blaðið - 22.07.2005, Side 32
32 I MENNIWG
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 MaðÍA
Ath!
afáláttur!
Allar EGO lcvittanir veita
25% afslátt í Laugarásbíó
Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur
Valsson, fiðluleikarar, leika 44 dúó
eftir Béla Bartók á fiðlur franska
fiðlusmiðsins Christophe Landon
á tónleikum í Sigurjónssafni næst-
komandi þriðjudag. Landon er mjög
vel þekktur franskur boga- og fiðlu-
smiður sem býr í New York en ferð-
ast víða um heim. Meðal viðskipta-
vina hans eru meðlimir New York
Philharmonic, Berliner Philharm-
onik og Guarneri String Quartet.
Hlíf Sigurjónsdóttir stundaði
framhaldsnám við Háskólana í Indi-
ana og Toronto og við Listaskólann
í Banff. Síðar sótti hún tíma hjá
Gerald Beal í New York. Á námsár-
um sínum kynntist hún og vann
með mörgum merkustu tónlistar-
mönnum síðustu aldar, þar á meðal
William Primrose, Zoltan Szekely,
Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci og Ig-
or Oistrach. Hún hefur haldið fjölda
einleikstónleika og leikið með sin-
fóníuhljómsveitum, kammersveit-
um og minni hópum. Frá nýliðnum
árum má nefna tónleika í Weill, sal
Carnegie Hall í New York, og í Wash-
ington borg, í röðinni The Embassy
Series. Hún vinnur nú einnig að upp-
tökum á öllum einleiksverkum J.S.
Bach fyrir fiðlu. Hlíf er eftirsóttur
kennari, hefur haldið námskeið á
í Sigurjónssafni
Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Valsson
verða með tónleika í Sigurjónssafni á
þriðjudag.
Spáni og kennir einkanemum í New
York borg og í Reykjavík.
Hjörleifur Valsson lauk einleik-
araprófi frá tónlistarháskólanum í
Ósló árið 1993 og hlaut þá styrk frá
tékkneska ríkinu til náms við Prag
konservatoríið. Þar nam hann fiðlu-
leik og kammertónlist í þrjú ár, auk
þess að leika með ýmsum kammer-
hópum og hljómsveitum þar í borg.
Hjörleifur lauk Dipl. Mus. gráðu
frá Folkwang Hochschule í Essen
sumarið 2000. Á námsárum sínum
í mið-Evrópu sótti hann námskeið
hjá Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pi-
erre Amoyal, Sergej Stadler, Pavel
Gililov og fleirum. Hann hefur kom-
ið fram á fjölda tónleikum víða um
Evrópu, samið og útsett tónlist fyrir
leikhús og tekið þátt í upptökum fyr-
ir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og
hljómplötuútgáfur. Hjörleifur starf-
ar nú sem fiðluleikari á íslandi og
kennir fiðluleik við tónlistarskóla
Hafnarfjarðar.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20:30. Kaffistofa safnsins er opin eft-
ir tónleikana. Aðgangseyrir er 1500
kr.
kolbrun@vbl.s
i Dresden
Um næstu helgi, dagana 23. og 24.
júlí, fer fram þriðja tónleikahelgi
Sumartónleika þetta árið í Skálholts-
kirkju. Flytjendur verða Bachsveitin
í Skálholti ásamt einsöngvurunum
Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og
Ágústi Ólafssyni. Leiðari Bachsveit-
arinnar að þessu sinni er Stanley
Ritchie sem er einn af helstu frum-
kvöðlum heims í flutningi barokk-
tónlistar á upprunaleg hljóðfæri.
Dagskráin hefst að venju á fyrir-
lestri í Skálholtsskóla kl. 14 á laug-
ardag en þá mun Halla Steinunn
Stefánsdóttir fjalla um Þýskaland
og þjóðlega stíla.
Á fyrri tónleikum laugardagsins
kl. 15 verður flutt efnisskrá undir
yfirskriftinni Gullöldin í Dresden
en þá munu hljóma verk eftir tón-
skáldin Veracini, Schiitz og Zelenka.
Á seinni tónleikum laugardagsins kl.
17 verða flutt verk eftir Handel.
Á sunnudag kl. 15 verða seinni
tónleikar laugardagsins endurtekn-
ir og í messunni kl. 17 á sunnudag
frumflytur Bachsveitin í Skálholti,
ásamt Ágústi Ólafssyni, sálminn
Mektugra synir, maktar drottni f út-
setningu Gunnars A. Kristinssonar,
staðartónskálds 2005.
Operan viU hús
í Kópavogi
Stjórn íslensku óperunnar hefur --
sent frá sér fréttatilkynningu þar
sem hún fagnar hugmynd Gunnars
I. Birgissonar, bæjarstjóra og alþing-
ismanns, um byggingu sérhannaðs
óperuhúss fyrir Islensku óperuna á
Borgarholtinu í Kópavogi. I fréttatil-
kynningunni segir meðal annars:
„Hugmynd Gunnars I. Birgissonar
um byggingu óperuhúss í Kópavogi
samrýmist afar vel óskum fslensku
óperunnar um hæfilega starfsað-
stöðu og framtíðarheimili. Staðsetn-
ing óperuhúss í miðbæ Kópavogs
er líka ákjósanleg og áform um
tengingu og samnýtingu á aðstöðu
með þeim menningarstofnunum
sem fyrir eru á Borgarholtinu til
að skapa aukna nýtingarmöguleika
eru raunhæf.
Stjórn íslensku óperunnar bindur
miklar vonir við að nauðsynleg sam-
Önnur
sending
IUNG CHANG
jON HALLIDAY
staða skapist milli Kópavogsbæjar,
ríkis og einkaaðila um að gera hug-
mynd Gunnars I. Birgissonar um
nýtt hús fyrir fslensku óperuna að
veruleika og vill beita sér af alefli fyr-
ir að svo megi verða.“ g
af Maó
Ævisaga Maó eftir Jung Chang og
John Halliday hefur selst vel hér á
landi og nokkrar umræður hafa ver-
ið um hana í fjölmiðlum. Bókin er
þessa vikuna í öðru sæti á metsölu-
lista erlendra bóka, þar sem Harry
Potter hefur vitanlega forskot á
allar aðrar bækur. Ævisagan á það
sameiginlegt með Potter að fyrsta
sending seldist upp hér á landi, þótt
það hafi verið á mun skemmri tíma
en Potter sem rauk út á sólarhring.
Önnur pöntun af ævisögu Maós er
nú komin í bókaverslanir. Þessi stór-
merkilega ævisaga er skyldulesning
allra þeirra sem láta sig pólitíska
sögu 20. aldar einhverju varða.
Jón Ingi
sýnir i Eden
Jón Ingi Sigurmundsson opnar mál-
verkasýningu í Eden, Hveragerði, þriðju-
daginn 26. júlí. Á sýningunni eru olíu-,
pastel- og vatnslitamyndir sem allar
eru málaðar á þessu ári eða því síðasta.
Myndefnið er að mestum hluta landslag,
oft málað á staðnum eða í vinnustofu
og er það sótt viðs vegar að af landinu.
Stundum eru þetta þekktir staðir, stimd-
um lækur eða tjöm eða gömul hús. Inn
á milli em svo nokkrar blómamyndir.
Nýlega birtist mynd af olíumálverki
eftir Jón Inga i alþjóðlegu myndlistar-
timariti, International Artist. Þetta er 29.
einkasýning Jóns Inga og henni lýkur 7.
ágúst.
Metsölulistinn Wf/,.r
1. Móðir í hjáverkum - kil d
Allison Pearson *
2. Kortabók Máls og menningar
Mál og menning
3. Læknum með höndunum
Birgitta Jónsdóttir Klasen
4. Fimmta konan - kilja
Henning Mankell
5. Alkemistinn - kilja
Paulo Coelho
6. Útivistarbókin
Páll Asgeir Ásgeirsson
7. (slenskfjöll
Ari Trausti Guðmundsson
8. Ellefu mínútur - kilja
Paulo Coelho
9. Kleifarvatn - kilja
Arnaldur Indriðason
10. Utan alfaraleiða
Jón G. Snæland
Listinn er gerður út frá sölu dagana
13.07.05-19.07.05 iBókabúðum
Máls og menningar, Eymundsson og
Pennanum