blaðið - 22.07.2005, Page 4
-
ávinningur!
ávinningur!
ávinningur!
ávinningur!
ávinningur!
ávinningur!
ávinningur!
4 I INWLENDAR FRÉTTIR
Kaup 365 Ijósvakamiðla á Saga Film
Skjár 1 mun ekki
framlengja samninga
Ármann fær
íþróttahús
Borgarráð samþykkti í gær
að byggja nýtt íþróttahús
fyrir fimleikafélagið Ármann
í Laugardal. Þétting byggðar
við Sóltún gerir ráð fyrir að
núverandi íþróttahús Ár-
manns víki og hafa viðræður
um úrræði staðið um hríð. Á
þessu ári fara 240 milljónir
króna til byggingarinnar og
440 milljónir á því næsta.
VéÍamiðstöðin
að seljast
Islenska gámafélagið skilaði
hæsta tilboði í Vélamiðstöðina
ehf. en það nam 735 milljónum
króna. Sjö önnur tilboð bárust
en eigendur Vélamiðstöðv-
arinnar, Reykjavíkurborg og
Orkuveita Reykjavíkur, ákváðu
að ganga til viðræðna við
hæstbjóðanda. Salan á Vélamið-
stöðinni er liður í endurskoð-
un á rekstri og rekstrarformi
borgarfyrirtækja og -stofnana.
Skýringar á SPH
Bæjarráð Hafnarfjarðar óskar
eftir skýringum og upplýs-
ingum frá stjórn Sparisjóðs
Hafnarfjarðar um lögformlega
réttarstöðu sparisjóðsins og
Hafnarfjarðarbæjar, með tilliti
til laga um sparisjóði og sam-
þykkta um Sparisjóð Hafnar-
fjarðar í ljósi umræðu um mál-
efni sjóðsins á liðnum vikum.
i
Saga Film, sem 365 samsteypan keypti í
fyrradag, framleiðir meðal annars þáttinn
Allt f drasli fyrir Skjá 1
Kaup 365 ljósvakamiðla á fyrirtæk-
inu Saga Film í fyrradag hefur vak-
ið nokkra athygli, meðal annars
vegna þess að Saga Film hefur að
undanförnu unnið að tveimur þátt-
aseríum fyrir helsta samkeppnisað-
ila 365, þ.e. Skjá 1. Ennfremur hefur
fyrirtækið framleitt fjöldann allan
af þáttum fyrir Ríkissjónvarpið á
undanförnum árum.
Stöðugt þrengt að öðrum miðlum
Að sögn Magnúsar Ragnarssonar,
sjónvarpsstjóra Skjás eins, hefur
Saga Film undanfarið unnið að und-
irbúningi hins íslenska bachelor og
er vinnsla þáttanna langt komin.
Ennfremur hefur fyrirtækið fram-
leitt þættina Allt í drasli fyrir Skjá
einn. Aðspurður um það hvaða
áhrif kaup 365 á Saga Film hefðu
sagði Magnús að ekki yrði hætt við
framleiðslu þessara tveggja þáttar-
aða nú enda sé búið að ganga frá
öllum samningum um þá. Hinsveg-
ar gerir hann ekki ráð fyrir að þeir
samningar verði endurnýjaðir.
„Mér lýst ekkert sérstaklega vel á
þessa þróun. Það er stöðugt verið
að þrengja að öðrum miðlum með
stækkun 365. Það er ekki spennandi
6 stkfíðlœrar plöntur aa cigin v
kr. 1990
6 stk. pottablóm að eigin vali
kr. 1990
30% afsláUur af skrautrunnum
GRÓÐRARSTÖÐIN
fyrir okkur að vera með verkefni hjá
samkeppnisaðilunum” sagði Magn-
ús.
ir að þar á bæ hafi ekki verið tekin
nein afstaða gagnvart Saga Film eft-
ir kaup 365 á fyrirtækinu.
170 miiljón króna fjárfesting
Heildarvirði nýjustu fjárfestingar
365 ljósvakamiðla, Saga Film, er
um 170 milljónir króna samkvæmt
útreikningum greiningardeildar
íslandsbanka. Kaupverðið er 125
milljónir en ofan á það bætast vaxta-
berandi skuldir sem nema
45 milljónum króna.
Áætluð velta
Saga film í ár
er um 580
milljón-
ir. ■
Starfsmenn RÚV rólegir
Saga Film hefur ennfremur framleitt
fjölmarga þætti fyrir Ríkissiónvarp-
ið, meðal annars þættina í einum
grænum, Laxá í Aðaldal og nú síðast
tólf þátta leikna seríu sem ber nafn-
ið Kalla kaffi. Rúnar Gunnarsson,
yfirmaður innlendrar
dagskrárgerðar
hjá RÚV seg-
lotto.is
Bretar svara
umhverfisráðherra vegna Sellafield
Leki á geislavirkum
efnum hófst í júlí 2004
I síðasta mánuði sendi Sigríður
Anna Þórðardóttir, umhverfisráð-
herra, kollega sínum í Bretlandi bréf
vegna leka á geislavirkum efnum
í kjarnorkuendurvinnslustöðinni
Sellafield. Upp komst um lekann 19.
apríl síðastliðinn og þegar lá ljóst fyr-
ir að hann hafði staðið yfir mánuð-
um saman. I bréfi sínu lýsti ráðherra
áhyggjum íslenskra stjórnvalda
vegna málsins sem og þeirri skoðun
að tryggja þyrfti öryggi stöðvarinnar
áður en hún yrði opnuð aftur. Utan-
ríkisráðuneyti Bretlands hefur nú
svarað umræddu bréfi.
Sellafield ekki opnuð á næstunni
I samtali við Blaðið staðfesti Sigríð-
ur Anna að í svarbréfinu hafi verið
raktar þær rannsóknir sem gerðar
hafa verið á tildrögum lekans en
hluti rannsóknarinnar standi enn-
.þá yfir. „I bréfinu er meðal annars
staðfest að lekinn hafi ekki farið út
fyrir stöðina og því hafi engin veru-
leg hætta stafað af honum” segir Sig-
ríður. Hún segir að ljóst sé að stjórn-
völd ytra líti málið mjög alvarlegum
augum. Þegar upp hafi komist um
lekann hafi þegar verið tilkynnt að
stöðin yrði lokuð í sex mánuði en nú
sé ljóst að það muni ekki standast
og að einhver bið verði á að stöðin
opni á ný.
Nýjar upplýsingar í
rannsóknarskýrslu
Sigríður segir ennfremur að í
skýrslu sem gerð hafi verið í kjölfar
slyssins komi fram að lekinn hafi
hafist mun fyrr en áður var talið.
Upphaflega var talið að rör hafi byrj-
að að gefa sig í ágúst í fyrra og að tal-
Bresk stjórnvöld hafa svarað umhverf-
isráðherra vegna leka á geislavirkum
efnum í Sellafield
ið sé að geislavirk efni hafi byrjað að
leka um miðjan janúar í ár. Nú liggi
hinsvegar fyrir að lekinn hafi hafist
þegar í júlí 2004. Sigríður segir að
það sé að sjálfsögðu grafalvarlegt
mál en að bresk stjórnvöld hafi tek-
ið málið föstum tökum og að hún sé
nú fullviss um að stöðin verði ekki
opnuð á ný fyrr en öryggi hafi verið
tryggt að fullu. ■
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 bla6ÍA
Starfsmenn gcesluvalla
Starfsloka-
samningar
Starfslokasamningar verða gerðir
við starfsmenn gæsluvalla Reykja-
víkurborgar en drög að þeim
liggja þegar fyrir. Verður þeim
starfsmönnum, sem ekki þiggja
áframhaldandi störf hjá borginni,
boðið upp á óskertar launagreiðslur
í þrjá til sex mánuði, eftir líf- og
starfsaldri, án þess að óskað sé eftir
vinnuframlagi þeirra á meðan á
uppsagnarfresti stendur. Starfslok
miðast við 31. ágúst næstkomandi. ■
Körlum fjölg-
aríVR
Félagsmenn íVerslunarmanna-
félagi Reykjavíkur eru nú rúmlega
22 þúsund. Konur eru þar í miklum
meirihluta, eða um 61%. Karlmönn-
um hefur þó fjölgað hægt og bítandi
síðustu ár. Félagsmönnum hefur
íjölgað um helming frá árinu 1988
þegar þeir voru rétt tæplega 11 þús-
und talsins og voru konur þá um
66% félagsmanna. Fyrir fimm árum
voru karlarnir 37% af félagsmönn-
um eða 2% færri en þeir eru í dag. ■
Sektum fækk-
ar mUli ára
Árið 2004 sendi lögreglan út 36 þús-
und sektir fyrir ýmis afbrot. Það
er nokkur fækkun frá árinu áður
þegar tæpar 39 þúsund sektir voru
sendar út. LAngflestar sektir voru
sendar út fyrir of hraðan akstur eða
rúmlega 20 þfesund. Árið 2004 fækk-
aði þeim seia. sviptir voru ökurétt-
indum á griindvelli punktafjölda
um rúmlega 47% eða úr 72 í 38. Eins
og fyrri ár voru karlmenn í miklum
meirihluta þeirra sem sviptir voru
ökuréttindum eða 89,5% og voru lið-
lega 59% þeirra 20 ára eða yngri. ■
Ríkislögreglustjóri
Launakostn-
aður jókst um
100 mUljón-
ir milli ára
Rekstrarkostnaður embættis Ríkis-
lögreglustjóra jókst um 17% milli
áranna 2003 og 2004 og munar þar
mestu um aukinn launakostnað.
Var hann rúmar 465 milljónir fyrir
tveimur árum en ríflega 567 millj-
ónir í fyrra samkvæmt ársskýrslu
embættisins. Kostnaður vegna
húsnæðis lækkaði á sama tíma um
29% eða um tæpar 25 milljónir. ■
HÁDEGISVERDARTILBOÐ 690 .“Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborð:
30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITABORÐINU
Sóltún 3 Bæjarllnd 14-16
S 562 9060 S 564 6111