blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 14
fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar® vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Komið að skuldadögum Það þurfti ekki að bíða lengi eftir rauðu ljósunum. Dregið hefur úr hækk- unum á fasteignamarkaði og verð á eignum virðist fara lækkandi eftir ótrúlegar hækkanir undanfarinna missera - hækkana sem hafa verið drifnar áfram af lánsstefnu bankanna, óendanlegri bjartsýni kaupenda og eggjunarorðum fasteignasala sem hafa hagnast sem aldrei fyrr. Bankarnir stungu sér í djúpu laugina með 100% lánum sem björguðu mörgum sem áttu ekkert á milli handanna. Skyndilega gátu þeir keypt sér einbýlishús upp á tugi milljóna. Það að kaupa og selja íhúðir varð eins og að taka þátt í lottói eða svipað og að kaupa bréf í deCode fyrir nokkrum árum. Það urðu bókstaflega allir að spila með. En nú er komið að skuldadögum. Menn þurfa að fara að borga af tug- milljóna króna húsnæðisláninu sem hækkar jafnt og þétt í takt við verð- bólgu. í ofánálag fer verð á eigninni lækkandi þannig að á skömmum tíma verður skuldin hærri en sem nemur verði eignarinnar. Hvað gera bankarnir þá? Ætla þeir að selja ofan af fólki sem skuldar meira í íbúð- um sínum en veð er fyrir? Eða ætla þeir að freista þess að halda íbúða- verði uppi með handafli? Eða ætla þeir að kreíjast frekari veða í öðrum eignum fólks, ef einhveijar eru? Eða ætla þeir að lóta kyrrt hggja og vona að verðið hækki síðar meir? Gleymum því ekki að hér er um að ræða hundruð eða þúsundir íbúða. Sérfræðingar eru að spá því að verð á fasteignum geti lækkað um allt að 30% á næstu misserum. Gangi það eftir má búast við mikilli fjölgun gjaldþrota einstaklinga sem létu freistast af gylliboðum um lán. Það hef- ur lítið sem ekkert verið fjallað um þetta mál, enda mun þægilegra að halda fast í bjartsýnisspá um áfr amhaldandi hækkanir á fasteignamark- aði. Eftir stendur þó nagandi óvissa þeirra sem keyptu þegar verðið var í hámarki. Þeir hafa ekki lengur stjórn á hlutunum - þeir verða að bíða og vona að greiðsluseðlar næstu mánaða verði ekki martröð næstu ára. Eitt er víst - bankarnir munu hafa allt sitt á þurru. Þeir munu afsaka sig með því að það sé ekki þeim að kenna fólk kunni ekki fótum sínum forráð. í eyrunum hljóma þó enn auglýsingarnar þar sem almenningur var hvattur til að kaupa og kaupa - á 100% lánum. Eitt er víst - samkvæmið er á enda. Það er komið að timburmönnun- um. Endurheimtum stríðsskaðann Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur Fyrir sextán árum endurheimtu Berlínarbúar loksins þann mikla stríðsskaða sem fólst í tvískiptingu borgarinnar eftir heimstyijöldina síðari. Berlín var svo gott sem jöfn- uð við jörðu í stríðinu og þegar hafist var handa við enduruppbygginguna eftir stríð lenti sjálf miðborgin og besta byggingarsvæði borgarinnar á milli múranna sem skiptu borginni í tvennt. Á þessu einskinsmanns- landi sem táknaði hörmungar styrj- aldarinnar marga áratugi eftir lok hennar lifði aðeins dauð- inn einn. En um leið og kraftaverkið gerðist þann 9. nóvember 1989, þegar friðelskandi fólk beggja vegna múrsins reif hann niður með berum höndum í beinni útsendingu, var þegar hafist handa við að byggja sameinaða Berlín að nýju. Engu var til spar- að og sem dæmi má nefna að á tíunda áratugnum voru áttatíu prósent af öllum byggingarkrönum £ Evrópu staðsettir í mið- borg Berlínar í óða önn að búa til nýja borg. Samein- aðir Berlínarbúar voru á fullu við að endurheimta stríðsskaða seinni heimsstyrjaldar- innar. Dreifbýl borg Eins og Berlín varð Reykjavík líka fyrir umtalsverðum landfræðilegum stríðsskaða í heimsstyij- öldinni síðari. Án nokkurs samráðs við Reykvfkinga hóf breski her- inn að leggja herflugvöll í sjólffimiðborg- inni, þvert yfir besta bygging- arland borg- arinnar; flugbrautimar voru lagðar fram hjá Háskólanum langsum, í átt að Alþingishúsinu og nónast alla leið upp að Landsspítalan- um. Fram að styrjöldinni hafði Reykjavík verið að mótast, það var að verða til borg álíka þeim sem við þekkjum annarsstaðar í Norður-Evrópu, borg með þéttri byggð, þröngum götum og fallegum torg- um sem mynda vænlegan ramma utan um blómlegt mannlíf. En lagning her- flugvallar í Vatnsmýrinni stöðvaði þessa eðlilegu þróun og hefur síðan verið sem fleinn í síðu borgarinn- ar. Flugvöllurinn þrengdi svo að eðlilegri þróun borg- arinnar að byggðin hrökk sífellt lengra upp á hæðirn- ar í kringum hana svo Reykjavík er nú einhver dreifbýlasta borg £ heimi, jafnvel dreifbýlli en margar bilaborg- irnar £ Ameríku. Enda var afleiðing- in meðal annars sú að reisa þurfti óhemju plóssfrek umferðarmannvirki til að tengja saman hin dreifðu hverfi borgarinnar. Vandræðagangur stjórnmála- manna Núna, sextán árum eftir hrun múrs- ins, eru Berlinarbúar langt komnir með að byggja nýja miðborg, en þótt sextíu ár séu nú liðin frá þvi að her- inn fór úr Reykvík eftir lok síðari heimsstyijaldar blasir stríðsskaðinn enn við öllum þeim sem aka Hring- brautina í Reykjavík. Brátt líður að kosningum í Reykjavík og enn eru stjórnmálamennirnir að vandræðast með flugvallarmálið og virðast ekki enn vita í hvorn fótinn þeir eigi að stíga í þessu mikilvæga hagsmuna- máli okkar Reykvíkinga. Þessi vand- ræðagangur er sérlega furðulegur í ljósi þess að kjósendur í Reykjavík kusu flugvöllinn burt í allsheijarat- kvæðagreiðslu fyrir nokkrum árum. Það er kominn tími til að þessum vandræðagangi ljúki; það er kominn tími til að endurheimta Vatnsmýrina undan þessum breska herflugvelli og byggja fallega og mannvænlega borg. eirikurbergmann.hexia.net 1'------- Þaðerkom- inn tími til að endur- heimta Vatnsmýr- ina undan þessum breska her- fiugvelli áS® FRABÆRAR VIÐTOKUR íbúa höfuðborgarsvæðisins lásu eða flettu Blaðinu vikuna 4-10 júní 2005 samkvæmt dagbókarkönnun Gallups Starfsfóik og eigendur Blaðsins vilja þakka þér kæri lesandi fyrir frábærar móttökur og ómældan stuðning ‘■**S Bílavarahlutir Ferðabox ADALNÚMER . SlMI 520 8000 WWW.Stllling.IS SKEIFUNNI 11 RVlK. ■ SlMI 520 8001 SMIOJUVEGI 68 KÓP. • SlMI 520 8004 DALSHRAUN113 HFN. • SlMI 520 8003 BÍLDSHÖFÐA 16 RVlK. • SlMI 520 8005 EYRARVEGI 29 SELF. ■ SÍMI 520 8006 SWEDEN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.