blaðið - 22.07.2005, Page 16

blaðið - 22.07.2005, Page 16
16 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaöiö Hítará á Mýrum: og íélagar við veiðar „Þeir voru að byrja veiðiskapinn núna rétt áðan, það er mikið af fiski í ánni“ sagði Haraldur Eiríksson leiðsögumaður. Hann var gæta vin- ar Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns við Hítará á Mýrum í fyrradag þeg- ar við litum við en fín veiði hefur verið í ánni. Jón Ólafsson var byrjaður að veiða nokkuð fyrir neðan veiðihúsið en vinir hans voru í kringum veiði- húsið. Það var kastað og kastað en fisk- urinn stökk um alla Breiðuna en tók ekki þann tima sem við vorum þarna. Hópur veiðimanna hélt af stað upp í Langadrátt með leiðsögu- manni en þar er víst mjög mikið að fiski. Enginn fiskur var kominn á land þegar við héldum heim en fisk- urinn var svo sannarlega til staðar. „Ég var í Hítará fyrir nokkrum dögum og það er mikill fiskur í ánni, hollið veiddi vel“, sagði veiði- maður sem var koma úr ánni fyrir nokkrum dögum. Veiðimenn köstuðu grimmt í Haf- fjarðará og Straumfjarðará í fyrra- dag en veiðin hefur gengið vel þar. A Vatnasvæði Lýsu hefur verið góð laxveiði en veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu veiddu vel af laxi. Hellingur af fiski er að hellast inn á svæðið. ■ Mikið af fiski stökk í Hítará þann stutta tíma sem blaðamaðurinn var þar. Vilt þú ná þér í soðið? Pú færó allt til sjóveiöa hjá okkur Oeo HJÓL & STANGIR TIL SJÓ- & STRANDVEIÐA, KRÓKAR, PILKAR, SÖKKUR, GIRNI, TÖSKUR, BELTI, FLOTBÚNINGAR, FATNAÐUR OG MARGT FLEIRA. Frábær tilboð og alltaf eitthvaó nýtt. BA>BIÖRC Rafbjörg ehf. Vatnagoróum 14 S: 5814470 www.rafbjorg.is RAF BIÖRG Blanda: 850 laxar komnir á land Eitt kort 20 vatnasvæði VEIÐIKORTIÐI 2 0 0 5 Gunnar Nordal með failega veiði úr Blöndu „Það er ágætur gangur í veiðinni þessa dagana en Blanda er komin í 850 laxa og Laxá á Ásum er komin með 160 laxa núna. Það hefur ver- ið góður gangur í Blöndu síðustu daga og allt á fullu þar,“ sagði Ág- úst K. Ágústsson hjá Laxá er við spurðum frétta af veiðiskapnum. „Miðfjarðará hefur gefið 240 laxa og Langadalsá í ísafjarðardjúpi hefur gefið 62 laxa og síðustu þrjá daga hafa veiðst 26 laxar í henni. Ytri-Rangá hefur gefið 400 laxa hingað til,“ sagði Ágúst ennfrem- ur. Hallá er byrjuð að gefa laxa og í Gljúfurá í Húnavatnssýlu eru komnir á milli 30 og 40 lax- ar. Veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu sáu laxa í henni á nokkr- SportvöruqcrOin hf.. Skipliolt 5. »■ 562 H3tt3. Sérfræðin i fluguve ga iði ar nælum stangir. splæsum llnur og setjum upp. um stöðum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.