blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 26
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaöiö Fellsmuli óeGO Ódýrt bensin ♦ ávinningur! 26 I HELGIN Helgin íþremur verðflokkum Helgitt er framundan og því ekki seinna vænna að íhuga hvað skal gera. Þeir sem eru í helgar- fríi vilja oftar en ekki lyfta sér upp og gera eitthvað skemmtilegt. Úr vöndu er að velja þegar skipuleggja skal helgina. Fjárráð- in eru þó mismunandi og því eru hér þrjár ólíkar hugmyndir að því hvernig hœgt er að nýta helgarfríið sem best. Ódýra helgin Morgunn: Það er fátt eins upplífg- andi og göngutúr meðfram Gróttu á Seltjarnarnesinu. Leiðin er falleg og skemmtileg auk þess sem fjöldi fólks er þar á fallegum degi. Dagur: Allir sem eiga bolta geta skellt sér á Klambratún og spilað strandblak fram eftir degi. Þar eru net og sandvellir svo það er hægt að upplifa alvöru strandarstemmningu - sérstaklega þegar veðrið er gott eins og spáð er að það verði um helgina! Einnig er tilvalið að skella sér á 20 ára afmælishátíð World Class. Hún verður haldn í Laugum frá klukkan 14-17 á morgun. Þar verður boðið upp á ýmislegt skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Til dæmis verður ýmislegt matarkyns gefins, eins og pylsur og ís og þannig má spara dágóða upphæð með því að fara í fría veislu með börnin. Kvöld: Um kvöldið er tilvalið að eyða tíma með fjölskyldunni og spila á spil. Gríðarlega skemmtileg stemmning getur myndast, sérstaklega ef keppnisskapið er til staðar hjá öllum. Svo má líka athuga hvort gamalt Lúdó sé að finna uppí skáp og ef peðin vantar má alltaf nota hvað sem er í staðinn, leyfa ímyndunaaflinu að ráða. Miðlungs helgin Morgunn: Það er alltaf hressandi að byrja daginn á sundspretti og ekki verra að velja nýjustu sundlaug- ina á stór-Reykjavíkursvæðinu sem er staðsett í Versölum í Kópavogi. Aðgangseyrir er 280 krónur fyrir ein- stakling yfir 18 ára en 120 krónur fyr- ir einstakling undir 18 ára aldri. Dagur: Það er tilvalið að kíkja á nokkrar sýningar að degi til. Hægt er að kaupa einn miða sem gildir í Hafnarhúsið og Listasafn íslands á 600 krónur fyrir einstakling yfir 18 ára. 1 söfnunum eru á fimmta hundr- að verka Dieters Roth sem eru til sýnis á sameiginlegri sýningu. Með- al verka á sýningunni eru nokkrar af þekktustu innsetningum lista- mannsins, b ókverk, grafík og mál- verk. Kvöld: Þegar kvölda tekur er fátt huggulegra en að fara á kaffihús. Á flestum kaffihúsum er verðið á kaffi sanngjarnt og jafn- vel fylgir áfylling. Frábært kvöld i góðra vina hópi. Dýra helgin Morgunn: Um morguninn væri skemmtilegt að fara í bíltúr til sér í Bláa Lónið enda er það fullkom- ið dekur. Þar er gott að slaka á enda spennandi dagur framundan. Lónið opnar kl. 9 og aðgangseyrir er 1400 krónur fyrir 15 ára og eldri en 700 krónur fyrir 12-15 ára. Dagur: Það er alltaf stuð í tívolíi en það er enn meira stuð ef farið er í öll tækin. Það er um nóg að velja fyr- ir bæði börn og fullorðna. Hver miði kostar 100 krónur og misjafnt er hve marga miða þarf í hvert tæki. Kvöld: Að loknum kvöldverði er til- valið að skella sér í bíó. Mið- inn kostar 800 krónur fyrir 6 ára og eldri og það er gott úrval kvik- mynda í kvikmyndahúsunum. Einn- ig er hægt að fara í leikhús enda er íslenskt leiklistarlíf blómlegt um þessar mundir. Miði í leikhús kostar 2600 krónur en 2000 krónur fyrir börn undir 16 ára aldri. ...........i.................... svanhvit@vbl.is jSumarið er rétt að byrja!! Vbrum að taka inn glœný hjól Verö NÚ ler.21.520. - Verö áður kr.26.900,- i CAP Mongoo&e Rockadile AL Jhimano 21 gíra, Framdempari 70mm Vlstell, álgjarðir, álnöf, ryðfríir teinar Ryðgar ekki! FJALLAHJÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 S. 5200 200 mán-fös 9-18 lau 10-16 www.gap.is Hvert á að elta veðrið? íslendingar eru þekktir fyrir að elta góða veðrið þegar kemur að því að fara í frí. Um helgar streymir fólk í átt til þeirra staða sem líta best út hvað varðar sól og blíðu. En hvert Iiggur leiðin um þessa helgi? Miðað við spána er best að skreppa austur fyrir land þar sem spáin er þrusugóð. Þeir sem vilja leita lengra gætu kíkt á Austfirðina þar sem veðrið hefur leikið við menn og dýr í sumar og engin breyting á að verða á því þessa helgina. Annars er spáin nokkuð góð fyrir allt landið og búist er við hægum vindi. Víða verða þokubakkar við ströndina, en bjartviðri og hlýtt inn til landsins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.