamiðlinum BBC er áætlað að hátt í 400.000 vændis- konur séu starfandi í Þýskalandi, en það er tæplega hálft prósent af íbúa- fjölda landsins. OGLEYMANLEGAR STUNDIR MEÐ Tæki sem koma þér í sumarskap Canon PowerShot A400 Stafræn myndavél á frábæru veröi ■ 3.2 milljón pixlar. ■ 2.2x aðdráttur í linsu. • 12 tökustillingar. • VGA kvikmyndabútar meö hljóði. • Fáanleg i fjórum litum. Tilboösverö 18.900 kr. Verð 22.900 kr. Canon PowerShot S60 Glæsileg 5.0 milljón pixla vél • 3.6x gleiðhorna linsa með aðdrætti. • 13 tökustillingar. ■ DIGIC og iSAPS tækni. • 9-punkta AiAF sjálfvirkur fókus. • Beintengjanleg í samhæfða prentara. Tilboðsverð 39.900 kr. Verð 49.900 kr. Canon MP370 fjölnotatæki Hágæöa Ijósmyndaupplausn ■ 2 pl dropastærð. • Hraðvirk í prentun/ljósritun. ■ Beintenging í myndavél og rauf fyrir minniskort. • Rammalaus prentun/ljósritun. Tilboðsverð 14.900 kr. Verð 19.900 kr. CanoScan 5200F Öflugur skanni fyrir skjöl og filmur Mjög hraðvirkur. 2400 x 4800 punkta upplausn. Háhraða USB 2.0 tenging. 4 stillanlegir flýtihnappar. Tækni sem fjarlægir rispur. Tilboðsverð 16.900 kr. Verð 21.900 kr. NÝHERJI Nýherji hf. • Borgartúni 37 -105 Reykjavik • Simi 569 7700 • www.nyherji.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.