blaðið - 19.07.2005, Síða 24

blaðið - 19.07.2005, Síða 24
24 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaAÍA Hinn vinsœli söngleikur Annie er nú sýndur í Austurbœ Hm-mgie6i Þetta er fyrsti söngleikurinn sern ég leik- stýri en áður hef ég leikstýrt leikritum með söngvum. Ég hef aldrei verið sér- stakur söngleikjaaðdáandi en þetta hef- ur verið afar skemmtileg vinna," segir Viðar Eggertsson leikstjóri söngleiksins Annie sem var frumsýndur í Austurbae síðastliðinn sunnudag. Viðar segir Rakel Kristinsdóttur eiga allan heiðurinn af því að sýningin varð að raunveruleika. „Þessi unga kona átti sér þann draum að setja upp söngleik með börnum. Hún hélt leiklistarnám- skeið fyrir börn og afraksturinn er sýn- ingin og uppistaðan í barnahópnum eru börnin sem tóku þátt í námskeiðinu," segir Viðar. Einlægniog húmor Söngleikurinn Annie hefur aldrei fyrr verið sýndur á Islandi. Hann var frum- sýndur á Broadway árið 1977 og byggði á teiknimyndasögunni um munaðarleys- Atriði úr Annie en þessi vinsæli söngleik- ur er sýndur í Austurbæ. ingjann bjartsýna sem sigrast á öllum erf- iðleikum. Kvikmynd var gerð eftir söng- leiknum árið 1982. Söngleikurinn státar af mörgum þekktum lögum. „Uppistaðan í söngleiknum er hin bernska gleði ásamt skemmtilegum lög- um og litskrúðugum persónum. Sögu- þráðurinn er í sjálfu sér aukaatriði," seg- ir Viðar. „Það eru um þrjátíu manns á sviðinu, helmingurinn börn og helming- urinn fullorðnir. Leikhópurinn er hress og skemmtilegur og við höfum raunveru- lega verið að skemmta okkur. Þegar verk- ið hefur farið niður í melódramatískar lægðir þá höfum við af okkar íslensku sérvisku tekið amerísku froðuna burt og reynt að gera það af einlægni og húmor. Það er held ég að sé eina leiðin til að fara inn í ameríska melódramað." Gaman að leikstýra börnum Þegar Viðar er spurður hvernig það hafi verið að leikstýra svo stórum barnahóp segir hann: „Það var sérkennilegt og gaman að leikstýra börnunum. Ég hef ekki umgengist börn mikið og hæni þau ekki sérlega að mér svona dags dag- lega en það varhlutskipti okkar að vera saman og ég held að það hafi verið ágætt fyrir okkur öll. Ég held að ég hafi bara orðið betri maður af því að umgangast þessi börn en ekki veit ég hvort börnin urðu að betri börnum vegna kynna af mér.“ kolbrun@vbl.is — BMiö/Steinar Hugi Viðar Eggertsson.„Uppistaðan í söngleiknum er hin bernska gleði ásamt skemmtilegum lögum og litskrúðugum persónum. Söguþráð- urinn er í sjálfu sér aukaatriði." Halla Hallsdóttir beið ífjórtán tíma eftir nýju Harry Potter bókinni og er hœstánœgð eftir lesturinn Biðin var þess virði Mannlífs- hrollvekjur 1 Halla Hallsdóttir. j Mælir með nýju 5 Harry Potter i bókinni. Mikil geðshræring 1 lok bókarinnar lætur ein aðalpersónan lífið og lýsingar eru þar all svakalegar. „Það var mikil geðshræring í gangi þegar ég las þann kafla. Rowling er einstak- lega góð í því að fá mann til að finna til með persónum,“ segir Halla. Hún er tvítug og hefur lesið allar Harry Potter bækurnar á ensku. „Ég hef alltaf verið gefin fyrir tungumál og finnst betra að lesa bækur á frummálinu. Lesturinn á Harry Potter bókunum hjálpaði mér mikið í enskunáminu þegar ég var í skóla.“ Astæða er til að vekja athygli á riti sem fylgir nýjasta tölublaði Mannlífs. í því er að finna þrjár verðlaunasögur úr samkeppni Grand Rokks og Hins íslenska glæpa- félags, auk þriggja annarra sagna sem dómnefnd fannst ástæða til að mæla með. Ekki verður annað sagt en að henni hafi tekist vel upp í vali sínu á verðlaunasögunni, sem er tvímælaust besta sagan í ritinu. Höfundur hennar er Gunnar Theodór Eggertsson, 23 ára bókmenntafræðingur, sonur rithöfund- anna og sagnfræðinganna Þórunnar Valdimarsdóttur og Eggerts Þórs Bern- harðssonar. Verðlaunasagahans nefnist Vetrarsaga og er grimm saga, hrollvekj- andi og snjöll, en hugmyndin er sótt til íslenskra þjóðsagna. Meira en það er ekki rétt að segja um þessa fínu sögu. Hrollvekjuunnendur hljóta að eygja von í Gunnari Theódór sem hefur áhuga á að skrifa fleiri hrollvekjur í framtíðinni og gera hryllingsmyndir. Önnur verðlaun i samkeppninni fóru til Lýðs Árnasonar héraðslæknis á Flat- eyri fyrir sögu hans Óttastuðull sem fjallar um tvær vinkonur sem ganga ansi langt til að reyna á óttaþröskuld- inn. Þriðju verðlaun hlaut Þorsteinn Mar Gunnlaugsson kennari fyrir sög- una Milli þils og veggjar sem fjallar um draugagang. ■ Vinsœldalisti Amazon Halla Hallsdóttir er sennilega einn dyggasti Harry Potter að- dáandi landsins. Hún var fyrst í röð þeirra sem biðu eftir að bókabúð Máls og menningar á Laugavegi opn- aði á miðnætti aðfararnótt laugardags þegar sala hófst á nýju Harry Potter bókinni Harry Potter and the Half- Blood Prince. Fyrir tveimur árum var Halla einnig fremst í röð við sömu búð þegar sala hófst á Fönixreglunni og beið þá í þrettán tíma. Hún segir þessa löngu bið ekki vera leiðigjarna. „Þegar maður segir fólki að maður ætli að bíða þá koma allir til að heilsa upp á mann,“ bætir hún við. Byrjaði strax að lesa Þegar Halla kom heim eftir miðnætti byrjaði hún strax að lesa Harry Potter and the Half-Blood Prince. „Ég las þar til ég sofnaði með nefið niðri í bókinni og byrjaði svo aftur að lesa þegar ég vaknaði," segir hún. „Mér finnst þessi nýja bók mjög góð og betri en bók núm- er fimm. Hún er myrkari en fyrstu fjór- ar bækurnar en fimmta bókin var rey nd- ar líka nokkuð myrk en þessi er þó mun drungalegri. Harry er að verða eldri og tekst á við erfiðari hluti en áður og hann er að átta sig á því að hinir fullorðnu hafa kannski ekki alltaf rétt fyrir sér og kunna ekki endilega ráð við öllu.“ Amazon.com fagnar tiu ára afmæli sínu í ár. í tilefni þess hefur verið tekinn sam- an listi yfir þá listamenn sem selt hafa mest og best hjá fyrirtækinu á þessum tíma. Ekki kemur á óvart að J.K. Row- ling er metsöluhöfundur Amazon. Núm- er tvö er Spencer Johnson, fyrrverandi læknir sem hefur sérhæft sig í skrifum dæmisagna sem eiga að breyta lífi fólks. í þriðja sæti er rómantíski spennusagna- höfundurinn Nora Roberts. Dan Brown, sem ekki þarf að kynna, er í fjórða sæti ogbarnabókahöfundurinn sígildiDr. Se- uss er í fimmta sæti. Bítlarnir eru þeir tónlistarmenn sem selt hafa flesta geisladiska á Amazon. U2 er í öðru sæti og síðan koma Norah Bítlarnir. Eru vinsælustu tónlistarmennirn- irá Amazon. Jones, Diana Krall og Eva Cassidy. Tríló- gían um Hringadróttinssögu er í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir mest seldu DVD diskana á Amazon. Star Wars trílógían er í fjórða sæti og Matrix í því fimmta.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.